Aðgerðin hjá Guðlaugu Eddu varð næstum því tvöfalt lengri en áætlað var Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2021 12:31 Guðlaug Edda Hannesdóttir var ánægð en skiljanlega eftir sig eftir aðgerðina. Instagram/@eddahannesd Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir er komin heim eftir að hafa gengist undir mjaðmaraðgerð sem nær vonandi að halda Ólympíudraumum hennar á lífi. Guðlaug Edda hefur verið að glíma við langvinn mjaðmarmeiðsli sem áttu á endanum urðu til þess að hún náði ekki að tryggja sig inn á Ólympíuleikana í Tókýó. Eftir rannsóknir og ráðgjöf kom í ljós að hún gat komist í aðgerð hjá heimsklassa mjaðmarsérfræðingi í Bandaríkjunum sen sá hinn sami taldi sig geta bjargað ferli hennar. Edda setti strax stefnuna á Ólympíuleikana í París 2024 við þær fréttir en þurfti á mikilli peningahjálp að halda til að eiga fyrir aðgerð sem þessari. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Edda og kærasti hennar Anton Sveinn McKee hófu því fjársöfnun á netinu þar sem ætlunin er að safna fyrir þessum sjö milljónum sem aðgerðin kostar. „Elsku Anton minn búinn að styðja mig svo mikið undanfarnar vikur, hjálpa mér að ákveða skurðlækni, finna fjármagn fyrir aðgerð, rífa mig upp og trúa á mig þegar ég átti erfitt með að trúa sjálf. Á ekki eitt orð yfir þér og það í miðjum undirbúningi fyrir stórmót. Þú vinnur Tókýó og ég vinn Comeback - heyrðuð það fyrst hér,“ skrifaði Edda á Instagram en Anton Sveinn keppir fyrir Ísland í sundi á Ólympíuleikunum í sumar. Edda sagði sögu sína með hjartnæmum hætti og hefur fengið ágæt viðbrögð við söfnuninni þótt betur megi ef duga skal. Edda fór síðan í aðgerðina í fyrradag og sagði frá henni á Instagram síðu sinni. „Aðgerðin er að baki og ég hef þegar hafið endurhæfingu. Skemmdin var verri en við bjuggumst við og meira en helmingurinn var rifinn. Aðgerðin endaði því í þremur og hálfum tíma í stað þeirra tveggja sem hún átti að taka,“ skrifaði Guðlaug Edda eins og sjá má hér fyrir ofan. Þar má sjá meiri lýsingu á því sem var gert. „Ég braggast vel og er ánægð að vera komin í gegnum þetta. Ég ætla að stjórna því sem ég get stjórnað og er mjög spennt fyrir að byrja endurkomuna. Þetta getur bara gert mig sterkari,“ skrifaði Edda en bendir um leið á það að einn þriðji hefur nú safnast í fjáröfluninni fyrir aðgerðinni. Það er hægt að styrkja Eddu með því að fara hér inn. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Guðlaug Edda skilur engan eftir ósnortinn í þakkarkveðju sinni: „Að vita að það sé möguleiki að laga mig“ Það leynir sér ekki hvað meiðslin hafa tekið á íþróttakonuna Guðlaugu Eddu Hannesdóttur í hjartnæmri og einlægri kveðju sem hún birti í gær. Margir hafa stutt hana en meira þarf til ef hún á geta komið skrokknum sínum í lag á ný. 22. júní 2021 08:01 Íslensk afrekskona safnar fyrir aðgerð til að bjarga ferlinum Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð fyrir áfalli á dögunum þegar hún meiddist á mjöðm og missti um leið endanlega af möguleikanum á að komast á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. 21. júní 2021 08:30 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Guðlaug Edda hefur verið að glíma við langvinn mjaðmarmeiðsli sem áttu á endanum urðu til þess að hún náði ekki að tryggja sig inn á Ólympíuleikana í Tókýó. Eftir rannsóknir og ráðgjöf kom í ljós að hún gat komist í aðgerð hjá heimsklassa mjaðmarsérfræðingi í Bandaríkjunum sen sá hinn sami taldi sig geta bjargað ferli hennar. Edda setti strax stefnuna á Ólympíuleikana í París 2024 við þær fréttir en þurfti á mikilli peningahjálp að halda til að eiga fyrir aðgerð sem þessari. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Edda og kærasti hennar Anton Sveinn McKee hófu því fjársöfnun á netinu þar sem ætlunin er að safna fyrir þessum sjö milljónum sem aðgerðin kostar. „Elsku Anton minn búinn að styðja mig svo mikið undanfarnar vikur, hjálpa mér að ákveða skurðlækni, finna fjármagn fyrir aðgerð, rífa mig upp og trúa á mig þegar ég átti erfitt með að trúa sjálf. Á ekki eitt orð yfir þér og það í miðjum undirbúningi fyrir stórmót. Þú vinnur Tókýó og ég vinn Comeback - heyrðuð það fyrst hér,“ skrifaði Edda á Instagram en Anton Sveinn keppir fyrir Ísland í sundi á Ólympíuleikunum í sumar. Edda sagði sögu sína með hjartnæmum hætti og hefur fengið ágæt viðbrögð við söfnuninni þótt betur megi ef duga skal. Edda fór síðan í aðgerðina í fyrradag og sagði frá henni á Instagram síðu sinni. „Aðgerðin er að baki og ég hef þegar hafið endurhæfingu. Skemmdin var verri en við bjuggumst við og meira en helmingurinn var rifinn. Aðgerðin endaði því í þremur og hálfum tíma í stað þeirra tveggja sem hún átti að taka,“ skrifaði Guðlaug Edda eins og sjá má hér fyrir ofan. Þar má sjá meiri lýsingu á því sem var gert. „Ég braggast vel og er ánægð að vera komin í gegnum þetta. Ég ætla að stjórna því sem ég get stjórnað og er mjög spennt fyrir að byrja endurkomuna. Þetta getur bara gert mig sterkari,“ skrifaði Edda en bendir um leið á það að einn þriðji hefur nú safnast í fjáröfluninni fyrir aðgerðinni. Það er hægt að styrkja Eddu með því að fara hér inn. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd)
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Guðlaug Edda skilur engan eftir ósnortinn í þakkarkveðju sinni: „Að vita að það sé möguleiki að laga mig“ Það leynir sér ekki hvað meiðslin hafa tekið á íþróttakonuna Guðlaugu Eddu Hannesdóttur í hjartnæmri og einlægri kveðju sem hún birti í gær. Margir hafa stutt hana en meira þarf til ef hún á geta komið skrokknum sínum í lag á ný. 22. júní 2021 08:01 Íslensk afrekskona safnar fyrir aðgerð til að bjarga ferlinum Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð fyrir áfalli á dögunum þegar hún meiddist á mjöðm og missti um leið endanlega af möguleikanum á að komast á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. 21. júní 2021 08:30 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Guðlaug Edda skilur engan eftir ósnortinn í þakkarkveðju sinni: „Að vita að það sé möguleiki að laga mig“ Það leynir sér ekki hvað meiðslin hafa tekið á íþróttakonuna Guðlaugu Eddu Hannesdóttur í hjartnæmri og einlægri kveðju sem hún birti í gær. Margir hafa stutt hana en meira þarf til ef hún á geta komið skrokknum sínum í lag á ný. 22. júní 2021 08:01
Íslensk afrekskona safnar fyrir aðgerð til að bjarga ferlinum Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð fyrir áfalli á dögunum þegar hún meiddist á mjöðm og missti um leið endanlega af möguleikanum á að komast á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. 21. júní 2021 08:30