Íbúð dæmd gölluð vegna erfiðs nágranna Árni Sæberg skrifar 1. júlí 2021 13:28 Tímamótadómur var kveðinn upp í Hæstarétti í dag. Vísir/Vilhelm Ung kona þarf ekki að greiða lokagreiðslu af íbúð sem hún keypti þar sem íbúðin var metin gölluð í Hæstarétti vegna nágrannaerja. Hæstiréttur hefur aldrei áður dæmt fasteign gallaða vegna nágranna. Með dómi Hæstaréttar í dag var dómur Landsréttar um sýknu kaupanda af öllum kröfum seljenda íbúðarinnar staðfestur. Seljendur íbúðarinnar höfðuðu mál til greiðslu eftirstöðva kaupverðs en þær nema einni milljón króna. Kaupandi neitaði að greiða þar sem hún taldi íbúðina haldna galla vegna nágrannaerja í húsinu. Seljendur íbúðarinnar höfðu átt í miklum samskiptaörðuleikum við nágrannann og vissu því mætavel af galla á íbúðinni. Samkvæmt fasteignakaupalögum hvílir fortakslaus skylda á seljendum fasteigna að upplýsa kaupendur um galla sem þeir hafa vitneskju um. Stórundarleg hegðun nágranna er ástæða málaferlanna Nágranninn er sagður hafa sýnt af sér óvenjulega háttsemi, svo sem með því að skilja eftir sig á ýmsum stöðum í húsinu miða með óskiljanlegum skilaboðum og rifin dagblöð sem á voru ritaðir tölustafir og talnarunur, kasta salernispappír á lóðina, kríta á stéttir við húsið, færa til blómapotta í sameign og hrópa ókvæðisorð að öðrum íbúum hússins. Þá hefur lögregla þurft að hafa afskipti af nágrannanum þegar hann veittist að öðrum seljandanum utandyra við húsið og sló hana tvívegis með flötum lófa í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut bólgu og eymsli yfir hægra kinnbeini og upp að gagnauga og var aum viðkomu þar. Fyrirvari um samskiptavanda ekki næg viðvörun Seljendur settu fyrirvara um samskiptavanda við nágrannann í kaupsamning aðila og töldu það vera næga viðvörun til að uppfylla upplýsingaskyldu sinni. Þá töldu seljendur að kaupandi hafi vanrækt skoðunarskyldu sína með því að rannsaka ekki betur hvað fólst í umræddum samskiptavanda. Hæstiréttur féllst ekki á málatilbúnað seljenda og taldi fyrirvarann ekki uppfylla upplýsingaskyldu þeirra. Þá taldi dómurinn að kaupandi hafi uppfyllt skoðunarskyldu sína þegar hún spurði seljendur og fasteignasala út í nágrannaerjurnar. Sem áður segir var kaupandi sýknaður af öllum kröfum seljenda. Seljendur voru jafnframt dæmdir til að greiða kaupanda 800 þúsund krónur í málskostnað. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Dómsmál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Sjá meira
Með dómi Hæstaréttar í dag var dómur Landsréttar um sýknu kaupanda af öllum kröfum seljenda íbúðarinnar staðfestur. Seljendur íbúðarinnar höfðuðu mál til greiðslu eftirstöðva kaupverðs en þær nema einni milljón króna. Kaupandi neitaði að greiða þar sem hún taldi íbúðina haldna galla vegna nágrannaerja í húsinu. Seljendur íbúðarinnar höfðu átt í miklum samskiptaörðuleikum við nágrannann og vissu því mætavel af galla á íbúðinni. Samkvæmt fasteignakaupalögum hvílir fortakslaus skylda á seljendum fasteigna að upplýsa kaupendur um galla sem þeir hafa vitneskju um. Stórundarleg hegðun nágranna er ástæða málaferlanna Nágranninn er sagður hafa sýnt af sér óvenjulega háttsemi, svo sem með því að skilja eftir sig á ýmsum stöðum í húsinu miða með óskiljanlegum skilaboðum og rifin dagblöð sem á voru ritaðir tölustafir og talnarunur, kasta salernispappír á lóðina, kríta á stéttir við húsið, færa til blómapotta í sameign og hrópa ókvæðisorð að öðrum íbúum hússins. Þá hefur lögregla þurft að hafa afskipti af nágrannanum þegar hann veittist að öðrum seljandanum utandyra við húsið og sló hana tvívegis með flötum lófa í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut bólgu og eymsli yfir hægra kinnbeini og upp að gagnauga og var aum viðkomu þar. Fyrirvari um samskiptavanda ekki næg viðvörun Seljendur settu fyrirvara um samskiptavanda við nágrannann í kaupsamning aðila og töldu það vera næga viðvörun til að uppfylla upplýsingaskyldu sinni. Þá töldu seljendur að kaupandi hafi vanrækt skoðunarskyldu sína með því að rannsaka ekki betur hvað fólst í umræddum samskiptavanda. Hæstiréttur féllst ekki á málatilbúnað seljenda og taldi fyrirvarann ekki uppfylla upplýsingaskyldu þeirra. Þá taldi dómurinn að kaupandi hafi uppfyllt skoðunarskyldu sína þegar hún spurði seljendur og fasteignasala út í nágrannaerjurnar. Sem áður segir var kaupandi sýknaður af öllum kröfum seljenda. Seljendur voru jafnframt dæmdir til að greiða kaupanda 800 þúsund krónur í málskostnað.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Dómsmál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Sjá meira