Gosið enn á ný að skipta um gír Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. júlí 2021 13:15 Eldgosið í Geldingadölum hefur verið afar óreglulegt í rúma viku. Páll Einarsson segir það hins vegar ekki óeðlilegt að eldgos séu breytileg. Vísir/Vilhelm Eldgosið í Geldingadölum heldur áfram að skipta um takt og mælist nú nánast enginn gosórói, eftir mikil læti í nótt. Það er þó engin vísbending um endalok gossins, að sögn jarðeðlisfræðings. Eftir rólegan dag sýndi eldgosið í Geldingadölum sannarlega mátt sinn og megin í nótt með ógnarstórum hraungusum sem stigu upp úr gígnum. Hraunárnar flæddu bæði niður í Geldingadali og Nátthaga, eða allt til klukkan tvö í nótt þegar það virtist vera sem skrúfað hefði verið snögglega fyrir. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að greinileg breyting hafi orðið á hegðun gossins 23. júní síðastliðinn. Að neðan má sjá upptöku úr vefmyndavél Vísis af eldgosinu í gærkvöldi frá klukkan 21 til 01, spilaða á margföldum hraða; sannkallað sjónarspil. „Það hefur eiginlega hrokkið úr einum gírnum í annan alla þessa viku sem liðin er síðan. Og síðasta svona stóra breytingin var núna síðasta sólarhringinn,“ segir Páll. Hann bendir á sveiflukenndan óróa, þar sem hann fór úr því að vera nánast enginn í að vaxa mjög hratt, líkt og í nótt. Að neðan má sjá beint streymi úr vefmyndavél Vísis í Geldingadölum. „Gosið var mjög gusukennt um hálf eitt, það var sígos í gangi um eftirmiðdaginn í gær, alveg fram til hálf eitt í nótt og þá byrjar svona gusugangur í gosinu. Það komu miklar gusur – tólf slíkar gusur komu eftir hálf eitt og síðasta gusan kom klukkan 2:10. Þá kemur stór gusa en þá er bara eins og það sé skrúfað fyrir.“ Stórir svartir bólstrar stóðu upp úr gígnum í nótt og voru vangaveltur um hvort þetta kynni að vera aska. Páll segir það afar ólíklegt, líklega hafi gígbarmarnir hrunið og rykmökkur stigið í framhaldinu upp. „Þetta hefur sennilega verið ryk vegna hruns í gígnum. Gígbarmarnir hafa hlaðist upp mjög hratt og eru óstöðugir þannig að þegar það lækkar í gosinu og lækkar í gígnum þá eiga barmarnir til að hrynja ofan í. Það er líklegasta skýringin á þessu. Páll segir enga vísbendingu um að gosinu sé að ljúka. „Það er mjög hættulegt að gera ráð fyrir því að þetta séu endalokin, en það er greinileg breyting á hegðun gossins. Það fer ekkert á milli mála.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Eldgosið minnti rækilega á sig með mögnuðu sjónarspili Menn voru farnir að spyrja sig í fyrrakvöld hvort eldgosið í Fagradalsfjalli væri í andarslitrunum. Þar sem þoka hamlaði skyggni að gígnum fékkst þó engin engin staðfesting í gær á því hvað væri í gangi fyrr en þokunni létti í gærkvöldi. 30. júní 2021 16:00 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira
Eftir rólegan dag sýndi eldgosið í Geldingadölum sannarlega mátt sinn og megin í nótt með ógnarstórum hraungusum sem stigu upp úr gígnum. Hraunárnar flæddu bæði niður í Geldingadali og Nátthaga, eða allt til klukkan tvö í nótt þegar það virtist vera sem skrúfað hefði verið snögglega fyrir. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að greinileg breyting hafi orðið á hegðun gossins 23. júní síðastliðinn. Að neðan má sjá upptöku úr vefmyndavél Vísis af eldgosinu í gærkvöldi frá klukkan 21 til 01, spilaða á margföldum hraða; sannkallað sjónarspil. „Það hefur eiginlega hrokkið úr einum gírnum í annan alla þessa viku sem liðin er síðan. Og síðasta svona stóra breytingin var núna síðasta sólarhringinn,“ segir Páll. Hann bendir á sveiflukenndan óróa, þar sem hann fór úr því að vera nánast enginn í að vaxa mjög hratt, líkt og í nótt. Að neðan má sjá beint streymi úr vefmyndavél Vísis í Geldingadölum. „Gosið var mjög gusukennt um hálf eitt, það var sígos í gangi um eftirmiðdaginn í gær, alveg fram til hálf eitt í nótt og þá byrjar svona gusugangur í gosinu. Það komu miklar gusur – tólf slíkar gusur komu eftir hálf eitt og síðasta gusan kom klukkan 2:10. Þá kemur stór gusa en þá er bara eins og það sé skrúfað fyrir.“ Stórir svartir bólstrar stóðu upp úr gígnum í nótt og voru vangaveltur um hvort þetta kynni að vera aska. Páll segir það afar ólíklegt, líklega hafi gígbarmarnir hrunið og rykmökkur stigið í framhaldinu upp. „Þetta hefur sennilega verið ryk vegna hruns í gígnum. Gígbarmarnir hafa hlaðist upp mjög hratt og eru óstöðugir þannig að þegar það lækkar í gosinu og lækkar í gígnum þá eiga barmarnir til að hrynja ofan í. Það er líklegasta skýringin á þessu. Páll segir enga vísbendingu um að gosinu sé að ljúka. „Það er mjög hættulegt að gera ráð fyrir því að þetta séu endalokin, en það er greinileg breyting á hegðun gossins. Það fer ekkert á milli mála.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Eldgosið minnti rækilega á sig með mögnuðu sjónarspili Menn voru farnir að spyrja sig í fyrrakvöld hvort eldgosið í Fagradalsfjalli væri í andarslitrunum. Þar sem þoka hamlaði skyggni að gígnum fékkst þó engin engin staðfesting í gær á því hvað væri í gangi fyrr en þokunni létti í gærkvöldi. 30. júní 2021 16:00 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira
Eldgosið minnti rækilega á sig með mögnuðu sjónarspili Menn voru farnir að spyrja sig í fyrrakvöld hvort eldgosið í Fagradalsfjalli væri í andarslitrunum. Þar sem þoka hamlaði skyggni að gígnum fékkst þó engin engin staðfesting í gær á því hvað væri í gangi fyrr en þokunni létti í gærkvöldi. 30. júní 2021 16:00