Veratti ber af þeim leikmönnum sem eru komnir í undanúrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2021 13:30 Marco Veratti í hvítri treyju Ítalíu. Matthias Hangst/Getty Images Ítalski miðjumaðurinn Marco Veratti hefur staðið sig hvað best af þeim leikmönnum sem eru komnir í undanúrslit Evrópumótsins í knattspyrnu. Allavega ef meðaleinkunn þeirra er skoðuð. Ítalski miðjumaðurinn hefur tekið þátt í þremur leikjum til þessa á mótinu og er með meðaleinkunn upp á 7,91. Tölfræðivefurinn WhoScored greinir alla leiki mótsins og gefur mönnum einkunn. Þar ber Veratti af en næst honum eru Harry Maguire, Jokam Mæhle og Sergio Busquets. Top rated player per #EURO2020 semi-finalist#ITA Marco Verratti - 7.97#ESP Sergio Busquets - 7.51#ENG Harry Maguire - 7.62#DEN Joakim Maehle - 7.52 pic.twitter.com/UB304iyEWi— WhoScored.com (@WhoScored) July 5, 2021 Veratti hóf mótið á varamannabekk Ítalíu enda meiddist hann skömmu fyrir mót. Kom hann ekki inn í liðið fyrr en í síðasta leik riðlakeppninnar þar sem Ítalía vann 1-0 sigur á Wales. Var hinn 28 ára gamli Veratti valinn maður leiksins með 8,6 í einkunn. Veratti byrjaði leik Ítalíu í 16-liða úrslitum þar sem Austurríki stóð sig betur en reiknað var með. Ítalía vann á endanum 2-1 í framlengdum leik og fékk Veratti 7,5 fyrir frammistöðu sína í leiknum. Hann bætti svo um betur í stórleik 8-liða úrslita þar sem Ítalía lagði Belgíu 2-1. Veratti fékk 7,8 í einkunn eftir að hafa lagt upp fyrra mark sinna manna og náð sér í gult spjald. Maguire í hvítri treyju Englands.EPA-EFE/Alessandra Tarantino Líkt og Veratti þá missti Harry Maguire af fyrstu tveimur leikjum mótsins. Maguire kom inn í byrjunarliðið – líkt og Veratti – í 1-0 sigri í lokaleik riðilsins [gegn Tékklandi]. Þar fékk hinn 28 ára gamli Maguire - jafnaldri Veratti - 7,3 í einkunn. Miðvörðurinn öflugi nældi sér í gult spjald sem og titilinn maður leiksins með 7,6 í einkunn í þægilegum 2-0 sigri á Þýskalandi í 16-liða úrslitum. Hann kórónaði mótið hjá sér með því að skora eitt af mörkum Englands í 4-0 sigri á Úkraínu í 8-liða úrslitum. Fékk hann 7,9 í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum. Mæhle í hvítri treyju Danmerkur.EPA-EFE/Peter Dejong Hinn 24 ára gamli Joakim Mæhle sker sig úr á listanum þar sem hann hefur komið við sögu í öllum leikjum Dana á mótinu. Erfitt er að dæma frammistöðu Mæhle í 0-1 tapi Danmerkur gegn Finnlandi. Fékk hann 6,7 í einkunn fyrir frammistöðuna í þeim leik. Mæhle fékk 6,9 í einkunn fyrir 1-2 tap Danmerkur gegn Belgíu. Eftir það hefur Mæhle - sem og allt danska liðið - sýnt allar sínar bestu hliðar. Hann skoraði fjórða markið í 4-1 sigri á Rússlandi og fékk 8,2 í einkunn er Danir tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum. Mæhle var aftur á skotskónum í 4-0 sigri á Wales í 16-liða úrslitum en það var hans besti leikur til þessa á mótinu. Fékk Mæhle 8,7 í einkunn fyrir frammistöðu sína. Hann skoraði ekki í 2-1 sigrinum á Tékklandi í 8-liða úrslitum en lagði upp annað mark Danmerkur sem sá á endanum til þess að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum. Mæhle fékk þó „aðeins“ 7,2 í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum. Sergio Busquets í hvítri treyju Spánar.EPA-EFE/David Ramos Sergio Busquets fylgir í fótspor Veratti og Maguire en hann missti af fyrstu tveimur leikjum mótsins. Hinn 32 ára gamli reynslubolti kom inn í lið Spánverja í leik sem varð að vinnast. Spánn gerði gott betur en það og pakkaði Slóvakíu saman, lokatölur 5-0 þar sem Busquets nældi sér í gult spjald og fékk 7,3 fyrir frammistöðu sína. Aftur var Busquets á miðri miðjunni er Spánn lagði Króatíu 5-3 í 16-liða úrslitum. Leikurinn var frábær skemmtun en framlengingu þurfti til að útkljá viðureignina. Busquets fékk 7,5 í einkunn fyrir sína frammistöðu, aðeins fremstu þrír leikmenn Spánverja fengu betri einkunn. Að lokum var Busquets á miðjunni er Spánn tryggði sér sæti í undanúrslitum mótsins. Fékk hann 7,0 í einkunn fyrir leikinn gegn Sviss sem lauk með 1-1 jafntefli, það er eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Spánverjar reyndust yfirvegaðri og tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit þó svo að Busquets hafi sett boltann í stöngina í fyrstu spyrnu Spánverja. Sergio Busquets mætir Marco Veratti í undanúrslitum en leikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum klukkan 19.00 annað kvöld. Leikurinn verður líkt og aðrir leikir mótsins í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Sjá meira
Ítalski miðjumaðurinn hefur tekið þátt í þremur leikjum til þessa á mótinu og er með meðaleinkunn upp á 7,91. Tölfræðivefurinn WhoScored greinir alla leiki mótsins og gefur mönnum einkunn. Þar ber Veratti af en næst honum eru Harry Maguire, Jokam Mæhle og Sergio Busquets. Top rated player per #EURO2020 semi-finalist#ITA Marco Verratti - 7.97#ESP Sergio Busquets - 7.51#ENG Harry Maguire - 7.62#DEN Joakim Maehle - 7.52 pic.twitter.com/UB304iyEWi— WhoScored.com (@WhoScored) July 5, 2021 Veratti hóf mótið á varamannabekk Ítalíu enda meiddist hann skömmu fyrir mót. Kom hann ekki inn í liðið fyrr en í síðasta leik riðlakeppninnar þar sem Ítalía vann 1-0 sigur á Wales. Var hinn 28 ára gamli Veratti valinn maður leiksins með 8,6 í einkunn. Veratti byrjaði leik Ítalíu í 16-liða úrslitum þar sem Austurríki stóð sig betur en reiknað var með. Ítalía vann á endanum 2-1 í framlengdum leik og fékk Veratti 7,5 fyrir frammistöðu sína í leiknum. Hann bætti svo um betur í stórleik 8-liða úrslita þar sem Ítalía lagði Belgíu 2-1. Veratti fékk 7,8 í einkunn eftir að hafa lagt upp fyrra mark sinna manna og náð sér í gult spjald. Maguire í hvítri treyju Englands.EPA-EFE/Alessandra Tarantino Líkt og Veratti þá missti Harry Maguire af fyrstu tveimur leikjum mótsins. Maguire kom inn í byrjunarliðið – líkt og Veratti – í 1-0 sigri í lokaleik riðilsins [gegn Tékklandi]. Þar fékk hinn 28 ára gamli Maguire - jafnaldri Veratti - 7,3 í einkunn. Miðvörðurinn öflugi nældi sér í gult spjald sem og titilinn maður leiksins með 7,6 í einkunn í þægilegum 2-0 sigri á Þýskalandi í 16-liða úrslitum. Hann kórónaði mótið hjá sér með því að skora eitt af mörkum Englands í 4-0 sigri á Úkraínu í 8-liða úrslitum. Fékk hann 7,9 í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum. Mæhle í hvítri treyju Danmerkur.EPA-EFE/Peter Dejong Hinn 24 ára gamli Joakim Mæhle sker sig úr á listanum þar sem hann hefur komið við sögu í öllum leikjum Dana á mótinu. Erfitt er að dæma frammistöðu Mæhle í 0-1 tapi Danmerkur gegn Finnlandi. Fékk hann 6,7 í einkunn fyrir frammistöðuna í þeim leik. Mæhle fékk 6,9 í einkunn fyrir 1-2 tap Danmerkur gegn Belgíu. Eftir það hefur Mæhle - sem og allt danska liðið - sýnt allar sínar bestu hliðar. Hann skoraði fjórða markið í 4-1 sigri á Rússlandi og fékk 8,2 í einkunn er Danir tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum. Mæhle var aftur á skotskónum í 4-0 sigri á Wales í 16-liða úrslitum en það var hans besti leikur til þessa á mótinu. Fékk Mæhle 8,7 í einkunn fyrir frammistöðu sína. Hann skoraði ekki í 2-1 sigrinum á Tékklandi í 8-liða úrslitum en lagði upp annað mark Danmerkur sem sá á endanum til þess að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum. Mæhle fékk þó „aðeins“ 7,2 í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum. Sergio Busquets í hvítri treyju Spánar.EPA-EFE/David Ramos Sergio Busquets fylgir í fótspor Veratti og Maguire en hann missti af fyrstu tveimur leikjum mótsins. Hinn 32 ára gamli reynslubolti kom inn í lið Spánverja í leik sem varð að vinnast. Spánn gerði gott betur en það og pakkaði Slóvakíu saman, lokatölur 5-0 þar sem Busquets nældi sér í gult spjald og fékk 7,3 fyrir frammistöðu sína. Aftur var Busquets á miðri miðjunni er Spánn lagði Króatíu 5-3 í 16-liða úrslitum. Leikurinn var frábær skemmtun en framlengingu þurfti til að útkljá viðureignina. Busquets fékk 7,5 í einkunn fyrir sína frammistöðu, aðeins fremstu þrír leikmenn Spánverja fengu betri einkunn. Að lokum var Busquets á miðjunni er Spánn tryggði sér sæti í undanúrslitum mótsins. Fékk hann 7,0 í einkunn fyrir leikinn gegn Sviss sem lauk með 1-1 jafntefli, það er eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Spánverjar reyndust yfirvegaðri og tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit þó svo að Busquets hafi sett boltann í stöngina í fyrstu spyrnu Spánverja. Sergio Busquets mætir Marco Veratti í undanúrslitum en leikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum klukkan 19.00 annað kvöld. Leikurinn verður líkt og aðrir leikir mótsins í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Sjá meira