Átján ára spútnikstjarna Wimbledon mótsins varð að hætta keppni vegna öndunarerfiðleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2021 10:30 Hin unga Emma Raducanu lenti í erfiðleikum í miðjum leik og varð að hætta keppni. Getty/Julian Finney/ Wimbledon ævintýri Emmu Raducanu endaði í gær á leiðinlegan hátt þegar hún varð að hætta keppni í leik sínum á móti Ajlu Tomljanovic í fjórðu umferð risamótsins í tennis. Raducanu gat ekki haldið áfram vegna þess að hún átti erfitt með að anda en það kom fram í opinberri tilkynningu forráðamanna mótsins. Það fór ekki framhjá neinum í öðru setti leiksins að Raducanu leið ekki vel. Hún greip margoft um kviðinn og virtist glíma við umrædda öndunarerfiðleika. Emma Raducanu left the court to receive further treatment, but it was soon announced she would not be returning.We hope she's ok #bbctennis #Wimbledon— BBC Sport (@BBCSport) July 5, 2021 Raducanu var bara í 338. sæti heimslistans fyrir mótið en hafði slegið út tvo mótherja á topp fimmtíu á leið sinni í keppninni. Það eru margir tennisáhugamenn spenntir fyrir framtíðinni hjá þessari ungu tenniskonu og því var þessi endir í gær mikil vonbrigði. Ástralinn Ajla Tomljanovic er því komin áfram í átta manna úrslit þar sem hún mætir Ashleigh Barty. Wimbledon 2021: 18-year-old Emma Raducanu retires from fourth round match https://t.co/MDRyh8thJ3— The Guardian (@guardian) July 5, 2021 Tomljanovic vann fyrsta settið 6-4 og var 3-0 yfir í öðru settinu þegar Emma Raducanu þurfti að yfirgefa völlinn. Seinna var tilkynnt að hún myndi ekki snúa aftur í leikinn og Tomljanovic var þar með komin áfram. „Ég finn til með henni og vildi óska að við hefðum getað klárað leikinn. Ég óska henni alls hins besta,“ sagði Ajla Tomljanovic eftir leik. The moment @EmmaRaducanu became the youngest British woman to reach the fourth round at #Wimbledon in the Open era pic.twitter.com/SUxODx6VIo— Wimbledon (@Wimbledon) July 3, 2021 Hin átján ára gamla Raducanu varð yngsta breska tenniskonan til að komast svo langt á Wimbledon risamótinu í nútíma tennis. Hún var eina heimakonan sem var eftir í keppninni. Í hinum leikjum átta manna úrslitinna í einliðaleik kvenna á Wimbledon mótinu mætast Karolína Muchová og Angelique Kerber, Karolína Plíšková og Viktorija Golubic og svo að síðast en ekki síst Ons Jabeur og Aryna Sabalenka. Tennis Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Parham leiðir fyrir lokaumferðina Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Þetta var manndrápstilraun“ Dagskráin í dag: Besta deild kvenna rúllar af stað, Meistaradeild Evrópu, NBA og margt fleira „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira
Raducanu gat ekki haldið áfram vegna þess að hún átti erfitt með að anda en það kom fram í opinberri tilkynningu forráðamanna mótsins. Það fór ekki framhjá neinum í öðru setti leiksins að Raducanu leið ekki vel. Hún greip margoft um kviðinn og virtist glíma við umrædda öndunarerfiðleika. Emma Raducanu left the court to receive further treatment, but it was soon announced she would not be returning.We hope she's ok #bbctennis #Wimbledon— BBC Sport (@BBCSport) July 5, 2021 Raducanu var bara í 338. sæti heimslistans fyrir mótið en hafði slegið út tvo mótherja á topp fimmtíu á leið sinni í keppninni. Það eru margir tennisáhugamenn spenntir fyrir framtíðinni hjá þessari ungu tenniskonu og því var þessi endir í gær mikil vonbrigði. Ástralinn Ajla Tomljanovic er því komin áfram í átta manna úrslit þar sem hún mætir Ashleigh Barty. Wimbledon 2021: 18-year-old Emma Raducanu retires from fourth round match https://t.co/MDRyh8thJ3— The Guardian (@guardian) July 5, 2021 Tomljanovic vann fyrsta settið 6-4 og var 3-0 yfir í öðru settinu þegar Emma Raducanu þurfti að yfirgefa völlinn. Seinna var tilkynnt að hún myndi ekki snúa aftur í leikinn og Tomljanovic var þar með komin áfram. „Ég finn til með henni og vildi óska að við hefðum getað klárað leikinn. Ég óska henni alls hins besta,“ sagði Ajla Tomljanovic eftir leik. The moment @EmmaRaducanu became the youngest British woman to reach the fourth round at #Wimbledon in the Open era pic.twitter.com/SUxODx6VIo— Wimbledon (@Wimbledon) July 3, 2021 Hin átján ára gamla Raducanu varð yngsta breska tenniskonan til að komast svo langt á Wimbledon risamótinu í nútíma tennis. Hún var eina heimakonan sem var eftir í keppninni. Í hinum leikjum átta manna úrslitinna í einliðaleik kvenna á Wimbledon mótinu mætast Karolína Muchová og Angelique Kerber, Karolína Plíšková og Viktorija Golubic og svo að síðast en ekki síst Ons Jabeur og Aryna Sabalenka.
Tennis Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Parham leiðir fyrir lokaumferðina Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Þetta var manndrápstilraun“ Dagskráin í dag: Besta deild kvenna rúllar af stað, Meistaradeild Evrópu, NBA og margt fleira „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira