Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2021 10:06 Jovenel Moise, forseti Haítí. Getty/Riccardo Savi Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi. Ástand hennar liggur ekki fyrir. Haítíski miðillinn Juno7, vísar í tilkynningu frá Claude Joseph, starfandi forsætisráðherra landsins, þar sem dauðsfall forsetans er tilkynnt. Í þeirri tilkynningu segir að einhverjir árásarmannanna hafi talað spænsku og er árásin fordæmd harðlega. Joseph kallar eftir ró meðal íbúa Haítí og segir lögregluna og herinn vera með stjórn á ástandinu. Moise, sem var 53 ára gamall, skipaði í gær nýjan mann í embætti forsætisráðherra en Joseph hefur verið starfandi forsætisráðherra í rúma tvo mánuði. Síðasti forsætisráðherra Haítí sat í embætti í minna en þrjá mánuði. Sá nýji heitir Ariel Henry og er sjöundi forsætisráðherrann sem Moise skipaði frá því hann tók við völdum árið 2017. AFP fréttaveitan segir Joseph halda því fram að hann stjórni nú Haítí. Blaðamaður Le Nouvelliste hefur eftir Josehp að forsetinn hafi verið myrtur af „sérsveitarmönnum“ með tengsl við erlend ríki. Le Premier ministre Claude Joseph confirme officiellement sur Caraïbes FM l'assassinat du président Jovenel Moïse tôt ce matin. Selon lui, l'attaque a été menée par un commando composé d'éléments étrangers. Blessée, Martine Moïse est à l'hôpital. Le PM appelle au calme #Haiti— Robenson Geffrard (@robbygeff) July 7, 2021 Forsetinn er ekki óumdeildur og hefur verið sakaður um ólýðræðislega tilburði í ríki sem er ekki ókunnugt einræðisherrum. Lýðræði hefur lengi átt undir högg að sækja í Haítí. Meðal annars hefur Moise reynt að staðfesta nýja stjórnarskrá Haítí og hefur sú vinna verið gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu, samkvæmt frétt Al Jazeera. Meðal þeirra breytinga sem Moise vildi koma á var að ekki væri hægt að sækja forseta til saka fyrir meint brot á kjörtímabili hans. Þá hefur Haíti orðið fyrir öldu ofbeldis og glæpa á undanförnum mánuðum. Eins og bent er á í frétt France24 er Haítí eitt fátækasta ríkið í Ameríku. Moise hefur verið sakaður um að hunsa vandamál íbúa og ríkisins og er ekki sagður hafa notið mikils trausts þeirra. Í febrúar hafði stjórnarandstaðan sagt að kjörtímabili Moise væri lokið. Hann sagði svo ekki vera og neitaði að stíga til hliðar. Hann sagðist eiga eitt ár inni, þar sem embætistöku hans hefði verið seinkað. Þá kom til umfangsmikilla mótmæla í Haítí. Í kjölfar þeirra voru 23 handteknir og þar á meðal dómari og háttsettur lögreglumaður sem Moise sakaði um að hafa ætlað að myrða sig, samkvæmt frétt New York Times. Haítí Andlát Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Ástand hennar liggur ekki fyrir. Haítíski miðillinn Juno7, vísar í tilkynningu frá Claude Joseph, starfandi forsætisráðherra landsins, þar sem dauðsfall forsetans er tilkynnt. Í þeirri tilkynningu segir að einhverjir árásarmannanna hafi talað spænsku og er árásin fordæmd harðlega. Joseph kallar eftir ró meðal íbúa Haítí og segir lögregluna og herinn vera með stjórn á ástandinu. Moise, sem var 53 ára gamall, skipaði í gær nýjan mann í embætti forsætisráðherra en Joseph hefur verið starfandi forsætisráðherra í rúma tvo mánuði. Síðasti forsætisráðherra Haítí sat í embætti í minna en þrjá mánuði. Sá nýji heitir Ariel Henry og er sjöundi forsætisráðherrann sem Moise skipaði frá því hann tók við völdum árið 2017. AFP fréttaveitan segir Joseph halda því fram að hann stjórni nú Haítí. Blaðamaður Le Nouvelliste hefur eftir Josehp að forsetinn hafi verið myrtur af „sérsveitarmönnum“ með tengsl við erlend ríki. Le Premier ministre Claude Joseph confirme officiellement sur Caraïbes FM l'assassinat du président Jovenel Moïse tôt ce matin. Selon lui, l'attaque a été menée par un commando composé d'éléments étrangers. Blessée, Martine Moïse est à l'hôpital. Le PM appelle au calme #Haiti— Robenson Geffrard (@robbygeff) July 7, 2021 Forsetinn er ekki óumdeildur og hefur verið sakaður um ólýðræðislega tilburði í ríki sem er ekki ókunnugt einræðisherrum. Lýðræði hefur lengi átt undir högg að sækja í Haítí. Meðal annars hefur Moise reynt að staðfesta nýja stjórnarskrá Haítí og hefur sú vinna verið gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu, samkvæmt frétt Al Jazeera. Meðal þeirra breytinga sem Moise vildi koma á var að ekki væri hægt að sækja forseta til saka fyrir meint brot á kjörtímabili hans. Þá hefur Haíti orðið fyrir öldu ofbeldis og glæpa á undanförnum mánuðum. Eins og bent er á í frétt France24 er Haítí eitt fátækasta ríkið í Ameríku. Moise hefur verið sakaður um að hunsa vandamál íbúa og ríkisins og er ekki sagður hafa notið mikils trausts þeirra. Í febrúar hafði stjórnarandstaðan sagt að kjörtímabili Moise væri lokið. Hann sagði svo ekki vera og neitaði að stíga til hliðar. Hann sagðist eiga eitt ár inni, þar sem embætistöku hans hefði verið seinkað. Þá kom til umfangsmikilla mótmæla í Haítí. Í kjölfar þeirra voru 23 handteknir og þar á meðal dómari og háttsettur lögreglumaður sem Moise sakaði um að hafa ætlað að myrða sig, samkvæmt frétt New York Times.
Haítí Andlát Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira