Fótbolti

Sænsk lands­liðs­kona til Barcelona

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ingrid Engen og Fridolina Rolfoe voru samherjar hjá Wolfsburg á síðustu leiktíð og verða það áfram í vetur. Að þessu sinni hjá Barcelona.
Ingrid Engen og Fridolina Rolfoe voru samherjar hjá Wolfsburg á síðustu leiktíð og verða það áfram í vetur. Að þessu sinni hjá Barcelona. Alex Gottschalk/Getty Images

Evrópu- og Spánarmeistarar Barcelona hafa samið við hina sænsku Fridolina Rolfö. Semur hún til tveggja ára. Kemur hún frá Wolfsburg líkt og hin norska Ingrid Engen sem samdi við Barcelona í gær.

Fridolina er þaulreyndur framherji sem hefur leikið með Wolfsburg frá 2019. Hin 27 ára gamla Rolfö lék með Tölö, Jitex og Linköpings í heimalandinu áður en söðlaði um og fór til Þýskalands.

Fyrst samdi hún við Bayern München og þaðan fór hún til Wolfsburg þar sem hún lék með Engen. Þær verða nú samherjar á nýjan leik í Katalóníu.

Framherjinn öflugi á að baki 49 A-landsleiki fyrir Svíþjóð og hefur skorað í þeim 14 mörk. Var hún í liðinu sem nældi í silfur á Ólympíuleikunum 2016 og brons á HM 2019.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×