Ólympíuleikarnir sem fram fara í Tókýó í Japan áttu upphaflega að fara fram sumarið 2020 en var frestað þangað til í ár vegna kórónufaraldursins.
Mikil óvissa hefur ríkt í kringum leikana þar sem kórónuveiran er hvergi nærri horfin á braut í Japan.
Fyrr í dag var lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna veirunnar. „Ákvörðunin þýðir að japönsk yfirvöld fái auknar heimildir til að stjórna aðsókn áhorfenda að leikunum og kann svo að fara að einhverjar keppnir muni jafnvel fara fram án áhorfenda,“ sagði í frétt Vísis um leikinn en nú er hefur verið staðfest að engir áhorfendur verði leyfðir.
Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí og standa yfir til 8. ágúst. Ísland á fjóra keppendur á leikunum: Anton Sveinn McKee, Guðni Valur Guðnason, Ásgeir Sigurgeirsson og Snæfríður Sól Jórunnardóttir.