Erlent

Ekkja forsetans lýsir atburðarásinni í fyrsta sinn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Martine Moise ekkja Jovenel Moise forseta Haítí ásamt Letiziu Spánardrottningu árið 2018.
Martine Moise ekkja Jovenel Moise forseta Haítí ásamt Letiziu Spánardrottningu árið 2018. Vísir/getty

Martine Moise, ekkja Jovenel Moise forseta Haítí, segir vígamenn hafa látið byssukúlum rigna yfir mann sinn á miðvikudagsmorgun og hann legið sundurskotinn í valnum.

Forsetinn lést af sárum sínum þegar hópur manna réðst inn á heimili hjónanna í höfuðborginni Port au Prince. Martine, sem særðist einnig í árásinni, lýsti atburðarásinni í fyrsta sinn á hljóðupptöku sem hún birti á Twitter-reikningi sínum í gær. 

Hún lýsir því að atvik hafi verið svo hröð að maður hennar hafi ekki náð að koma upp einu einasta orði áður en hann var myrtur. Þá leiðir hún að því líkum að forsetinn hafi verið myrtur af pólitískum ástæðum, einkum vegna stjórnarskrárbreytinga sem hann hugðist koma á - sem hefðu veitt honum frekari völd. Martine heitir því loks að halda starfi manns síns heitins áfram. 

Lögregla á Haítí hefur gefið út að 28 manna hópur erlendra málaliða hafi staðið að morðinu á forsetanum.


Tengdar fréttir

Bandaríkin og SÞ verða ekki við beiðni Haítí um hermenn

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur hafnað beiðni ráðandi fylkinga á Haítí um að senda hermenn til ríkisins. Starfandi ríkisstjórn Haítí hefur einnig beðið Sameinuðu þjóðirnar um að senda þeim hermenn til aðstoðar eftir að Jovenel Moise, forseti landsins, var skotinn til bana á heimili sínu í vikunni af hópi málaliða frá Kólumbíu.

Handtóku banamenn forsetans í sendiráði Taívan

Lögregluyfirvöld á Haíti segjast hafa handtekið sautján málaliða sem tóku þátt í árásinni á forseta landsins á miðvikudag. Forsetinn, Jovenel Moise var skotinn til bana þegar hópur þungvopnaðra manna réðst á heimili hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×