Gat ekki hafnað tilboði Montpellier Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2021 11:45 Ólafur Guðmundsson, fyrirliði IFK Kristianstad, hefur samið við Montpellier í Frakklandi. Kristianstad Ólafur Guðmundsson hefur ákveðið að söðla um en hann samdi við franska handknattleiksfélagið Montpellier á dögunum. Hann yfirgefur Kristianstad eftir langa dvöl og ljóst er að Óli er - og verður alltaf - í miklum metum þar á bæ. Íslenski landsliðsmaðurinn, og FH-ingurinn, Ólafur Guðmundsson samdi nýverið við Montpellier til tveggja ára. Hann yfirgefur sænska félagið Kristianstad sem goðsögn en níu ár eru síðan hann samdi fyrst við félagið. Kristianstad birti í dag tilfinningaþrungið viðtal við Óla - eins og hann er oftast nær kallaður í Svíþjóð virðist vera - þar sem honum er þakkað fyrir góð störf og óskað velfarnaðar í framtíðinni. Sumarið 2012 samdi Ólafur við IFK Kristianstad. Tveimur árum síðar, 2014, fór hann til Hannover í Þýskalandi en sneri aftur ári síðar og hefur leikið með Kristianstad frá árinu 2015. Varð hann þrívegis sænskur meistari með liðinu. „Þetta er gríðarlegur missir fyrir okkur sem erum með stórt IFK hjarta. Við áttum mörg löng samtöl og erum ánægð fyrir hönd Óla þar sem þetta er það sem hann vill. Við óskum honum alls hins besta í framtíðinni. Við erum að leita að leikmanni í hans stað en vitum að það verður erfitt að finna leikmann í sama gæðaflokki,“ sagði Jesper Larsson, íþróttastjóri Kristianstad, um vistaskipti Ólafs sem hefur verið fyrirliði félagsins undanfarin misseri. Ólafur í leik með Kristianstad.Florian Pohl/Getty Images Þó hinn 31 árs gamli Ólafur hafi verið samningsbundinn þá vildi félagið ekki standa í vegi fyrir félagaskiptunum. Ólafur er félaginu þakklátur. „Þetta hefur gengið hratt fyrir sig. Þetta var mjög erfið ákvörðun, ég hef fengið fjölda tilboða síðan ég gekk í raðir Kristianstad en alltaf neitað og sé ekki eftir því. Að þessu sinni var þó erfitt að segja nei.“ „Montpellier er stórt félag með góðan þjálfara sem hefur verið hjá félaginu lengi vel. Félagið hefur unnið Meistaradeild Evrópu og er eitt af tíu bestu liðum í heimi,“ sagði Ólafur en Montpellier endaði í 2. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. „Ný áskorun bíður og þó ég verði í öðru hlutverki en ég hef verið í hjá IFK þá er þetta alger draumur. Það verður erfitt en mjög spennandi að fara í nýtt umhverfi og nýja menningu.“ Tack för allt Olafur Oli kommer att lämna Kristianstad för den franska rivieran då han kommit överens med ett 2-årskontrakt med toppklubben Montpellier.Läs mer https://t.co/9Y0amVkUdN pic.twitter.com/r3Mxqvqd2t— IFK Kristianstad (@IFKKristianstad) July 12, 2021 „Ég vil þakka öllum sem hafa komið að ferð minni hjá Kristianstad í gegnum árin. Liðsfélagar, fólkið á skrifstofunni, samstarfsaðilar, styrktaraðilar, Södra Kurvan og öll ykkar sem hafa gert þennan tíma ógleymanlegan. Það er fólkið bakvið tjöldin sem gerir IFK að því sem það er. Ég er einnig mjög þakklátur fyrir það tækifæri sem félagið gaf mér,“ sagði Ólafur við að endingu. Ólafur hóf feril sinn með FH hér á landi áður en hann hélt til Danmerkur þar sem hann lék með Nordsjælland og AG Kaupmannahöfn. Þaðan lá leiðin til Svíþjóðar með stuttu stoppi í Þýskalandi og nú Frakklands. Sænski handboltinn Franski handboltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn, og FH-ingurinn, Ólafur Guðmundsson samdi nýverið við Montpellier til tveggja ára. Hann yfirgefur sænska félagið Kristianstad sem goðsögn en níu ár eru síðan hann samdi fyrst við félagið. Kristianstad birti í dag tilfinningaþrungið viðtal við Óla - eins og hann er oftast nær kallaður í Svíþjóð virðist vera - þar sem honum er þakkað fyrir góð störf og óskað velfarnaðar í framtíðinni. Sumarið 2012 samdi Ólafur við IFK Kristianstad. Tveimur árum síðar, 2014, fór hann til Hannover í Þýskalandi en sneri aftur ári síðar og hefur leikið með Kristianstad frá árinu 2015. Varð hann þrívegis sænskur meistari með liðinu. „Þetta er gríðarlegur missir fyrir okkur sem erum með stórt IFK hjarta. Við áttum mörg löng samtöl og erum ánægð fyrir hönd Óla þar sem þetta er það sem hann vill. Við óskum honum alls hins besta í framtíðinni. Við erum að leita að leikmanni í hans stað en vitum að það verður erfitt að finna leikmann í sama gæðaflokki,“ sagði Jesper Larsson, íþróttastjóri Kristianstad, um vistaskipti Ólafs sem hefur verið fyrirliði félagsins undanfarin misseri. Ólafur í leik með Kristianstad.Florian Pohl/Getty Images Þó hinn 31 árs gamli Ólafur hafi verið samningsbundinn þá vildi félagið ekki standa í vegi fyrir félagaskiptunum. Ólafur er félaginu þakklátur. „Þetta hefur gengið hratt fyrir sig. Þetta var mjög erfið ákvörðun, ég hef fengið fjölda tilboða síðan ég gekk í raðir Kristianstad en alltaf neitað og sé ekki eftir því. Að þessu sinni var þó erfitt að segja nei.“ „Montpellier er stórt félag með góðan þjálfara sem hefur verið hjá félaginu lengi vel. Félagið hefur unnið Meistaradeild Evrópu og er eitt af tíu bestu liðum í heimi,“ sagði Ólafur en Montpellier endaði í 2. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. „Ný áskorun bíður og þó ég verði í öðru hlutverki en ég hef verið í hjá IFK þá er þetta alger draumur. Það verður erfitt en mjög spennandi að fara í nýtt umhverfi og nýja menningu.“ Tack för allt Olafur Oli kommer att lämna Kristianstad för den franska rivieran då han kommit överens med ett 2-årskontrakt med toppklubben Montpellier.Läs mer https://t.co/9Y0amVkUdN pic.twitter.com/r3Mxqvqd2t— IFK Kristianstad (@IFKKristianstad) July 12, 2021 „Ég vil þakka öllum sem hafa komið að ferð minni hjá Kristianstad í gegnum árin. Liðsfélagar, fólkið á skrifstofunni, samstarfsaðilar, styrktaraðilar, Södra Kurvan og öll ykkar sem hafa gert þennan tíma ógleymanlegan. Það er fólkið bakvið tjöldin sem gerir IFK að því sem það er. Ég er einnig mjög þakklátur fyrir það tækifæri sem félagið gaf mér,“ sagði Ólafur við að endingu. Ólafur hóf feril sinn með FH hér á landi áður en hann hélt til Danmerkur þar sem hann lék með Nordsjælland og AG Kaupmannahöfn. Þaðan lá leiðin til Svíþjóðar með stuttu stoppi í Þýskalandi og nú Frakklands.
Sænski handboltinn Franski handboltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira