Auglýsing fyrir bólusetningu vekur hörð viðbrögð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júlí 2021 13:00 Skjáskot úr auglýsingunni, sem mörgum þykir nokkuð gróf. Stjórnvöld segja það hafa verið ætlunina að hafa auglýsinguna grófa. Twitter Áströlsk auglýsing sem ætlað var að hvetja fólk til þess að skrá sig í bólusetningu hefur vakið hörð viðbrögð í áströlsku samfélagi. Mörgum hefur þótt auglýsingin vera sett fram sem hræðsluáróður og þá hefur tímasetning hennar verið gagnrýnd, með tilliti til framgangs bólusetningarátaksins í landinu, sem gengur hægt. Í auglýsingunni, sem send er út í nafni ástralskra stjórnvalda, sést kona í öndunarvél berjast um og eiga erfitt með andardrátt. Í texta sem fylgir segir: „Covid-19 getur haft áhrif á hvern sem er. Haltu þig heima. Farðu í sýnatöku. Bókaðu bólusetningu.“ WARNING: Here is the GRAPHIC Australian Government #COVID19 ad to run in Sydney. #COVID19nsw pic.twitter.com/6IXgBy7miw— Karen Barlow (@KJBar) July 11, 2021 Mörgum hefur þótt framsetningin nokkuð gróf, en einnig ósanngjörn, þar sem fólk undir fertugu í Ástralíu getur almennt ekki átt von á því að komast í bólusetningu fyrr en undir lok þessa árs. Því sé takmörkuð hjálp í því að hvetja þann aldurshóp til að mæta í bólusetningu, í það minnsta eins og er. Þannig segir sjónvarpsmaðurinn Hugh Riminton að það sé „fullkomlega móðgandi“ að birta auglýsingu sem þessa, þar sem margir Ástralar á sama aldri og konan í auglýsingunni bíði þess enn að fá „andskotans bólusetninguna sína.“ Completely offensive to run an ad like this when Australians in this age group are still waiting for their bloody vaccinations. https://t.co/4xF5hZAkqp— Hugh Riminton (@hughriminton) July 11, 2021 Sem stendur er auglýsingin aðeins í sýningu í borginni Sydney, hvar útbreiðsla Delta-afbrigðis kórónuveirunnar er mikil og gripið hefur verið til harðra aðgerða vegna þess. Auglýsingin eigi að vera gróf Ríkisstjórn Ástralíu hefur varið birtingu auglýsingarinnar, og segir Paul Kelly, yfirmaður heilbrigðismála í landinu, að auglýsingin hafi átt að vera sláandi. Markmiðið hafi verið að koma þeim skilaboðum til fólks að það þyrfti að halda sig heima, mæta í sýnatöku og bóka tíma í bólusetningu. „Við gerðum þetta vegna ástandsins í Sydney.“ Hægt hefur gengið að bólusetja ástralskan almenning, og hafa stjórnvöld verið harðlega gagnrýnd fyrir seinaganginn. Bólusetningar hófust í febrúar en aðeins um tíu prósent af íbúum landsins hafa verið fullbólusett. Þá stöðu sem uppi er í landinu má meðal annars rekja til þess að lítið hefur borist af bóluefni Pfizer til landsins, auk óvissu sem uppi er hjá almenningi um bóluefni AstraZeneca, sem heilbrigðisyfirvöld hafa aukið á með óskýrum skilaboðum til almennings um virkni og öryggi bóluefnisins. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Tilfellum fjölgar enn þrátt fyrir útgöngubann Þrátt fyrir að útgöngubann hafi verið í gildi í Sydney í Ástralíu í tvær vikur vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar halda tilfellinn áfram að hrannast upp og í gær voru fleiri greindir smitaðir á einum sólarhring en í fjórtán mánuði þar á undan. 8. júlí 2021 07:11 Framlengja útgöngubann í Sydney Yfirvöld í Nýju-Suður Wales í Ástralíu hafa ákveðið að framlengja útgöngubann í stórborginni Sydney um viku til viðbótar, eða til 16. júlí. Útgöngubanninu var komið á fyrir rúmum tveimur vikum í tilraun til að hefta útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar. 7. júlí 2021 07:43 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Í auglýsingunni, sem send er út í nafni ástralskra stjórnvalda, sést kona í öndunarvél berjast um og eiga erfitt með andardrátt. Í texta sem fylgir segir: „Covid-19 getur haft áhrif á hvern sem er. Haltu þig heima. Farðu í sýnatöku. Bókaðu bólusetningu.“ WARNING: Here is the GRAPHIC Australian Government #COVID19 ad to run in Sydney. #COVID19nsw pic.twitter.com/6IXgBy7miw— Karen Barlow (@KJBar) July 11, 2021 Mörgum hefur þótt framsetningin nokkuð gróf, en einnig ósanngjörn, þar sem fólk undir fertugu í Ástralíu getur almennt ekki átt von á því að komast í bólusetningu fyrr en undir lok þessa árs. Því sé takmörkuð hjálp í því að hvetja þann aldurshóp til að mæta í bólusetningu, í það minnsta eins og er. Þannig segir sjónvarpsmaðurinn Hugh Riminton að það sé „fullkomlega móðgandi“ að birta auglýsingu sem þessa, þar sem margir Ástralar á sama aldri og konan í auglýsingunni bíði þess enn að fá „andskotans bólusetninguna sína.“ Completely offensive to run an ad like this when Australians in this age group are still waiting for their bloody vaccinations. https://t.co/4xF5hZAkqp— Hugh Riminton (@hughriminton) July 11, 2021 Sem stendur er auglýsingin aðeins í sýningu í borginni Sydney, hvar útbreiðsla Delta-afbrigðis kórónuveirunnar er mikil og gripið hefur verið til harðra aðgerða vegna þess. Auglýsingin eigi að vera gróf Ríkisstjórn Ástralíu hefur varið birtingu auglýsingarinnar, og segir Paul Kelly, yfirmaður heilbrigðismála í landinu, að auglýsingin hafi átt að vera sláandi. Markmiðið hafi verið að koma þeim skilaboðum til fólks að það þyrfti að halda sig heima, mæta í sýnatöku og bóka tíma í bólusetningu. „Við gerðum þetta vegna ástandsins í Sydney.“ Hægt hefur gengið að bólusetja ástralskan almenning, og hafa stjórnvöld verið harðlega gagnrýnd fyrir seinaganginn. Bólusetningar hófust í febrúar en aðeins um tíu prósent af íbúum landsins hafa verið fullbólusett. Þá stöðu sem uppi er í landinu má meðal annars rekja til þess að lítið hefur borist af bóluefni Pfizer til landsins, auk óvissu sem uppi er hjá almenningi um bóluefni AstraZeneca, sem heilbrigðisyfirvöld hafa aukið á með óskýrum skilaboðum til almennings um virkni og öryggi bóluefnisins.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Tilfellum fjölgar enn þrátt fyrir útgöngubann Þrátt fyrir að útgöngubann hafi verið í gildi í Sydney í Ástralíu í tvær vikur vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar halda tilfellinn áfram að hrannast upp og í gær voru fleiri greindir smitaðir á einum sólarhring en í fjórtán mánuði þar á undan. 8. júlí 2021 07:11 Framlengja útgöngubann í Sydney Yfirvöld í Nýju-Suður Wales í Ástralíu hafa ákveðið að framlengja útgöngubann í stórborginni Sydney um viku til viðbótar, eða til 16. júlí. Útgöngubanninu var komið á fyrir rúmum tveimur vikum í tilraun til að hefta útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar. 7. júlí 2021 07:43 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Tilfellum fjölgar enn þrátt fyrir útgöngubann Þrátt fyrir að útgöngubann hafi verið í gildi í Sydney í Ástralíu í tvær vikur vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar halda tilfellinn áfram að hrannast upp og í gær voru fleiri greindir smitaðir á einum sólarhring en í fjórtán mánuði þar á undan. 8. júlí 2021 07:11
Framlengja útgöngubann í Sydney Yfirvöld í Nýju-Suður Wales í Ástralíu hafa ákveðið að framlengja útgöngubann í stórborginni Sydney um viku til viðbótar, eða til 16. júlí. Útgöngubanninu var komið á fyrir rúmum tveimur vikum í tilraun til að hefta útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar. 7. júlí 2021 07:43