Vandræði Man Utd meiri en við fyrstu sýn: Leikmenn íhuguðu að fara í verkfall Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2021 13:01 Kirsty Smith, leikmaður Manchester United og skoska landsliðsins. Lewis Storey/Getty Images Það gengur allt á afturfótunum hjá kvennaliði Manchester United. Félagið er enn án þjálfara og leikmenn liðsins voru í fúlustu alvöru að íhuga verkfall nú þegar undirbúningur fyrir næstu leiktíð er að fara á fullt. Vísir greindi frá því nýverið að mikill glundroði ríki hjá félaginu. Leikmenn eru pirraðir hversu lengi það tekur að finna arftaka Casey Stoney ásamt því að þeir eru ósáttir með metnaðarleysi á leikmannamarkaðnum sem og með æfingaaðstöðu liðsins. Nýjustu upplýsingar The Athletic staðfesta að pirringurinn hefur verið að gerjast í dágóða stund. Stoney íhugaði að segja starfi sínu lausu rúmum tveimur mánuðum áður en hún lét verða af því í mars á þessu ári. Ræddi hún meðal annars við Ed Woodward um málið en hann sagði starfi sínu lausu skömmu síðar eftir afhroðið sem Ofurdeild Evrópu var. Leikmenn íhuguðu að fara í verkfall til að vekja stjórnarmeðlimi félagsins af værum blundi. Þær telja aðstöðu sína á Carrington, æfingasvæði félagsins, ekki boðlega þar sem þær geta ekki skipt um föt né farið í sturtu á svæðinu. Einnig er völlurinn sem liðið æfir á ekki í sama gæðaflokki og aðrir vellir á svæðinu. Hann er illa drenaðru sem þýðir að hann verður þungur og erfitt er að æfa þar þegar hin víðsfræga Manchester-rigning lætur sjá sig. Þó forráðamenn kvennaliðsins segja þjálfaraleit vera í fullum gangi og að leikmenn verði sóttir í kjölfarið þá hefur Glazer fjölskyldan, eigendur Manchester United, aldrei haft mikinn áhuga á kvennaliði félagsins. Var kvennaliðið til að mynda lagt niður er fjölskyldan keypti Man Utd árið 2005. John Murtough tells @TheAthleticUK: Our commitment to #mufc women is total & we have ambitious plans in place that will help us to continue to be leaders and pioneers in the game. #mufc sources insist coach close & recruitment will be aggressive https://t.co/tDj7V0YPaA— Adam Crafton (@AdamCrafton_) July 10, 2021 „Það var aldrei í áætlunum okkar að taka þátt í kvennaknattspyrnu á hæsta stigi,“ sagði í yfirlýsingu fjölskyldunnar á sínum tíma. Árið 2018 sá hún að sér og setti lið á laggirnar. Casey Stone var ráðin sem þjálfari og virðist sem hæfileikar hennar innan vallar sem utan hafi verið aðalástæða þess að liðið flaug upp í úrvalsdeildina og endaði svo í 4. sæti á eftir stórliðum Chelsea, Manchester City og Arsenal. Stoney gafst þó upp á að reyna búa til kjúklingasalat úr kjúklingaskít og sagði upp. Nú er ljóst að hver sem tekur við mun eiga í stökustu vandræðum að ógna toppliðum deildarinnar nema mikið breytist. Félagið hefur misst sína sterkustu leikmenn og nýr þjálfari þarf að byrja á því að sannfæra Lauren James – eina efnilegustu knattspyrnukonu Englands – að vera áfram í herbúðum liðsins en hún er orðuð við Chelsea annan hvern dag. Þá þarf að styrkja leikmannahópinn til muna en kvennalið Manchester United hefur ekki fjárfest í leikmanni í aðallið sitt síðan félagið samdi við Maríu Þórisdóttur þann 22. janúar síðastliðinn. Úrvalsdeild kvenna á Englandi skrifaði nýverið undir stærsta samning í sögu deildarinnar. Umfjöllun mun aukast til muna og áhorf ætti að aukast sömuleiðis á næstu leiktíð. Það virðist þó sem Man United ætli sér að berjast á botni deildarinnar frekar en toppi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira
Vísir greindi frá því nýverið að mikill glundroði ríki hjá félaginu. Leikmenn eru pirraðir hversu lengi það tekur að finna arftaka Casey Stoney ásamt því að þeir eru ósáttir með metnaðarleysi á leikmannamarkaðnum sem og með æfingaaðstöðu liðsins. Nýjustu upplýsingar The Athletic staðfesta að pirringurinn hefur verið að gerjast í dágóða stund. Stoney íhugaði að segja starfi sínu lausu rúmum tveimur mánuðum áður en hún lét verða af því í mars á þessu ári. Ræddi hún meðal annars við Ed Woodward um málið en hann sagði starfi sínu lausu skömmu síðar eftir afhroðið sem Ofurdeild Evrópu var. Leikmenn íhuguðu að fara í verkfall til að vekja stjórnarmeðlimi félagsins af værum blundi. Þær telja aðstöðu sína á Carrington, æfingasvæði félagsins, ekki boðlega þar sem þær geta ekki skipt um föt né farið í sturtu á svæðinu. Einnig er völlurinn sem liðið æfir á ekki í sama gæðaflokki og aðrir vellir á svæðinu. Hann er illa drenaðru sem þýðir að hann verður þungur og erfitt er að æfa þar þegar hin víðsfræga Manchester-rigning lætur sjá sig. Þó forráðamenn kvennaliðsins segja þjálfaraleit vera í fullum gangi og að leikmenn verði sóttir í kjölfarið þá hefur Glazer fjölskyldan, eigendur Manchester United, aldrei haft mikinn áhuga á kvennaliði félagsins. Var kvennaliðið til að mynda lagt niður er fjölskyldan keypti Man Utd árið 2005. John Murtough tells @TheAthleticUK: Our commitment to #mufc women is total & we have ambitious plans in place that will help us to continue to be leaders and pioneers in the game. #mufc sources insist coach close & recruitment will be aggressive https://t.co/tDj7V0YPaA— Adam Crafton (@AdamCrafton_) July 10, 2021 „Það var aldrei í áætlunum okkar að taka þátt í kvennaknattspyrnu á hæsta stigi,“ sagði í yfirlýsingu fjölskyldunnar á sínum tíma. Árið 2018 sá hún að sér og setti lið á laggirnar. Casey Stone var ráðin sem þjálfari og virðist sem hæfileikar hennar innan vallar sem utan hafi verið aðalástæða þess að liðið flaug upp í úrvalsdeildina og endaði svo í 4. sæti á eftir stórliðum Chelsea, Manchester City og Arsenal. Stoney gafst þó upp á að reyna búa til kjúklingasalat úr kjúklingaskít og sagði upp. Nú er ljóst að hver sem tekur við mun eiga í stökustu vandræðum að ógna toppliðum deildarinnar nema mikið breytist. Félagið hefur misst sína sterkustu leikmenn og nýr þjálfari þarf að byrja á því að sannfæra Lauren James – eina efnilegustu knattspyrnukonu Englands – að vera áfram í herbúðum liðsins en hún er orðuð við Chelsea annan hvern dag. Þá þarf að styrkja leikmannahópinn til muna en kvennalið Manchester United hefur ekki fjárfest í leikmanni í aðallið sitt síðan félagið samdi við Maríu Þórisdóttur þann 22. janúar síðastliðinn. Úrvalsdeild kvenna á Englandi skrifaði nýverið undir stærsta samning í sögu deildarinnar. Umfjöllun mun aukast til muna og áhorf ætti að aukast sömuleiðis á næstu leiktíð. Það virðist þó sem Man United ætli sér að berjast á botni deildarinnar frekar en toppi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira