Innlent

Báðar verslanir Nexus lokaðar vegna smitaðs starfsmanns

Árni Sæberg skrifar
Verslun Nexus í Glæsibæ er lokuð eins og er.
Verslun Nexus í Glæsibæ er lokuð eins og er. Facebook/Nexus

Í morgun kom upp að einn starfsmaður myndasöguverslunarinnar Nexus hefði greinst smitaður af Covid-19. Þetta segir í tilkynningu frá Nexus á Facebook.

Loka hefur þurft báðum verslunum Nexus meðan unnið er að þrifum. Ekki er ljóst hvort unnt verði að opna verslanirnar í dag. 

Þá segir Gísli Einarsson, eigandi Nexus, í samtali við Vísi að stór hluti starsmannahópsins hafi unnið með þeim smitaða í síðustu viku og sé því í sóttkví.

Ekki bætir úr sök að aðrir starfsmenn eru í sumarfríi og margir hverjir úti á landi. Gísli telur ólíklegt að hægt verði að opna í dag og að næstu dagar verði strembnir. Hann segir að ekki verði opnað fyrr en búið sé að sótthreinsa allt og hægt verði að manna búðirnar með góðu fólki.

 Gísli segir smitaða starfsmanninn eingöngu hafa verið í afgreiðslu í Kringlunni milli klukkan 10:00 og 13:30 á mánudag í síðustu viku. Annars var hann bara í bakendanum svo tengsl við viðskiptavini voru lítil.

Starfsmaðurinn er einn þeirra níu sem greindust með smit í dag. Enginn þeirra var í sóttkví.

Fréttin hefur verið uppfærð með tímasetningu viðveru starfsmannsins í versluninni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×