Mikið um ölvunartilkynningar, hávaðatilkynningar og slagsmál Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2021 14:57 Mikill erill var á höfuðborgarsvæðinu í gær og sérstaklega mikið um slagsmál og ölvun. Vísir/Vilhelm Fjöldi innbrota var tilkynntur til lögreglu síðastliðinn sólarhring og töluvert var um þjófnað. Eitthvað af þýfi fannst líka af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en mikill erill hefur verið hjá henni undanfarinn sólarhring. Mikið var um ölvunartilkynningar, hávaðatilkynningar og slagsmál og voru allir fangaklefar fullir eftir nóttina. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu, sem ekki gafst tími til að rita í fyrr en nú. Frá klukkan þrjú í gær fram til klukkan átta var tilkynnt um þjófnað í verslun, innbrot í fyrirtæki, um mann að opna og fara inn í bíla og þjófnað á munum úr ólæstri bifreið. Þýfi fannst á fjórða tímanum í gær sem haldlagt var af lögreglu og fundust þrjú stolin reiðhjól sömuleiðis sem lögregla lagði hald á. Tilkynnt var um eftirlitslaust barn sem var eitt að hjóla og var því haft samband við forráðamann sem hafði litið af ungu barninu eitt augnablik og misst sjónar á því. Tilkynnt var um mann að drekka undir stýri í bifreið fyrir framan verslun á níunda tímanum í gær og stuttu síðar var tilkynnt um tvo aðila sem voru að neyta fíkniefna í bifreið í miðbænum. Sá sem tilkynnti það til lögreglu sagði þá hafa verið að sveifla hníf en fólkið fannst ekki þegar lögreglu bar að garði. Tilkynnt var um slys á tólfta tímanum í gær en maður hafði dottið og slasast á mjöðm. Annað slys var tilkynnt eftir miðnætti í nótt, aðili hafði dottið og fengið skurð við auga. Töluvert var um slagsmál í miðbænum í nótt. Tveir menn slógust á öðrum tímanum í miðbænum og annar þeirra með hníf. Þá var stuttu síðar tilkynnt um æstan mann með golfkylfu í hendi í miðbænum. Sá flúði lögreglu og hlýddi ekki fyrirmælum. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa í nótt. Á fimmta tímanum í nótt var tilkynnt um átök í bíl á ferð og stuttu síðar um hópslagsmál í miðbænum. Þar var einn vopnaður hníf og annar hamri. Þeir voru báðir handteknir en látnir lausir stuttu síðar eftir upplýsingaöflun lögreglu. Önnur hópslagsmál voru tilkynnt stuttu fyrir klukkan fimm í nótt en þau voru búin þegar lögreglu bar að garði. Tilkynnt var um ölvaðan mann á miðri götu rétt eftir klukkan fimm sem var að reyna að stoppa eða hoppa fyrir bíla. Hann reyndist vera að reyna að leita sér að fari heim. Lögregla útvegaði honum að lokum leigubíl. Tilkynnt var um umferðarslys í Vesturbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum þar sem ökumaður hafði ekið bíl sínum ofan í holu. Þá var ekið á hjólandi mann á ellefta tímanum í morgun. Sá reyndist óslasaður en hjól hans var skaddað. Ökumaðurinn flúði vettvang. Rétt um hálf sjö í morgun var tilkynnt um mann að reyna að komast inn í bíla og skemma eignir. Sá var vistaður í fangaklefa. Þá var tilkynnt um innbrot í fjölda bifreiða stuttu síðar í Vesturbænum, rúður voru brotnar og ýmsum munum stolið. Eftirför fór fram í gærkvöldi en maður sem grunaður var um ölvunarakstur ók af stað þegar lögregla hafði af honum afskipti. Hann var að lokum handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þá var ökumaður stöðvaður í Mosfellsbæ grunaður um fíkniefnaakstur með börn í bílnum. Lögreglumál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Frá klukkan þrjú í gær fram til klukkan átta var tilkynnt um þjófnað í verslun, innbrot í fyrirtæki, um mann að opna og fara inn í bíla og þjófnað á munum úr ólæstri bifreið. Þýfi fannst á fjórða tímanum í gær sem haldlagt var af lögreglu og fundust þrjú stolin reiðhjól sömuleiðis sem lögregla lagði hald á. Tilkynnt var um eftirlitslaust barn sem var eitt að hjóla og var því haft samband við forráðamann sem hafði litið af ungu barninu eitt augnablik og misst sjónar á því. Tilkynnt var um mann að drekka undir stýri í bifreið fyrir framan verslun á níunda tímanum í gær og stuttu síðar var tilkynnt um tvo aðila sem voru að neyta fíkniefna í bifreið í miðbænum. Sá sem tilkynnti það til lögreglu sagði þá hafa verið að sveifla hníf en fólkið fannst ekki þegar lögreglu bar að garði. Tilkynnt var um slys á tólfta tímanum í gær en maður hafði dottið og slasast á mjöðm. Annað slys var tilkynnt eftir miðnætti í nótt, aðili hafði dottið og fengið skurð við auga. Töluvert var um slagsmál í miðbænum í nótt. Tveir menn slógust á öðrum tímanum í miðbænum og annar þeirra með hníf. Þá var stuttu síðar tilkynnt um æstan mann með golfkylfu í hendi í miðbænum. Sá flúði lögreglu og hlýddi ekki fyrirmælum. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa í nótt. Á fimmta tímanum í nótt var tilkynnt um átök í bíl á ferð og stuttu síðar um hópslagsmál í miðbænum. Þar var einn vopnaður hníf og annar hamri. Þeir voru báðir handteknir en látnir lausir stuttu síðar eftir upplýsingaöflun lögreglu. Önnur hópslagsmál voru tilkynnt stuttu fyrir klukkan fimm í nótt en þau voru búin þegar lögreglu bar að garði. Tilkynnt var um ölvaðan mann á miðri götu rétt eftir klukkan fimm sem var að reyna að stoppa eða hoppa fyrir bíla. Hann reyndist vera að reyna að leita sér að fari heim. Lögregla útvegaði honum að lokum leigubíl. Tilkynnt var um umferðarslys í Vesturbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum þar sem ökumaður hafði ekið bíl sínum ofan í holu. Þá var ekið á hjólandi mann á ellefta tímanum í morgun. Sá reyndist óslasaður en hjól hans var skaddað. Ökumaðurinn flúði vettvang. Rétt um hálf sjö í morgun var tilkynnt um mann að reyna að komast inn í bíla og skemma eignir. Sá var vistaður í fangaklefa. Þá var tilkynnt um innbrot í fjölda bifreiða stuttu síðar í Vesturbænum, rúður voru brotnar og ýmsum munum stolið. Eftirför fór fram í gærkvöldi en maður sem grunaður var um ölvunarakstur ók af stað þegar lögregla hafði af honum afskipti. Hann var að lokum handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þá var ökumaður stöðvaður í Mosfellsbæ grunaður um fíkniefnaakstur með börn í bílnum.
Lögreglumál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira