Segir Varane ákveðinn í því að yfirgefa Real Madrid Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2021 08:30 Varane í leik með Frakklandi á EM í sumar. EPA-EFE/Darko Bandic Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano fullyrðir að franski miðvörðurinn Raphaël Varane ætli sér að yfirgefa félagið og stefni á að spila í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United ku vera líklegasti áfangastaður kappans. Í sumar hafa orðrómar þess efnis að Varane vilji yfirgefa Madríd orðið háværari og háværari með hverjum deginum. Talið var að mögulega væri varnarmaðurinn að gera slíkt hið sama og fyrrum liðsfélagi hans Sergio Ramos gerði hér áður fyrr: Daðra við ýmis stórlið til að fá stærri samning hjá Real en Varane rennur út á samning næsta sumar. Nú virðist hins vegar endanlega ljóst að Varane hefur lítinn sem engan áhuga á að vera áfram í herbúðum Real Madrid. Hann er tilbúinn að semja við Manchester United og hefur í raun náð samkomulagi við félagið um kaup og kjör, félögin eiga aðeins eftir að ná saman. Raphaël Varane and his agents confirmed to Real Madrid his desire to try a new experience in the Premier League. He ll be respectful waiting for the club agreement - but he wants Man United. #MUFCVarane also confirmed to Man Utd he d be ready to accept their contract bid.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 19, 2021 Manchester United sér Varane sem hinn fullkomna miðvörð til að spila við hlið Harry Maguire. Virðist sem það sé aðeins tímaspursmál hvenær Man Utd geri Real tilboð sem þeir geta ekki hafnað. Varane er 28 gamall miðvörður sem hefur leikið með Real Madrid síðan árið 2011. Hann hefur þrívegis orðið spænskur meistari með liðinu ásamt því að vinna Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum og HM félagsliða jafn oft. Þá varð hann heimsmeistari með Frakklandi árið 2018. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Segir Varane vanan að spila aðeins átta erfiða deildarleiki á ári Franski miðvörðurinn Raphaël Varane er áfram orðaður við Manchester United en ekki eru allir á allt vissir hvort leikmaðurinn henti liðinu eða passi einfaldlega inn í ensku úrvalsdeildina. 19. júlí 2021 16:31 Varane að nálgast samkomulag við Man Utd Manchester United á nú í viðræðum við spænsku risana í Real Madrid um kaupverð á franska varnarmanninum Raphael Varane. 17. júlí 2021 18:43 Solskjær blæs til sóknar og gæti varpað McFred fyrir róða Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur tjáð leikmönnum liðsins að hann vilji spila meiri sóknarbolta á næsta tímabili. Það gæti þýtt færri leiki fyrir miðjuparið Scott McTominay og Fred. 16. júlí 2021 09:30 Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Liverpool | Síðasti borgarslagur á þessum stað Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Sjá meira
Í sumar hafa orðrómar þess efnis að Varane vilji yfirgefa Madríd orðið háværari og háværari með hverjum deginum. Talið var að mögulega væri varnarmaðurinn að gera slíkt hið sama og fyrrum liðsfélagi hans Sergio Ramos gerði hér áður fyrr: Daðra við ýmis stórlið til að fá stærri samning hjá Real en Varane rennur út á samning næsta sumar. Nú virðist hins vegar endanlega ljóst að Varane hefur lítinn sem engan áhuga á að vera áfram í herbúðum Real Madrid. Hann er tilbúinn að semja við Manchester United og hefur í raun náð samkomulagi við félagið um kaup og kjör, félögin eiga aðeins eftir að ná saman. Raphaël Varane and his agents confirmed to Real Madrid his desire to try a new experience in the Premier League. He ll be respectful waiting for the club agreement - but he wants Man United. #MUFCVarane also confirmed to Man Utd he d be ready to accept their contract bid.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 19, 2021 Manchester United sér Varane sem hinn fullkomna miðvörð til að spila við hlið Harry Maguire. Virðist sem það sé aðeins tímaspursmál hvenær Man Utd geri Real tilboð sem þeir geta ekki hafnað. Varane er 28 gamall miðvörður sem hefur leikið með Real Madrid síðan árið 2011. Hann hefur þrívegis orðið spænskur meistari með liðinu ásamt því að vinna Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum og HM félagsliða jafn oft. Þá varð hann heimsmeistari með Frakklandi árið 2018.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Segir Varane vanan að spila aðeins átta erfiða deildarleiki á ári Franski miðvörðurinn Raphaël Varane er áfram orðaður við Manchester United en ekki eru allir á allt vissir hvort leikmaðurinn henti liðinu eða passi einfaldlega inn í ensku úrvalsdeildina. 19. júlí 2021 16:31 Varane að nálgast samkomulag við Man Utd Manchester United á nú í viðræðum við spænsku risana í Real Madrid um kaupverð á franska varnarmanninum Raphael Varane. 17. júlí 2021 18:43 Solskjær blæs til sóknar og gæti varpað McFred fyrir róða Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur tjáð leikmönnum liðsins að hann vilji spila meiri sóknarbolta á næsta tímabili. Það gæti þýtt færri leiki fyrir miðjuparið Scott McTominay og Fred. 16. júlí 2021 09:30 Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Liverpool | Síðasti borgarslagur á þessum stað Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Sjá meira
Segir Varane vanan að spila aðeins átta erfiða deildarleiki á ári Franski miðvörðurinn Raphaël Varane er áfram orðaður við Manchester United en ekki eru allir á allt vissir hvort leikmaðurinn henti liðinu eða passi einfaldlega inn í ensku úrvalsdeildina. 19. júlí 2021 16:31
Varane að nálgast samkomulag við Man Utd Manchester United á nú í viðræðum við spænsku risana í Real Madrid um kaupverð á franska varnarmanninum Raphael Varane. 17. júlí 2021 18:43
Solskjær blæs til sóknar og gæti varpað McFred fyrir róða Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur tjáð leikmönnum liðsins að hann vilji spila meiri sóknarbolta á næsta tímabili. Það gæti þýtt færri leiki fyrir miðjuparið Scott McTominay og Fred. 16. júlí 2021 09:30