Óvænt hættur 17 dögum fyrir mót Valur Páll Eiríksson skrifar 21. júlí 2021 23:01 Steve Cooper var orðaður við mörg störf í sumar en er nú hættur hjá Swansea eftir tveggja ára starf sem knattspyrnustjóri. Athena Pictures/Getty Images Steve Cooper gekk frá þjálfarastarfi sínu hjá Swansea City í dag eftir tveggja ára starf, þegar aðeins 17 dagar eru þar til keppni fer af stað í Championship-deildinni. Hinn 41 árs gamli Walesverji var nálægt því að stýra liðinu upp í úrvalsdeildina í vor. Cooper, sem áður þjálfaði unglingalandsliðs Englands og hjá Liverpool, var ráðinn knattspyrnustjóri Swansea sumarið 2019. Hann stýrði liðinu í tvö tímabil og í bæði skiptin komst það í umspil um sæti í úrvalsdeildinni. Í vor fór liðið alla leið í úrslit en laut í gras fyrir Brentford á Wembley í Lundúnum svo þeir síðarnefndu fór upp í deild þeirra bestu. Cooper var orðaður við fjölmörg laus störf í ensku deildunum í sumar, þar á meðal hjá Crystal Palace og West Bromwich Albion, en hélt áfram sem stjóri Swansea allt þar til í dag. Þrátt fyrir góðan árangur herma fregnir frá Bretlandi að samband milli hans og stjórnar félagsins hafi verið stirt vegna skorts á fjárfestingu frá eigendum félagsins. Þá var álit stuðningsmanna félagsins á Cooper misjafnt þar sem fótboltinn sem liðið spilaði undir hans stjórn þótti misskemmtilegur, en Swansea hefur verið rekið eftir gildum sem byggja á flæðandi og skemmtilegri knattspyrnu frá því að Roberto Martínez var þar við stjórnvölin og síðar Brendan Rodgers. Óvíst er hver tekur við velska liðinu en aðeins 17 dagar eru í fyrsta leik liðsins í Championship-deildinni, gegn Blackburn Rovers þann 7. ágúst. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Cooper, sem áður þjálfaði unglingalandsliðs Englands og hjá Liverpool, var ráðinn knattspyrnustjóri Swansea sumarið 2019. Hann stýrði liðinu í tvö tímabil og í bæði skiptin komst það í umspil um sæti í úrvalsdeildinni. Í vor fór liðið alla leið í úrslit en laut í gras fyrir Brentford á Wembley í Lundúnum svo þeir síðarnefndu fór upp í deild þeirra bestu. Cooper var orðaður við fjölmörg laus störf í ensku deildunum í sumar, þar á meðal hjá Crystal Palace og West Bromwich Albion, en hélt áfram sem stjóri Swansea allt þar til í dag. Þrátt fyrir góðan árangur herma fregnir frá Bretlandi að samband milli hans og stjórnar félagsins hafi verið stirt vegna skorts á fjárfestingu frá eigendum félagsins. Þá var álit stuðningsmanna félagsins á Cooper misjafnt þar sem fótboltinn sem liðið spilaði undir hans stjórn þótti misskemmtilegur, en Swansea hefur verið rekið eftir gildum sem byggja á flæðandi og skemmtilegri knattspyrnu frá því að Roberto Martínez var þar við stjórnvölin og síðar Brendan Rodgers. Óvíst er hver tekur við velska liðinu en aðeins 17 dagar eru í fyrsta leik liðsins í Championship-deildinni, gegn Blackburn Rovers þann 7. ágúst. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira