Lífið

Net­verjar segja sitt um nýjustu að­gerðir stjórn­valda

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm

Tilkynnt hefur verið um að 200 manna samkomutakmarkanir og eins metra fjarlægðartakmörk taki gildi á miðnætti annað kvöld. Þá verður skemmtistöðum gert að hætta að hleypa inn klukkan ellefu á kvöldin, og loka á miðnætti.

Þetta tilkynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 nú fyrir stundu, eftir langan ríkisstjórnarfund á Egilsstöðum. Fundurinn hófst um fjögur og lauk um klukkan sjö.

Viðbrögðin á internetinu hafa ekki látið á sér standa og sem fyrr eru netverjar duglegir að láta í ljós skoðanir sínar á nýjustu vendingum. Sumir skella sér beint í grínið en aðrir vilja ræða aðgerðirnar af alvöru. Hér að neðan má sjá brot af því sem notendur samfélagsmiðilsins Twitter höfðu að segja. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×