Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júlí 2021 20:02 Bjarni á Egilsstöðum í kvöld. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands. Ríkisstjórnin ræddi tillögur sóttvarnalæknir á löngum ríkisstjórnarfundi á Egilsstöðum í dag, þar sem ákveðið var að setja á 200 manna samkomubann, eins metra fjarlægðarreglu og skerða opnunartíma veitinga- og skemmtistaða. „Það sem er verið að leggja til núna er varúðarráðstöfun. Við sjáum vöxt í smitum hjá bólusettu fólki, Það er dálítið óvænt að bólusett fólk sé að smitast og smita aðra,“ sagði Bjarni Benediktsson að loknum fundi en viðtal við hann má sjá í spilarnum hér að neðan. Aðspurður að því hvort óánægja væri með þessar aðgerðir innan raða flokksmanna Bjarna svaraði Bjarni því neitandi. „Nei. Ég held að það sé bara rétt að koma því skýrt á framfæri að við ræðum allar hliðar mála. Við tökum inn sjónarmið sem við teljum að eigi erindi inn í umræðuna. Með því erum við ekkert að grafa undan tillögum eða varpa rýrð á mikilvægi þess að fara varlega,“ sagði Bjarni. Hann segir ríkisstjórnina taka mark á rökum sóttvarnalæknis. „Það er bara einfaldlega þannig að við lögðum upp með ákveðið plan sem var að opna fyrir frelsið þegar við værum búin að bólusetja. Ef að þá að gera einhverjar breytingar á því plani þurfa að liggja fyrir mjög sterk rök. Þau eru komin fram að hálfu sóttvarnayfirvalda með vísan í vöxt smita og óvissu með það hversu greiða leið þau smit eiga inn í viðkvæma hópa. Við tökum mark á því núna. “ Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kanna hvort hægt verði að halda þjóðhátíð eftir nokkrar vikur Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að kannaður verði möguleikinn á því að fresta þjóðhátíð um nokkrar vikur. Erfitt verði að halda hátíðina um verslunarmannahelgina innan þeirra samkomutakmarkana sem taka eiga gildi á morgun. 23. júlí 2021 19:31 Netverjar segja sitt um nýjustu aðgerðir stjórnvalda Tilkynnt hefur verið um að 200 manna samkomutakmarkanir og eins metra fjarlægðartakmörk taki gildi á miðnætti annað kvöld. Þá verður skemmtistöðum gert að hætta að hleypa inn klukkan ellefu á kvöldin, og loka á miðnætti. 23. júlí 2021 19:21 Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Ríkisstjórnin ræddi tillögur sóttvarnalæknir á löngum ríkisstjórnarfundi á Egilsstöðum í dag, þar sem ákveðið var að setja á 200 manna samkomubann, eins metra fjarlægðarreglu og skerða opnunartíma veitinga- og skemmtistaða. „Það sem er verið að leggja til núna er varúðarráðstöfun. Við sjáum vöxt í smitum hjá bólusettu fólki, Það er dálítið óvænt að bólusett fólk sé að smitast og smita aðra,“ sagði Bjarni Benediktsson að loknum fundi en viðtal við hann má sjá í spilarnum hér að neðan. Aðspurður að því hvort óánægja væri með þessar aðgerðir innan raða flokksmanna Bjarna svaraði Bjarni því neitandi. „Nei. Ég held að það sé bara rétt að koma því skýrt á framfæri að við ræðum allar hliðar mála. Við tökum inn sjónarmið sem við teljum að eigi erindi inn í umræðuna. Með því erum við ekkert að grafa undan tillögum eða varpa rýrð á mikilvægi þess að fara varlega,“ sagði Bjarni. Hann segir ríkisstjórnina taka mark á rökum sóttvarnalæknis. „Það er bara einfaldlega þannig að við lögðum upp með ákveðið plan sem var að opna fyrir frelsið þegar við værum búin að bólusetja. Ef að þá að gera einhverjar breytingar á því plani þurfa að liggja fyrir mjög sterk rök. Þau eru komin fram að hálfu sóttvarnayfirvalda með vísan í vöxt smita og óvissu með það hversu greiða leið þau smit eiga inn í viðkvæma hópa. Við tökum mark á því núna. “
Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kanna hvort hægt verði að halda þjóðhátíð eftir nokkrar vikur Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að kannaður verði möguleikinn á því að fresta þjóðhátíð um nokkrar vikur. Erfitt verði að halda hátíðina um verslunarmannahelgina innan þeirra samkomutakmarkana sem taka eiga gildi á morgun. 23. júlí 2021 19:31 Netverjar segja sitt um nýjustu aðgerðir stjórnvalda Tilkynnt hefur verið um að 200 manna samkomutakmarkanir og eins metra fjarlægðartakmörk taki gildi á miðnætti annað kvöld. Þá verður skemmtistöðum gert að hætta að hleypa inn klukkan ellefu á kvöldin, og loka á miðnætti. 23. júlí 2021 19:21 Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Kanna hvort hægt verði að halda þjóðhátíð eftir nokkrar vikur Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að kannaður verði möguleikinn á því að fresta þjóðhátíð um nokkrar vikur. Erfitt verði að halda hátíðina um verslunarmannahelgina innan þeirra samkomutakmarkana sem taka eiga gildi á morgun. 23. júlí 2021 19:31
Netverjar segja sitt um nýjustu aðgerðir stjórnvalda Tilkynnt hefur verið um að 200 manna samkomutakmarkanir og eins metra fjarlægðartakmörk taki gildi á miðnætti annað kvöld. Þá verður skemmtistöðum gert að hætta að hleypa inn klukkan ellefu á kvöldin, og loka á miðnætti. 23. júlí 2021 19:21
Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05