Fótbolti

Mikael greindist með Covid-19

Valur Páll Eiríksson skrifar
Mikael og félagar komust alla leið í riðlakeppnina í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð og mættu þar Liverpool frá Englandi.
Mikael og félagar komust alla leið í riðlakeppnina í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð og mættu þar Liverpool frá Englandi. Lars Ronbog / FrontZoneSport via Getty Images

Mikael Anderson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, var ekki í leikmannahópi liðs síns Midtjylland er það mætti Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Danska félagið hefur tilkynnt um að það sé vegna þess að Mikael hafi smitast af kórónuveirunni.

Mikael hafði byrjað fyrri leik Midtjylland gegn Celtic sem fór 1-1 í Skotlandi í síðustu viku. Óvænt þótti að hann var ekki í leikmannahópi liðsins í gær en þeir dönsku unnu þar 2-1 sigur eftir framlengingu og slógu þá skosku þar með úr keppni.

Midtjylland sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem fram kemur að Mikael hafi greinst jákvæður í skimun fyrir Covid-19 og hafi af þeim völdum ekki tekið þátt. Hann er nú í einangrun.

Allir aðrir leikmenn liðsins komu neikvæður út úr skimuninni en þeir verða allir prófaðir á ný fyrir næsta leik liðsins gegn Viborg í dönsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×