Hárrétt að efnum sé sprautað í líkama fólks en þau séu öll þekkt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2021 19:13 Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm Prófessor í ónæmisfræðum segir mikilvægt að upplýst umræða um bóluefnin og kórónuveiruna haldi áfram. Hann segir það misskilning að óþekkt efni eða efnasambönd séu í bóluefnum gegn Covid-19, þær upplýsingar séu allar uppi á borðum. „Það sem er mikilvægt í þessu eins og í allri þessari umræðu varðandi bólusetningar er að það sem er svo dásamlegt við lýðræðið er að við verðum að eiga samtal og við verðum að hlusta á alla sem hafa áhyggjur og vilja eiga samtal. En við verðum að eiga það samtal á upplýstum grundvelli og það er kannski það sem ég hef reynt að gera,“ segir Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, í Reykjavík síðdegis í dag. Einhverjir hafa velt upp spurningum um sóttvarnir og innihald bóluefnanna og telja þó óörugg. Björn Rúnar segir að hann, og aðrir sem helgað hafa líf sitt þessum fræðum séu stöðugt á varðbergi gagnvart því að svona meðferðarúrræði séu örugg. „Við sem erum í þessu og höfum helgað lífi okkar þessum fræðum erum stöðugt á varðbergi gagnvart því að þau úrræði sem er verið að þróa að þau valdi fyrst og fremst betri heilsu og lífslíkum hjá viðkomandi heldur en að valda skaða. Við erum þá fyrst til að tilkynna og aðvara ef svo er,“ segir Björn Rúnar. „Við vitum upp á hár hvaða efni þetta eru“ Hann ítrekar þó að mikilvægt sé að halda umræðunni áfram. „En umræðan er mikilvæg og það er auðvitað skylda okkar sem erum í þessu að hlusta á þessar raddir og bregðast við því og skoða þetta.“ Hann segir þó hárrétt hjá þessu fólki að verið sé að sprauta efnum í líkama fólks. „Það er alveg hárrétt hjá þessu ágæta fólki að það er verið að sprauta þarna efnum í líkama fólks en hins vegar vitum við upp á hár hvaða efni þetta eru og þetta eru efni sem hafa verið notuð í öðrum lyfjum áður,“ segir Björn Rúnar. Bóluefnin séu skoðuð ítarlega í litlum hópi áður en þýðið er stækkað hægt og rólega þegar öruggt er orðið að efnin valdi ekki skaða. „Þannig við vitum alveg upp á hár hvaða efni eru í bóluefnunum og það er ítarlega rannsakað og tekið út af algerlega óvilbærum aðilum sem hafa engra hagsmuna að gæta annarra en að gæta hagsmuna almennings þannig að við vitum það alveg,“ segir Björn Rúnar. Hann hafi sjálfur kynnt sér innihald bóluefnanna mjög vel. „Vegna þess að margir af mínum skjólstæðingum hafa ofnæmi eða óþol fyrir ýmiskonar efnum og efnasamböndum þannig að ég verð að vita þetta upp á hár hvað er í þessu til að geta leiðbeint þeim af einhverju viti,“ segir Björn Rúnar. „Það eru þarna margvísleg efni og efnasambönd sem eru örugg í því magni sem verið er að nota þau þannig að ég held að við getum verið róleg en hins vegar er mikilvægt að halda áfram upplýstri umræðu.“ Bólusetningar Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
„Það sem er mikilvægt í þessu eins og í allri þessari umræðu varðandi bólusetningar er að það sem er svo dásamlegt við lýðræðið er að við verðum að eiga samtal og við verðum að hlusta á alla sem hafa áhyggjur og vilja eiga samtal. En við verðum að eiga það samtal á upplýstum grundvelli og það er kannski það sem ég hef reynt að gera,“ segir Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, í Reykjavík síðdegis í dag. Einhverjir hafa velt upp spurningum um sóttvarnir og innihald bóluefnanna og telja þó óörugg. Björn Rúnar segir að hann, og aðrir sem helgað hafa líf sitt þessum fræðum séu stöðugt á varðbergi gagnvart því að svona meðferðarúrræði séu örugg. „Við sem erum í þessu og höfum helgað lífi okkar þessum fræðum erum stöðugt á varðbergi gagnvart því að þau úrræði sem er verið að þróa að þau valdi fyrst og fremst betri heilsu og lífslíkum hjá viðkomandi heldur en að valda skaða. Við erum þá fyrst til að tilkynna og aðvara ef svo er,“ segir Björn Rúnar. „Við vitum upp á hár hvaða efni þetta eru“ Hann ítrekar þó að mikilvægt sé að halda umræðunni áfram. „En umræðan er mikilvæg og það er auðvitað skylda okkar sem erum í þessu að hlusta á þessar raddir og bregðast við því og skoða þetta.“ Hann segir þó hárrétt hjá þessu fólki að verið sé að sprauta efnum í líkama fólks. „Það er alveg hárrétt hjá þessu ágæta fólki að það er verið að sprauta þarna efnum í líkama fólks en hins vegar vitum við upp á hár hvaða efni þetta eru og þetta eru efni sem hafa verið notuð í öðrum lyfjum áður,“ segir Björn Rúnar. Bóluefnin séu skoðuð ítarlega í litlum hópi áður en þýðið er stækkað hægt og rólega þegar öruggt er orðið að efnin valdi ekki skaða. „Þannig við vitum alveg upp á hár hvaða efni eru í bóluefnunum og það er ítarlega rannsakað og tekið út af algerlega óvilbærum aðilum sem hafa engra hagsmuna að gæta annarra en að gæta hagsmuna almennings þannig að við vitum það alveg,“ segir Björn Rúnar. Hann hafi sjálfur kynnt sér innihald bóluefnanna mjög vel. „Vegna þess að margir af mínum skjólstæðingum hafa ofnæmi eða óþol fyrir ýmiskonar efnum og efnasamböndum þannig að ég verð að vita þetta upp á hár hvað er í þessu til að geta leiðbeint þeim af einhverju viti,“ segir Björn Rúnar. „Það eru þarna margvísleg efni og efnasambönd sem eru örugg í því magni sem verið er að nota þau þannig að ég held að við getum verið róleg en hins vegar er mikilvægt að halda áfram upplýstri umræðu.“
Bólusetningar Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira