Svarta ekkjan í hart við Disney Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2021 21:02 Scarlett Johansson í hlutverki Svörtu ekkjunnar. Leikkonan Scarlett Johansson hefur höfðað mál gegn Disney vegna dreifingar kvikmyndarinnar um Svörtu ekkjuna. Hún segir ákvörðun Disney að hafa birt myndina einnig á streymisveitunni Disney+ vera brot á samningi hennar við Marvel. Samningur Johansson sagði til um að laun hennar fyrir að leika í myndinni tækju að miklu leyti mið af því hve vel henni gengi í kvikmyndahúsum. Hún segir ákvörðunina um að birta myndina á streymisveitunni samhliða kvikmyndahúsum hafa komið verulega niður á launum hennar. Í frétt Guardian segir að tekjur af sýningu myndarinnar í kvikmyndahúsum hafi verið háar í upphafi. Fyrstu vikuna hafi þær verið um 80 milljónir dala. Aðra vikuna lækkuðu tekjurnar þó um 67 prósent. Samtök kvikmyndahúsa sögðu þá lækkun hafa orðið vegna birtingar myndarinnar á Disney+. Í yfirlýsingu frá samtökunum, sem kallast NATO, segir að allir aðilar hagnist mest á því að sýna kvikmyndir eingöngu í kvikmyndahúsum í fyrstu. Þetta er ekki í fyrsta sinn og væntanlega ekki í síðasta sinn sem deilt er um frumsýningar og streymisveitur. Í kæru Johansson segir að forsvarsmenn Disney+ hafi viljað fjölga áskrifendum sínum og auka verðmæti hlutabréfa. Yfirmenn fyrirtækisins hafi fengið milljónir dala í laun og bónusa. Það hafi hins vegar verið gert á kostnað leikkonunnar. Áhugasamir geta lesið kæru Johansson hér. Í kærunni segir að við samþykkt samningsins hafi öllum átt að vera ljóst að samkvæmt honum ætti kvikmyndin að vera eingöngu sýnd í kvikmyndahúsum í 90 til 120 daga. Deadline segir að umboðsmenn Johansson hafi reynt að gera nýjan samning við Marvel eftir að Disney tilkynnti að Black Widow yrði einnig sýnd á Disney+. Sú viðleitni hafi verið hunsuð af forsvarsmönnum fyrirtækjanna. Þá segir miðillinn frá því að eftir að myndin var sýnd á Disney+ hafi ólögleg eintök hennar farið í mikla dreifingu á netinu. Frá því hún var frumsýnd þann 9. júlí hafi engri kvikmynd verið halað jafn oft niður ólöglega. Uppfært 21:40 Blaðamaður New York Times segir forsvarsmenn Disney hafna ásökunum Johansson alfarið. Þeir segjast hafa farið eftir samningnum í öllu og bæta við að útgáfa Black Widow á Disney+ hafi aukið laun Johansson, til viðbótar við þær tuttugu milljónir dala sem hún hafi þegar fengið. Disney continued: "Disney has fully complied with Ms. Johansson s contract and furthermore, the release of Black Widow on Disney+ with Premier Access has significantly enhanced her ability to earn additional compensation on top of the $20M she has received to date. — Brooks Barnes (@brooksbarnesNYT) July 29, 2021 Bíó og sjónvarp Disney Hollywood Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Samningur Johansson sagði til um að laun hennar fyrir að leika í myndinni tækju að miklu leyti mið af því hve vel henni gengi í kvikmyndahúsum. Hún segir ákvörðunina um að birta myndina á streymisveitunni samhliða kvikmyndahúsum hafa komið verulega niður á launum hennar. Í frétt Guardian segir að tekjur af sýningu myndarinnar í kvikmyndahúsum hafi verið háar í upphafi. Fyrstu vikuna hafi þær verið um 80 milljónir dala. Aðra vikuna lækkuðu tekjurnar þó um 67 prósent. Samtök kvikmyndahúsa sögðu þá lækkun hafa orðið vegna birtingar myndarinnar á Disney+. Í yfirlýsingu frá samtökunum, sem kallast NATO, segir að allir aðilar hagnist mest á því að sýna kvikmyndir eingöngu í kvikmyndahúsum í fyrstu. Þetta er ekki í fyrsta sinn og væntanlega ekki í síðasta sinn sem deilt er um frumsýningar og streymisveitur. Í kæru Johansson segir að forsvarsmenn Disney+ hafi viljað fjölga áskrifendum sínum og auka verðmæti hlutabréfa. Yfirmenn fyrirtækisins hafi fengið milljónir dala í laun og bónusa. Það hafi hins vegar verið gert á kostnað leikkonunnar. Áhugasamir geta lesið kæru Johansson hér. Í kærunni segir að við samþykkt samningsins hafi öllum átt að vera ljóst að samkvæmt honum ætti kvikmyndin að vera eingöngu sýnd í kvikmyndahúsum í 90 til 120 daga. Deadline segir að umboðsmenn Johansson hafi reynt að gera nýjan samning við Marvel eftir að Disney tilkynnti að Black Widow yrði einnig sýnd á Disney+. Sú viðleitni hafi verið hunsuð af forsvarsmönnum fyrirtækjanna. Þá segir miðillinn frá því að eftir að myndin var sýnd á Disney+ hafi ólögleg eintök hennar farið í mikla dreifingu á netinu. Frá því hún var frumsýnd þann 9. júlí hafi engri kvikmynd verið halað jafn oft niður ólöglega. Uppfært 21:40 Blaðamaður New York Times segir forsvarsmenn Disney hafna ásökunum Johansson alfarið. Þeir segjast hafa farið eftir samningnum í öllu og bæta við að útgáfa Black Widow á Disney+ hafi aukið laun Johansson, til viðbótar við þær tuttugu milljónir dala sem hún hafi þegar fengið. Disney continued: "Disney has fully complied with Ms. Johansson s contract and furthermore, the release of Black Widow on Disney+ with Premier Access has significantly enhanced her ability to earn additional compensation on top of the $20M she has received to date. — Brooks Barnes (@brooksbarnesNYT) July 29, 2021
Bíó og sjónvarp Disney Hollywood Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira