Rakningarteymið nær ekki lengur að sinna öllum Óttar Kolbeinsson Proppé og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 31. júlí 2021 12:17 Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri almannavarna. vísir/vilhelm Svo margir greinast nú daglega með kórónuveirusmit að smitrakningarteymið nær ekki að hringja í alla þá sem eiga að fara í sóttkví. Nú eru þeir sem smitast beðnir að hafa sjálfir samband við þá sem þeir hafa verið í návígi við og sendir rakningarteymið aðeins á þá SMS með áminningu um að þeir séu komnir í sóttkví. „Rakningin okkar er enn þá í fullum gangi en það sjá það náttúrulega allir að þegar við erum með svona ástand eins og í dag að þá er rakningin ekki að ná að gefa jafn frábæra þjónustu eins og hefur verið,“ sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Þessi þjónusta, þegar hefur verið náð að hringja í alla og segja þú ert að fara í sóttkví og útskýrt hvernig sóttkví virkar, þessu náum við ekki í dag,“ heldur hún áfram. „Við náum að benda fólki á að það eigi að vera í sóttkví og að það geti lesið sér til um hvað það þýðir. Þetta er okkar nýi veruleiki akkúrat í dag. Við þurfum svolítið að passa upp á okkur sjálf og bera ábyrgð.“ Fólk með einkenni tregt til að fara í sýnatöku Hún telur að fólk sé orðið hálfkærulaust þegar það finni fyrir einkennum: „Margir eru með einkenni en hugsa: Ég er bólusettur eða bólusett og þetta er bara eitthvað kvef,“ segir hún og telur þetta eina skýringu þess að svo margir greinist áfram utan sóttkvíar. Aldrei hafa fleiri greinst með virkt smit á einum degi og í gær, þegar 145 greindust hér innanlands. Af þeim voru 98 utan sóttkvíar við greiningu. Ekki eru nema örfáir dagar síðan fyrra met var slegið og má búast við að smittölur næstu daga verði svipaðar og tölur gærdagsins ef ekki hærri, að sögn Hjördísar. „Talan er há og þetta er eiginlega orðið þannig að okkur finnst hundrað orðið eitthvað venjulegt, en auðvitað er það ekki venjulegt og það er ástæða fyrir því að við erum að tala um það sem við þurfum að vera að gera öll saman,“ segir Hjördís. „Ég held við þurfum bara enn og aftur að hvetja fólk, sem er með einkenni til að fara í sýnatöku. Það er bara það sem skiptir okkur öllu máli, fyrir allt samfélagið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
„Rakningin okkar er enn þá í fullum gangi en það sjá það náttúrulega allir að þegar við erum með svona ástand eins og í dag að þá er rakningin ekki að ná að gefa jafn frábæra þjónustu eins og hefur verið,“ sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Þessi þjónusta, þegar hefur verið náð að hringja í alla og segja þú ert að fara í sóttkví og útskýrt hvernig sóttkví virkar, þessu náum við ekki í dag,“ heldur hún áfram. „Við náum að benda fólki á að það eigi að vera í sóttkví og að það geti lesið sér til um hvað það þýðir. Þetta er okkar nýi veruleiki akkúrat í dag. Við þurfum svolítið að passa upp á okkur sjálf og bera ábyrgð.“ Fólk með einkenni tregt til að fara í sýnatöku Hún telur að fólk sé orðið hálfkærulaust þegar það finni fyrir einkennum: „Margir eru með einkenni en hugsa: Ég er bólusettur eða bólusett og þetta er bara eitthvað kvef,“ segir hún og telur þetta eina skýringu þess að svo margir greinist áfram utan sóttkvíar. Aldrei hafa fleiri greinst með virkt smit á einum degi og í gær, þegar 145 greindust hér innanlands. Af þeim voru 98 utan sóttkvíar við greiningu. Ekki eru nema örfáir dagar síðan fyrra met var slegið og má búast við að smittölur næstu daga verði svipaðar og tölur gærdagsins ef ekki hærri, að sögn Hjördísar. „Talan er há og þetta er eiginlega orðið þannig að okkur finnst hundrað orðið eitthvað venjulegt, en auðvitað er það ekki venjulegt og það er ástæða fyrir því að við erum að tala um það sem við þurfum að vera að gera öll saman,“ segir Hjördís. „Ég held við þurfum bara enn og aftur að hvetja fólk, sem er með einkenni til að fara í sýnatöku. Það er bara það sem skiptir okkur öllu máli, fyrir allt samfélagið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira