Mexíkóar ætla að höfða mál gegn byssuframleiðendum í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2021 16:51 Meðal þeirra fyrirtækja sem lögsóknin beinist gegn eru Smith & Wesson, Barret Firearms Manufacturing, Beretta USA, Glock og Colt‘s Manufacturing. AP/John Locher Ríkisstjórn Mexíkó ætlar að höfða mál gegn byssuframleiðendum í Bandaríkjunum vegna þess hve mörg skotvopn berast ólöglega frá Bandaríkjunum til Mexíkó. Lögsóknin beinist ekki gegn yfirvöldum Bandaríkjanna. Mexíkóar telja bandarískar byssur hafa ýtt undir ofbeldið sem hefur einkennt landið undanfarin ár. Samkvæmt frétt Washington Post telja ráðamenn í Mexíkó að á undanförnum áratug hafi um 2,5 milljónir skotvopna verið flutt ólöglega til Mexíkó, þar sem reglur varðandi sölu og eign skotvopna eru mun strangari en í Bandaríkjunum. Í lögsókninni segir að bandarískir byssuframleiðendur séu meðvitaðir um að vopnum þeirra sé smyglað ólöglega til Mexíkó og þar séu þau notuð af glæpagengjum gegn almennum borgurum og yfirvöldum. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Mexíkó segir að þrátt fyrir það haldi fyrirtækin áfram að framleiða og markaðssetja skotvopn sem séu sífellt meira banvænni og án öryggisbúnaðar eða að hægt sé að rekja þau. Meðal þeirra fyrirtækja sem lögsóknin beinist gegn eru Smith & Wesson, Barret Firearms Manufacturing, Beretta USA, Glock og Colt‘s Manufacturing. Ríkisstjórn Mexíkó fer fram á ótilgreindar skaðabætur, að reglur varðandi sölur verði hertar og öryggi skotvopna aukið. Þar að auki er þess krafist að byssuframleiðendur framkvæmi rannsóknir og herferðir til að draga úr smygli skotvopna. Ólíklegt er að lögsóknin muni skila árangri, þar sem bandarísk lög skýla byssuframleiðendum gegn lögsóknum. Til stendur að höfða málið í Boston, þar sem höufuðstöðvar nokkra byssuframleiðenda eru í Massachusetts. Bogarar lenda milli glæpagengja Til marks um ofbeldið í Mexíkó má benda á átök Sinaloa og Jalisco new Generation glæpagengjanna í Zacatecas-héraði. Þar voru 746 morð framin, svo vitað sé, á fyrri hluta þessa árs. Allt síðasta ár voru framin 1.065 morð. AP fréttaveitan sagði nýverið frá hörðum átökum hundruð glæpamanna í bænum San Juan Capistrano. Um tvö hundruð menn rændu þar bensínstöð og sambærilegur fjöldi manna réðst á þá. Skotbardaginn stóð yfir í nokkrar klukkustundir en lögregluþjóna bar ekki að garði fyrr en degi seinna. Þá kom í ljós að átján lágu í valnum. Þetta var þann 24. júní en enn hefur enginn verið handtekinn og í frétt AP segir að fjöldi fólks hafi verið myrtur í millitíðinni. Gengin eru að berjast um yfirráð á sölu fantanýls til Bandaríkjanna. Efnin eru framleidd í Mexíkó og flutt til Bandaríkjanna í skiptum fyrir fúlgur fjár. árið 2020 er talið að um 93 þúsund manns hafi dáið í Bandaríkjunum eftir að hafa tekið of stóran skammt fentanýls. Mexíkó Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Mexíkóar telja bandarískar byssur hafa ýtt undir ofbeldið sem hefur einkennt landið undanfarin ár. Samkvæmt frétt Washington Post telja ráðamenn í Mexíkó að á undanförnum áratug hafi um 2,5 milljónir skotvopna verið flutt ólöglega til Mexíkó, þar sem reglur varðandi sölu og eign skotvopna eru mun strangari en í Bandaríkjunum. Í lögsókninni segir að bandarískir byssuframleiðendur séu meðvitaðir um að vopnum þeirra sé smyglað ólöglega til Mexíkó og þar séu þau notuð af glæpagengjum gegn almennum borgurum og yfirvöldum. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Mexíkó segir að þrátt fyrir það haldi fyrirtækin áfram að framleiða og markaðssetja skotvopn sem séu sífellt meira banvænni og án öryggisbúnaðar eða að hægt sé að rekja þau. Meðal þeirra fyrirtækja sem lögsóknin beinist gegn eru Smith & Wesson, Barret Firearms Manufacturing, Beretta USA, Glock og Colt‘s Manufacturing. Ríkisstjórn Mexíkó fer fram á ótilgreindar skaðabætur, að reglur varðandi sölur verði hertar og öryggi skotvopna aukið. Þar að auki er þess krafist að byssuframleiðendur framkvæmi rannsóknir og herferðir til að draga úr smygli skotvopna. Ólíklegt er að lögsóknin muni skila árangri, þar sem bandarísk lög skýla byssuframleiðendum gegn lögsóknum. Til stendur að höfða málið í Boston, þar sem höufuðstöðvar nokkra byssuframleiðenda eru í Massachusetts. Bogarar lenda milli glæpagengja Til marks um ofbeldið í Mexíkó má benda á átök Sinaloa og Jalisco new Generation glæpagengjanna í Zacatecas-héraði. Þar voru 746 morð framin, svo vitað sé, á fyrri hluta þessa árs. Allt síðasta ár voru framin 1.065 morð. AP fréttaveitan sagði nýverið frá hörðum átökum hundruð glæpamanna í bænum San Juan Capistrano. Um tvö hundruð menn rændu þar bensínstöð og sambærilegur fjöldi manna réðst á þá. Skotbardaginn stóð yfir í nokkrar klukkustundir en lögregluþjóna bar ekki að garði fyrr en degi seinna. Þá kom í ljós að átján lágu í valnum. Þetta var þann 24. júní en enn hefur enginn verið handtekinn og í frétt AP segir að fjöldi fólks hafi verið myrtur í millitíðinni. Gengin eru að berjast um yfirráð á sölu fantanýls til Bandaríkjanna. Efnin eru framleidd í Mexíkó og flutt til Bandaríkjanna í skiptum fyrir fúlgur fjár. árið 2020 er talið að um 93 þúsund manns hafi dáið í Bandaríkjunum eftir að hafa tekið of stóran skammt fentanýls.
Mexíkó Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira