Læknar vilja óskert sumarfrí og segja þörf á hugarfarsbreytingu Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2021 14:57 Landspítalinn Fossvogi. Vísir/Egill Félag sjúkrahúslækna segir mikilvægt að tryggja að heilbrigðisstarfsmenn fái óskert sumarfrí. Alvarlegt ástand á Landspítalanum vegna fjölgunar þeirra sem smitast hafa af Covid-19 hefði ekki átt að koma á óvart og hugarfarsbreytingu þurfi í stjórnun spítalans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Félagi sjúkrahúslækna sem Theódór Skúli Sigurðsson, formaður félagsins, skrifar undir. Þar segir að núverandi hættustig á Landspítalanum sé ekki eingöngu tilkomið vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, heldur endurspegli það viðvarandi skort síðustu ára. Lágmarksmönnun og hundrað prósent hámarksnýting legurýma hafi fengið að viðgangast allt of lengi þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir lækna. „Nú er svo komið að heildarfjöldi legurýma og gjörgæsluplássa á Íslandi er með því lægsta sem þekkist í Evrópu,“ segir í yfirlýsingunni. „Sú staðreynd er íslenskum yfirvöldum til skammar.“ Mikilvægt að ná niður nýtingu legurýma Í yfirlýsingunni segir ennfremur að þörf sé á hugarfarsbreytingu og nýjum áherslum við stjórnun og mönnun Landspítalans. Finna þurfi varanlega lausn á krónískum skorti legurýma. Forgangsatriði ætti að vera að ná nýtingu þeirra niður fyrir 90 prósent með öllum tiltækum ráðum í samræmi við alþjóðleg viðmið. „Tryggja þarf svigrúm Landspítalans til að takast á við álagstoppa í innlögnum og þjónustu við alvarlega veika sjúklinga óháð sumarfríum starfsmanna. Mikilvægt er að gæta þess í lengstu lög að heilbrigðisstarfsmenn sem staðið hafa vaktina síðustu mánuði í baráttunni við COVID-19 faraldurinn fái óskert sumarfrí,“ segir í yfirlýsingunni. Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfið megi ekki alltaf vera einni bylgju eða rútuslysi frá því að fara á hliðina Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir starfsfólk spítalans vera örþreytt. Ýmislegt hafi verið gert til að mæta álagi sem fylgi kórónuveirufaraldrinum en meira þurfi til. Mikilvægt sé að efla heilbrigðiskerfið svo það sé ekki „alltaf einni faraldursbylgju eða rútuslysi frá því að fara á hliðina". 5. ágúst 2021 12:00 „Það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun“ Innviðir munu að óbreyttu bresta og það dugir ekki að sitja hjá aðgerðalaus. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, og Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. 5. ágúst 2021 11:51 Ýmis kerfi komin að þolmörkum Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra segir stöðu kórónuveirufaraldursins hafa þyngst og að ýmis kerfi séu komin að þolmörkum. 5. ágúst 2021 11:15 151 greindist með Covid-19 í gær 151 greindist með Covid-19 í gær. Alls voru 68 í sóttkví en 83 utan sóttkvíar. 5. ágúst 2021 10:48 Ísland orðið rautt eins og reiknað var með Ísland er orðið rautt á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu, eins og reiknað var með að myndi gerast. 5. ágúst 2021 10:21 Álagið fyrst og fremst vegna almennra veikinda Álagið á bráðamóttöku Landspítalans er fyrst og fremst vegna almennra veikinda, fremur en vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, í samtali við Morgunblaðið. 5. ágúst 2021 06:34 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Félagi sjúkrahúslækna sem Theódór Skúli Sigurðsson, formaður félagsins, skrifar undir. Þar segir að núverandi hættustig á Landspítalanum sé ekki eingöngu tilkomið vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, heldur endurspegli það viðvarandi skort síðustu ára. Lágmarksmönnun og hundrað prósent hámarksnýting legurýma hafi fengið að viðgangast allt of lengi þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir lækna. „Nú er svo komið að heildarfjöldi legurýma og gjörgæsluplássa á Íslandi er með því lægsta sem þekkist í Evrópu,“ segir í yfirlýsingunni. „Sú staðreynd er íslenskum yfirvöldum til skammar.“ Mikilvægt að ná niður nýtingu legurýma Í yfirlýsingunni segir ennfremur að þörf sé á hugarfarsbreytingu og nýjum áherslum við stjórnun og mönnun Landspítalans. Finna þurfi varanlega lausn á krónískum skorti legurýma. Forgangsatriði ætti að vera að ná nýtingu þeirra niður fyrir 90 prósent með öllum tiltækum ráðum í samræmi við alþjóðleg viðmið. „Tryggja þarf svigrúm Landspítalans til að takast á við álagstoppa í innlögnum og þjónustu við alvarlega veika sjúklinga óháð sumarfríum starfsmanna. Mikilvægt er að gæta þess í lengstu lög að heilbrigðisstarfsmenn sem staðið hafa vaktina síðustu mánuði í baráttunni við COVID-19 faraldurinn fái óskert sumarfrí,“ segir í yfirlýsingunni.
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfið megi ekki alltaf vera einni bylgju eða rútuslysi frá því að fara á hliðina Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir starfsfólk spítalans vera örþreytt. Ýmislegt hafi verið gert til að mæta álagi sem fylgi kórónuveirufaraldrinum en meira þurfi til. Mikilvægt sé að efla heilbrigðiskerfið svo það sé ekki „alltaf einni faraldursbylgju eða rútuslysi frá því að fara á hliðina". 5. ágúst 2021 12:00 „Það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun“ Innviðir munu að óbreyttu bresta og það dugir ekki að sitja hjá aðgerðalaus. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, og Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. 5. ágúst 2021 11:51 Ýmis kerfi komin að þolmörkum Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra segir stöðu kórónuveirufaraldursins hafa þyngst og að ýmis kerfi séu komin að þolmörkum. 5. ágúst 2021 11:15 151 greindist með Covid-19 í gær 151 greindist með Covid-19 í gær. Alls voru 68 í sóttkví en 83 utan sóttkvíar. 5. ágúst 2021 10:48 Ísland orðið rautt eins og reiknað var með Ísland er orðið rautt á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu, eins og reiknað var með að myndi gerast. 5. ágúst 2021 10:21 Álagið fyrst og fremst vegna almennra veikinda Álagið á bráðamóttöku Landspítalans er fyrst og fremst vegna almennra veikinda, fremur en vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, í samtali við Morgunblaðið. 5. ágúst 2021 06:34 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Heilbrigðiskerfið megi ekki alltaf vera einni bylgju eða rútuslysi frá því að fara á hliðina Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir starfsfólk spítalans vera örþreytt. Ýmislegt hafi verið gert til að mæta álagi sem fylgi kórónuveirufaraldrinum en meira þurfi til. Mikilvægt sé að efla heilbrigðiskerfið svo það sé ekki „alltaf einni faraldursbylgju eða rútuslysi frá því að fara á hliðina". 5. ágúst 2021 12:00
„Það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun“ Innviðir munu að óbreyttu bresta og það dugir ekki að sitja hjá aðgerðalaus. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, og Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. 5. ágúst 2021 11:51
Ýmis kerfi komin að þolmörkum Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra segir stöðu kórónuveirufaraldursins hafa þyngst og að ýmis kerfi séu komin að þolmörkum. 5. ágúst 2021 11:15
151 greindist með Covid-19 í gær 151 greindist með Covid-19 í gær. Alls voru 68 í sóttkví en 83 utan sóttkvíar. 5. ágúst 2021 10:48
Ísland orðið rautt eins og reiknað var með Ísland er orðið rautt á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu, eins og reiknað var með að myndi gerast. 5. ágúst 2021 10:21
Álagið fyrst og fremst vegna almennra veikinda Álagið á bráðamóttöku Landspítalans er fyrst og fremst vegna almennra veikinda, fremur en vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, í samtali við Morgunblaðið. 5. ágúst 2021 06:34
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent