Sport

Dagskráin í dag: Pepsi Max deild kvenna, nóg af golfi og enska 1. deildin fer af stað

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Bournemouth tekur á móti WBA í opnunarleik ensku 1. deildarinnar.
Bournemouth tekur á móti WBA í opnunarleik ensku 1. deildarinnar. Robin Jones - AFC Bournemouth/AFC Bournemouth via Getty Images

Það er nóg um að vera á sportrásum okkar í dag þegar sýnt verður frá fjórum golfmótum, fjórum leikjum í Pepsi Max deild kvenna og opnunarleik ensku 1. deildarinnar.

Golf

Golfdagurinn byrjar klukkan 10:00 á Stöð 2 eSport þar sem að sýnt verður frá LET Tour 2021 áður en að Hero Open á Evróputúrnum fer af stað klukkan 11:30 á Stöð 2 Sport 4.

PGA túrinn tekur svo við á Stöð 2 eSport klukkan 14:00, en klukkan 16:00 verður svo sýnt frá FedEx St. Jude Championship.

Pepsi Max deild kvenna

Eins og áður segir eru fjórir leikir á dagskrá í Pepsi Max deild kvenna í dag, en tveir leikir eru á dagskrá klukkan 17:50.

Þá er það annars vegar viðureign Stjörnunnar og Þórs/KA sem sýnd verður á vefnum, og hinsvegar mætast Valur og ÍBV á Stöð 2 Sport 4.

Klukkan 19:05 eru svo hinir tveir leikir dagsins á dagskrá. Á vefnum verður sýnt frá viðureign Tindastóls og Breiðabliks, en á Stöð 2 Sport er það viðureign Keflavíkur og Fylkis.

Að þessum leikjum loknum taka svo Pepsi Max Mörkin við á Stöð 2 Sport.

Enska 1. deildin

Einn leikur er á dagskrá í ensku fyrstu deildinni. Þetta er fyrsti leikur tímabilsins og því mikil spenna.

Útsending hefst klukkan 18:40 á Stöð 2 Sport 2, en það eru Bournemouth og WBA sem eigast við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×