Thomas mun halda til síns heima í Danmörku og leikur því sinn síðasta leik fyrir Breiðablik á næstu dögum.
Yfirvofandi starfslok báru brátt að og voru unnin í mesta bróðerni milli beggja aðila samkvæmt frétt á miðlum Blika.
Mikkelsen er með fimm mörk í ellefu leikjum með Blikum í Pepsi Max deild karla í sumar en hann hefur ekki unnið sér sæti í byrjunarliðinu eftir að hann kom aftur til baka eftir meiðsli.
Mikkelsen hefur skorað 41 mark í aðeins 58 leikjum með Breiðbliki í efstu deild.