Evrópusambandið er komið fram úr Bandaríkjunum í bólusetningarkapphlaupinu Árni Sæberg skrifar 8. ágúst 2021 16:33 Tregða sumra Bandaríkjamanna til að láta bólusetja sig hefur valdið því að ESB er komið fram úr í bóluefnakapphlaupinu. Jeremy Hogan/Getty Þrátt fyrir að hafa byrjað töluvert hægar er Evrópusambandið nú búið að bólusetja stærri hluta íbúa en Bandaríkin. Sextíu prósent íbúa ESB hafa nú fengið einn skammt bóluefnis hið minnsta en einungis 58 prósent Bandaríkjamanna. Um miðjan febrúar síðastliðinn höfðu einungis fjögur prósent íbúa ESB fengið bóluefni. Á sama tíma var tólf prósent bandarísku þjóðarinnar hálf- eða fullbólusett. Á Ítalíu, þar sem 63 prósent tólf ára og eldri eru fullbólusett, var forsætisráðherrann Mario Draghi sigurreifur. „Ég sagði að ég vildi ekki fagna sigri, en það verður að segjast að Ítalía hefur bólusett stærri hluta íbúa en Frakkland, Þýskaland og Bandaríkin,“ sagði hann á föstudag þegar nýjar reglur tóku gildi í landinu. Á Ítalíu þarf fólk nú að færa sönnur fyrir því að það hafi þegið allavega einn skammt bóluefnis ef það vill borða innandyra á veitingastöðum, fara í líkamsrækt eða fara inn á samkomustaði. Yfirvöld í Evrópu segja góðan árangur í bólusetningu á Ítalíu og annars staðar í álfunni vera ríkisreknum heilbrigðiskerfum og trausti almennings á bóluefnum. Hæg byrjun betri að leikslokum Dr. Peter Liese, þýskur evrópuþingmaður, segir hæga byrjun bólusetninga innan ESB hafi borgað sig þar sem almenningur í Evrópu treysti bóluefninu betur fyrir vikið. „Ég er sannfærður um að við höfum góð rök til að útskýra fyrir fólki sem er efins um ágæti bóluefnisins að það hafi verið almennilega rannsakað í Evrópu,“ segir hann. „Nú er auðséð að ekki einungis hraði bólusetninga í byrjun heldur líka langtímaáætlun skipti miklu máli,“ bætti hann við. Bandaríkjamenn stíga á bremsuna Mikið hefur dregið úr hraða bólusetninga í Bandaríkjunum síðan hann náði hámarki. Í apríl síðastliðnum voru 3,4 milljónir skammta bóluefnis gefnir í Bandaríkjunum á degi hverjum en nú eru einungis 600 þúsund skammtar gefnir á dag. Talið er að upplýsingaóreiða og flokkspólitík stuðli að því að mikill fjöldi Bandaríkjamanna vilji ekki þiggja bóluefni. Teikn eru á lofti um að eins gæti farið fyrir bólusetningarherferðinni í Evrópu. Frá því að bólusetningar náðu hámarki í Þýskalandi í maí, þegar ein milljón skammta var gefin á dag, hefur fjöldi bólusetninga á dag helmingast. Evrópusambandið Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Fleiri fréttir Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Sjá meira
Um miðjan febrúar síðastliðinn höfðu einungis fjögur prósent íbúa ESB fengið bóluefni. Á sama tíma var tólf prósent bandarísku þjóðarinnar hálf- eða fullbólusett. Á Ítalíu, þar sem 63 prósent tólf ára og eldri eru fullbólusett, var forsætisráðherrann Mario Draghi sigurreifur. „Ég sagði að ég vildi ekki fagna sigri, en það verður að segjast að Ítalía hefur bólusett stærri hluta íbúa en Frakkland, Þýskaland og Bandaríkin,“ sagði hann á föstudag þegar nýjar reglur tóku gildi í landinu. Á Ítalíu þarf fólk nú að færa sönnur fyrir því að það hafi þegið allavega einn skammt bóluefnis ef það vill borða innandyra á veitingastöðum, fara í líkamsrækt eða fara inn á samkomustaði. Yfirvöld í Evrópu segja góðan árangur í bólusetningu á Ítalíu og annars staðar í álfunni vera ríkisreknum heilbrigðiskerfum og trausti almennings á bóluefnum. Hæg byrjun betri að leikslokum Dr. Peter Liese, þýskur evrópuþingmaður, segir hæga byrjun bólusetninga innan ESB hafi borgað sig þar sem almenningur í Evrópu treysti bóluefninu betur fyrir vikið. „Ég er sannfærður um að við höfum góð rök til að útskýra fyrir fólki sem er efins um ágæti bóluefnisins að það hafi verið almennilega rannsakað í Evrópu,“ segir hann. „Nú er auðséð að ekki einungis hraði bólusetninga í byrjun heldur líka langtímaáætlun skipti miklu máli,“ bætti hann við. Bandaríkjamenn stíga á bremsuna Mikið hefur dregið úr hraða bólusetninga í Bandaríkjunum síðan hann náði hámarki. Í apríl síðastliðnum voru 3,4 milljónir skammta bóluefnis gefnir í Bandaríkjunum á degi hverjum en nú eru einungis 600 þúsund skammtar gefnir á dag. Talið er að upplýsingaóreiða og flokkspólitík stuðli að því að mikill fjöldi Bandaríkjamanna vilji ekki þiggja bóluefni. Teikn eru á lofti um að eins gæti farið fyrir bólusetningarherferðinni í Evrópu. Frá því að bólusetningar náðu hámarki í Þýskalandi í maí, þegar ein milljón skammta var gefin á dag, hefur fjöldi bólusetninga á dag helmingast.
Evrópusambandið Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Fleiri fréttir Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Sjá meira