Fótbolti

PSG fékk Messi frítt en greiðir himinhá laun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi fær yfir tíu milljónir í laun á dag næstu tvö árin.
Lionel Messi fær yfir tíu milljónir í laun á dag næstu tvö árin. Eric Alonso/Getty Images

Lionel Messi hefur samþykkt tveggja ára samning við franska félagið Paris Saint Germain sem fær argentínska snillinginn á frjálsri sölu. PSG þarf hins vegar að borga honum stórar upphæðir fyrir þjónustu hans inn á vellinum.

Erlendir fréttamiðlar hafa verið duglegir að grafa upp raunatölurnar í nýja samningnum hjá Messi.

Áður hafði komið fram að Messi væri að fá 31,5 milljónir evra fyrir skatt eða um 25 milljónir evra eftir skatt.

Heimildir herma að Messi sé að fá 75 milljónir evra fyrir þessi tvö tímabil en að auki fái hann 25 milljónir evra, 3,7 milljarða íslenskra króna, í bónus fyrir að skrifa undir samninginn.

Þegar allt er tekið saman þá mun Messi fá um 481 þúsund evrur í vikulaun eða 71,5 milljónir íslenskra króna.

Það þýðir að hann er að fá tæpar 69 þúsund evrur á dag og 2862 evrur á klukkutímann.

Það gerir 10,2 milljónir á dag og 425 þúsund krónur á tímann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×