Fótbolti

Amanda og Ingibjörg áfram í bikarnum eftir stórsigur

Valur Páll Eiríksson skrifar
Amanda var í byrjunarliðinu í kvöld.
Amanda var í byrjunarliðinu í kvöld. Vegard Wivestad Grott / BILDBYRAN

Vålerenga vann 6-0 sigur á Ull/Kisa í 2. umferð norsku bikarkeppninni í fótbolta í kvöld og komst þar með áfram í næstu umferð. Hin unga Amanda Jacobsen Andradóttir var í byrjunarliði Vålerenga en Ingibjörg Sigurðardóttir fékk hvíld.

Vålerenga er ríkjandi Noregsmeistari og gat leyft sér að gefa óreyndari leikmönnum tækifæri er liðið heimsótti neðrideildarlið Ull/Kisa í kvöld.

Hin 17 ára gamla Amanda Jacobsen Andradóttir var í byrjunarliði liðsins en hún skipti til Noregs frá Nordsjælland í Danmörku í lok síðasta árs. Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir var hins vegar ekki í liðinu og var hvíld í kvöld.

Vålerenga átti ekki í miklum vandræðum með mótherja sinn í kvöld og vann öruggan 6-0 sigur. Liðið er því komið áfram í næstu umferð bikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×