Fundu mann sem var í stúkunni í síðasta leik Brentford í efstu deild fyrir 74 árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2021 14:01 Ungur stuðningsmaður Brentford hvetur liðið sitt áfram á Wembley í vor. Hann er á svipuðum aldrei og Derek Burridge var á síðasta leik Brentford liðsins í efstu deild vorið 1947. Getty/Catherine Ivill Derek Burridge er harður stuðningsmaður Brentford liðsins og í kvöld endar meira en sjö áratuga bið hans þegar liðið spilar sinn fyrsta leik í efstu deild á Englandi síðan 1947. Burridge er nú 88 ára gamall en hann var í stúkunni þegar Brentford spilaði fyrst í deild þeirra bestu fyrir 74 árum síðan. Hann ætlar að mæta á leikinn í kvöld. Leikurinn sem um ræðir var naumt tap á heimavelli á móti Arsenal 26. maí 1947 en mótherjarnir í fyrsta leiknum í allan þennan tíma eru einmitt Arsenal menn. Svo skemmtilega vill til að Derek ólst upp í húsi númer 69 á Lionel Road en Brentford byggði nýja heimavöllinn sinn á hinum enda götunnar. Þetta verður annað tímabil Brentford á hinum sautján þúsund manna Brentford Community leikvangi en félagið lék á Griffin Park frá 1904 til 2020. Guardian fann hinn næstum níræða Burridge og ræddi við hann um Brentford og bæði gömlu og nýju tímana. Það má nálgast viðtalið við hann hér. „Ég sé ekki hvernig er hægt að styðja tvö félög, allavega ekki almennilega. Það hefur alltaf verið eitt félag hjá mér. Ég hef notið þess sama hvernig hefur gengið. Ef þú styður félag þá styður þú það í gegnum súrt og sætt. Það verður hluti af þínu lífi. Ekki þannig: Ég ætla að hætta að styðja liðið mitt af því að það er búið að tapa svo mörgum leikjum. Það er einn af hápunktum lífsins að vera Brentford maður í gegn,“ sagði Derek Burridge við blaðamann Guardian. En hvernig líst honum á fyrsta tímabilið í efstu deild í allan þennan tíma? „Ég held að við endum um miðja töflu. Ég held að við getum alveg spilað í þessari deild og ég hlakka mikið til,“ sagði Derek sem hefur verið stuðningsmaður Brentford liðsins í 78 ár. Geri aðrir betur. Enski boltinn England Bretland Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Sjá meira
Burridge er nú 88 ára gamall en hann var í stúkunni þegar Brentford spilaði fyrst í deild þeirra bestu fyrir 74 árum síðan. Hann ætlar að mæta á leikinn í kvöld. Leikurinn sem um ræðir var naumt tap á heimavelli á móti Arsenal 26. maí 1947 en mótherjarnir í fyrsta leiknum í allan þennan tíma eru einmitt Arsenal menn. Svo skemmtilega vill til að Derek ólst upp í húsi númer 69 á Lionel Road en Brentford byggði nýja heimavöllinn sinn á hinum enda götunnar. Þetta verður annað tímabil Brentford á hinum sautján þúsund manna Brentford Community leikvangi en félagið lék á Griffin Park frá 1904 til 2020. Guardian fann hinn næstum níræða Burridge og ræddi við hann um Brentford og bæði gömlu og nýju tímana. Það má nálgast viðtalið við hann hér. „Ég sé ekki hvernig er hægt að styðja tvö félög, allavega ekki almennilega. Það hefur alltaf verið eitt félag hjá mér. Ég hef notið þess sama hvernig hefur gengið. Ef þú styður félag þá styður þú það í gegnum súrt og sætt. Það verður hluti af þínu lífi. Ekki þannig: Ég ætla að hætta að styðja liðið mitt af því að það er búið að tapa svo mörgum leikjum. Það er einn af hápunktum lífsins að vera Brentford maður í gegn,“ sagði Derek Burridge við blaðamann Guardian. En hvernig líst honum á fyrsta tímabilið í efstu deild í allan þennan tíma? „Ég held að við endum um miðja töflu. Ég held að við getum alveg spilað í þessari deild og ég hlakka mikið til,“ sagði Derek sem hefur verið stuðningsmaður Brentford liðsins í 78 ár. Geri aðrir betur.
Enski boltinn England Bretland Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Sjá meira