Ekki sé hægt að segja Afgönum að sjá um sig sjálfir Árni Sæberg og Birgir Olgeirsson skrifa 14. ágúst 2021 19:27 Árni Arnþórsson á fundi með dómsmálaráðherra Afganistan. Aðsend Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor American University of Afghanistan, segir gífurlega erfitt að geta ekkert gert fyrir samstarfsfólk sitt sem grátbiður hann um að bjarga sér því það veit að líf þess gæti endað á næstu dögum vegna uppgangs Talíbana í Afganistan. Umheimurinn geti ekki lokað augunum fyrir því sem er að henda í landinu. Hann segir að Talíbanar séu ofstækisfólk, þeir túlki Kóraninn á þann veg að karlmenn eigi að fara með öll völd og að konur eigi ekki að hafa nein réttindi. Hann segir að Talíbanar telji að aðrir en múslimar séu réttdræpir og að það réttarfar sem þeir vilja sé mjög harkalegt. Til dæmis telji þeir að þeir sem gerist sekir um guðlast skuli drepnir. Þá segir Árni að undir stjórn Talíbana myndu konur, sem er nauðgað af karlmönnum, vera drepnar enda telja Talíbanar að nauðgun sé konunni að kenna. Undantekning ef konur mega mennta sig Árni segir að undir stjórn Talíbana megi afganskar konur ekki ganga menntaveginn nema upp í sjötta bekk grunnskóla. Þó séu gerðar undantekningar og örfáum konum leyft að mennta sig til að verða kennarar eða læknar að öðru leiti fái þær ekki að mennta sig. Hann segir líklegt að konur sem starfa í American University of Afghanistan verði drepnar ef Talíbanar ná völdum í Afganistan. Árni segir ekki ólíklegt að fjölskyldur þeirra yrðu einnig drepnar. Fer ekki aftur til Afganistan Árni hefur starfað í Kabúl í þrjú ár en hann segist ekki munu fara aftur til Afganistan eins og staðan er núna. Hann segir að sex erlendir starfsmenn American University of Afghanistan séu enn í Kabúl en að unnið sé að því að koma þeim úr landi. Skólasvæðið sé almennt mjög vel varið en ekki sé talið að unnt sé að tryggja öryggi útlendinga. Skólinn sé eina verkefni Bandaríkjamanna sem hefur gengið upp Árni segir að American University of Afghanistan sé eina verkefni Bandaríkjamanna í Afganistan sem hefur gengið. Hann segir öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum hafa játað að svo væri. Skólinn hefur menntað þúsundir Afgana en Árni segir að það sé ekki nóg og að nauðsynlegt sé að styðja Afgana betur í baráttunni við Talíbana. Afganistan Tengdar fréttir Nálgast Kabúl óðfluga Alþjóðasamfélagið er uggandi vegna stórsóknar Talíbana í Afganistan. Þeir hafa umkringt höfuðborgina en þjóðir heimsins reyna hvað þær geta að koma fólki í burtu. 14. ágúst 2021 14:03 Yfirráð Talíbana verði aldrei viðurkennd Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir framsókn Talíbana í Afganistan grafalvarlegt mál sem alþjóðasamfélagið verði að bregðast við. Neyðarstjórn Nató fundaði um stöðuna í dag en yfirráð Talíbana verða aldrei viðurkennd af bandalaginu. 13. ágúst 2021 18:36 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Sjá meira
Hann segir að Talíbanar séu ofstækisfólk, þeir túlki Kóraninn á þann veg að karlmenn eigi að fara með öll völd og að konur eigi ekki að hafa nein réttindi. Hann segir að Talíbanar telji að aðrir en múslimar séu réttdræpir og að það réttarfar sem þeir vilja sé mjög harkalegt. Til dæmis telji þeir að þeir sem gerist sekir um guðlast skuli drepnir. Þá segir Árni að undir stjórn Talíbana myndu konur, sem er nauðgað af karlmönnum, vera drepnar enda telja Talíbanar að nauðgun sé konunni að kenna. Undantekning ef konur mega mennta sig Árni segir að undir stjórn Talíbana megi afganskar konur ekki ganga menntaveginn nema upp í sjötta bekk grunnskóla. Þó séu gerðar undantekningar og örfáum konum leyft að mennta sig til að verða kennarar eða læknar að öðru leiti fái þær ekki að mennta sig. Hann segir líklegt að konur sem starfa í American University of Afghanistan verði drepnar ef Talíbanar ná völdum í Afganistan. Árni segir ekki ólíklegt að fjölskyldur þeirra yrðu einnig drepnar. Fer ekki aftur til Afganistan Árni hefur starfað í Kabúl í þrjú ár en hann segist ekki munu fara aftur til Afganistan eins og staðan er núna. Hann segir að sex erlendir starfsmenn American University of Afghanistan séu enn í Kabúl en að unnið sé að því að koma þeim úr landi. Skólasvæðið sé almennt mjög vel varið en ekki sé talið að unnt sé að tryggja öryggi útlendinga. Skólinn sé eina verkefni Bandaríkjamanna sem hefur gengið upp Árni segir að American University of Afghanistan sé eina verkefni Bandaríkjamanna í Afganistan sem hefur gengið. Hann segir öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum hafa játað að svo væri. Skólinn hefur menntað þúsundir Afgana en Árni segir að það sé ekki nóg og að nauðsynlegt sé að styðja Afgana betur í baráttunni við Talíbana.
Afganistan Tengdar fréttir Nálgast Kabúl óðfluga Alþjóðasamfélagið er uggandi vegna stórsóknar Talíbana í Afganistan. Þeir hafa umkringt höfuðborgina en þjóðir heimsins reyna hvað þær geta að koma fólki í burtu. 14. ágúst 2021 14:03 Yfirráð Talíbana verði aldrei viðurkennd Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir framsókn Talíbana í Afganistan grafalvarlegt mál sem alþjóðasamfélagið verði að bregðast við. Neyðarstjórn Nató fundaði um stöðuna í dag en yfirráð Talíbana verða aldrei viðurkennd af bandalaginu. 13. ágúst 2021 18:36 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Sjá meira
Nálgast Kabúl óðfluga Alþjóðasamfélagið er uggandi vegna stórsóknar Talíbana í Afganistan. Þeir hafa umkringt höfuðborgina en þjóðir heimsins reyna hvað þær geta að koma fólki í burtu. 14. ágúst 2021 14:03
Yfirráð Talíbana verði aldrei viðurkennd Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir framsókn Talíbana í Afganistan grafalvarlegt mál sem alþjóðasamfélagið verði að bregðast við. Neyðarstjórn Nató fundaði um stöðuna í dag en yfirráð Talíbana verða aldrei viðurkennd af bandalaginu. 13. ágúst 2021 18:36