Innlent

Nýjasta gosopið í góðum gír

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Litla opið er í fullu fjöri.
Litla opið er í fullu fjöri. Skjáskot

Þótt það sé lítið er góður gangur í nýjasta gosopinu í eldgosinu við Fagradalsfjalli, líkt og sjá má í beinni vefútsendingu Vísis frá gosstöðvunum.

Líkt og Vísir sagði frá fyrr í kvöld varð það ljóst í dag að það sem áður var talið vera gat í stóra gígbarminum er í raun sjálfstætt gosop. Þar flæðir nú hraunið upp um hið litla op.

Bent er á það á Facebook-síðu Eldfjalla- og náttúruvárhóp Suðurlands að hraunstrýtan hafi vaxið hratt í dag en eins og sjá má á vefmyndavél Vísis er hún nú orðin örlítið hærri en gígbarmur aðalgígsins.

„Strýtan er jafnframt orðin nokkuð brött og ætti ekki að koma á óvart ef hún hrynur niður, líkt og gerðist reglulega í upphafi eldsumbrotana,“ segir í færslu hópsins.

Horfa má á beina útsendingu Vísis frá gosstöðvunum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Vonar að eldgosinu í Geldingadölum fari að ljúka

Lögreglan á Suðurnesjum hefur áhyggjur af langvarandi álagi á viðbragðsaðila vegna eldgossins í Geldingadölum sem staðið hefur í um fimm mánuði. Ekki eru áhyggjurnar minni af ferðalöngum sem hætta sér út á nýstorknað yfirborð hraunsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×