Innlent

Leik­skóla lokað út vikuna og allir í sótt­kví

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
25 nemendur eru nú í sóttkví og 10 kennarar.
25 nemendur eru nú í sóttkví og 10 kennarar. vísir/Vilhelm Gunnarsson

Allir nem­endur og kennarar á leik­skólanum á Seyðis­firði eru komnir í sótt­kví eftir að nemandi í skólanum greindist með kórónuveiruna síðasta mánu­dag. Leik­skólanum hefur því verið lokað fram á næsta mánu­dag þegar sótt­kvínni lýkur.

Þetta stað­festir Þórunn Hrund Ólafs­dóttir, skóla­stjóri leik­skólans, við Vísi í kvöld. „Það kom upp smit hjá barni á leik­skóla­deildinni og við þurftum öll að fara í sótt­kví,“ segir hún. Börnin eru 25 og kennararnir 10.

Spurð hvort hún óttist að svona eigi skóla­árið eftir að verða; ein og ein vika falli út þar sem allir verði að fara í sótt­kví segist hún auð­vitað vona að svo veðri ekki.

„Við höfum nú sloppið hingað til. Við vonumst bara til þess að þetta verði til þess að forða okkur frá því að þetta gerist aftur,“ segir hún.

Öll börnin og kennararnir fóru í sýna­töku í dag og eiga að fá niður­stöður úr henni á morgun.


Tengdar fréttir

Vilja skoða önnur úr­ræði vegna sótt­kvíar barna

Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er velt upp hvort ekki sé hægt að beita vægari úrræðum en sóttkví heilu bekkjanna og árganganna þegar smit koma upp í skólum. Hraðpróf hljóti að koma til álita ef ekki eigi að lama skólastarf ítrekað í vetur, og þar með samfélagið allt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×