Sér ekki hvernig hefði verið hægt að komast hjá ringulreið á flugvellinum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. ágúst 2021 00:01 Biden segir að um 50 til 65 þúsund Afganar vilji flýja land með fjölskyldur sínar með hjálp Bandaríkjamanna. getty/Anna Moneymaker Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að það sé vel hugsanlegt að bandarískir hermenn verði lengur í Afganistan en til 31. ágúst ef ekki hefur tekist að koma öllum Bandaríkjamönnum úr landinu fyrir þann tíma. Hann sér ekki hvernig hægt hefði verið að komast hjá ringulreið á flugvellinum í Kabúl síðasta mánudag. Forsetinn sagði í viðtali hjá miðlinum ABC í dag að hann væri staðráðinn í því að koma öllum borgurum sínum frá landinu eftir valdatöku talibana. Spurður hvort Bandaríkjamenn úti geti þá reiknað með að bandarískt herlið verði úti fram í september sagði Biden: „Nei, Bandaríkjamenn verða að skilja að við erum að reyna að klára brottflutning allra fyrir 31. ágúst. Ef það verða enn bandarískir ríkisborgarar eftir þá verðum við að bíða og ná þeim öllum burtu.“ Óljóst er hvort þetta nái einnig til þeirra Afgana sem hafa unnið náið með Bandaríkjamönnum í stríðinu en Biden segist gera ráð fyrir því að um 50 til 65 þúsund Afganar séu að reyna að komast úr landi með fjölskyldur sínar. Til að hægt verði að koma þeim öllum burt fyrir lok mánaðar segir hann að Bandaríkjamenn verði að auka í ferðir sínar til og frá flugvellinum. Hann var þá spurður í viðtalinu hvað hefði farið úrskeiðis á flugvellinum á mánudag þegar upplausn greip um sig. Um 640 Afganar tróðu sér þá til dæmis í C-17 herflutningavél Bandaríkjamanna sem ákváðu að taka á loft með þá um borð í stað þess að reyna að reka þá út. Einhverjir reyndu að hanga utan á vélinni en féllu til jarðar skömmu eftir flugtak og létu lífið. „Ég held ekki að þetta hafi verið nein mistök,“ sagði Biden og bætti svo við síðar í viðtalinu þegar hann var spurður nánar út í þetta: „Nei, ég held ekki að það hefði verið hægt að gera neitt betur þarna. Hugmyndin um að það hefði verið hægt að komast burt án þess að það gripi um sig ringulreið… ég sé ekki hvernig það hefði átt að gerast.“ Afganistan Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Vonsvikinn og leitar svara um móttöku afgansks flóttafólks Afgani sem er búsettur hér á landi tekur lítið mark á yfirlýsingum Talibana um betrun. Hann kallar eftir að íslensk stjórnvöld marki skýra stefnu í móttöku flóttafólks og segist alls staðar hafa komið að lokuðum dyrum hjá íslenskum stjórnvöldum. 18. ágúst 2021 18:31 Heilagir nemendur í þrjátíu ár Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum á höfuðborginni Kabúl og í raun landinu öllu. Þetta er fyrsta sinn í tuttugu ár sem Talibanar hafa haft raunveruleg völd í Afganistan eftir að þeir voru hraktir á brott af her Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001. 18. ágúst 2021 06:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Forsetinn sagði í viðtali hjá miðlinum ABC í dag að hann væri staðráðinn í því að koma öllum borgurum sínum frá landinu eftir valdatöku talibana. Spurður hvort Bandaríkjamenn úti geti þá reiknað með að bandarískt herlið verði úti fram í september sagði Biden: „Nei, Bandaríkjamenn verða að skilja að við erum að reyna að klára brottflutning allra fyrir 31. ágúst. Ef það verða enn bandarískir ríkisborgarar eftir þá verðum við að bíða og ná þeim öllum burtu.“ Óljóst er hvort þetta nái einnig til þeirra Afgana sem hafa unnið náið með Bandaríkjamönnum í stríðinu en Biden segist gera ráð fyrir því að um 50 til 65 þúsund Afganar séu að reyna að komast úr landi með fjölskyldur sínar. Til að hægt verði að koma þeim öllum burt fyrir lok mánaðar segir hann að Bandaríkjamenn verði að auka í ferðir sínar til og frá flugvellinum. Hann var þá spurður í viðtalinu hvað hefði farið úrskeiðis á flugvellinum á mánudag þegar upplausn greip um sig. Um 640 Afganar tróðu sér þá til dæmis í C-17 herflutningavél Bandaríkjamanna sem ákváðu að taka á loft með þá um borð í stað þess að reyna að reka þá út. Einhverjir reyndu að hanga utan á vélinni en féllu til jarðar skömmu eftir flugtak og létu lífið. „Ég held ekki að þetta hafi verið nein mistök,“ sagði Biden og bætti svo við síðar í viðtalinu þegar hann var spurður nánar út í þetta: „Nei, ég held ekki að það hefði verið hægt að gera neitt betur þarna. Hugmyndin um að það hefði verið hægt að komast burt án þess að það gripi um sig ringulreið… ég sé ekki hvernig það hefði átt að gerast.“
Afganistan Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Vonsvikinn og leitar svara um móttöku afgansks flóttafólks Afgani sem er búsettur hér á landi tekur lítið mark á yfirlýsingum Talibana um betrun. Hann kallar eftir að íslensk stjórnvöld marki skýra stefnu í móttöku flóttafólks og segist alls staðar hafa komið að lokuðum dyrum hjá íslenskum stjórnvöldum. 18. ágúst 2021 18:31 Heilagir nemendur í þrjátíu ár Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum á höfuðborginni Kabúl og í raun landinu öllu. Þetta er fyrsta sinn í tuttugu ár sem Talibanar hafa haft raunveruleg völd í Afganistan eftir að þeir voru hraktir á brott af her Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001. 18. ágúst 2021 06:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Vonsvikinn og leitar svara um móttöku afgansks flóttafólks Afgani sem er búsettur hér á landi tekur lítið mark á yfirlýsingum Talibana um betrun. Hann kallar eftir að íslensk stjórnvöld marki skýra stefnu í móttöku flóttafólks og segist alls staðar hafa komið að lokuðum dyrum hjá íslenskum stjórnvöldum. 18. ágúst 2021 18:31
Heilagir nemendur í þrjátíu ár Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum á höfuðborginni Kabúl og í raun landinu öllu. Þetta er fyrsta sinn í tuttugu ár sem Talibanar hafa haft raunveruleg völd í Afganistan eftir að þeir voru hraktir á brott af her Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001. 18. ágúst 2021 06:00