Klopp biður stuðningsfólk Liverpool um að hætta níðsöngvum um samkynhneigð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2021 15:01 Klopp á hliðarlínunni um helgina. John Powell/Getty Images Jurgen Klopp, þjálfari enska knattspyrnuliðsins Liverpool, hefur beðið stuðningsfólk félagsins um að hætta öllum hómófóbískum söngvum. Slíkir söngvum var beint að Billy Gilmour, leikmanni Norwich City, í leik liðanna um liðna helgi. Liverpool vann þægilegan 3-0 útisigur á nýliðum Norwich City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar sem fram fór síðustu helgi. Frammistaðan inn á vellinum var frábær og þó það sé frábært að áhorfendur séu mættir í stúkuna á nýjan leik tókst stuðningsfólki Liverpool að setja svartan blett á sigurinn. Hómófóbískum söngvum var beint að Billy Gilmour, miðjumanni Norwich. Klopp fordæmir slíka hegðun og hefur beðið stuðningsfólk Liverpool vinsamlegast að hætta að syngja slíka söngva. Liverpool manager Jurgen Klopp has condemned homophobic chanting by supporters aimed at Norwich's on-loan midfielder Billy Gilmour at Carrow Road on Saturday.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 19, 2021 Klopp ræddi við Kop Out, LGBT+ stuðningshóp Liverpool, um málið. „Af hverju að syngja lag sem er gegn einhverju á fótboltavellinum. Ég hef aldrei skilið það. Sérstaklega ekki í okkar tilfelli, við erum líklega með bestu söngbók í heimi. Það er mjög auðveld ákvörðun að ákveða að syngja ekki söngva sem þessa aftur.“ „Ég heyrði söngvana, þeir eru óþarfi. Það lætur fólki líða illa með stuðningshóp okkar. Fyrir mér þýðir það að slíkir söngvar ættu ekki að vera sungnir áfram. Ég virkilega trúi því að það sé auðveld ákvörðun (að hætta að syngja níðsöngva) og það ætti að vera það.“ „Ég er ekki viss um að fólk hlusti á mig en það væri ágætt í þessu tilfelli. Ég vil aldrei heyra þetta aftur. Frá sjónarhóli leikmanna og þjálfara get ég sagt að slíkir söngvar hjálpa okkur ekki neitt. Þeir eru sóun á tíma þar sem við hlustum ekki á þá.“ Jürgen Klopp met with @LFC_LGBT this week to discuss the incident of homophobic chanting at Norwich City. The pair discuss the impact of such chants on LGBT+ supporters, why they should not occur again, and the importance of inclusivity. #RedTogether pic.twitter.com/J5Axce1PqR— Liverpool FC (@LFC) August 19, 2021 „Jákvæðir söngvar um Bobby Firmino, Mo Salah eða You´ll Never Walk Alone, þeir gefa okkur byr í seglin. Þeir gefa okkur gæsahúð. Níðsöngvar eru hins vegar alger sóun á tíma,“ sagði Klopp að endingu. Fótbolti Enski boltinn Hinsegin Mest lesið Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Fótbolti „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Körfubolti Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fótbolti „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ Körfubolti Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Fótbolti Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fótbolti Dagskráin í dag: HM í pílukasti og Körfuboltakvöld í Minigarðinum Sport „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Körfubolti Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Ekkert lið fengið færri stig en City Nunes valinn maður leiksins hjá BBC Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“ Úlfarnir búnir að finna manninn sem á að bjarga þeim Sendi Walker pillu: „Óskarinn fer til ...“ Segja að Alexander-Arnold hafi hafnað þremur tilboðum frá Liverpool Þórir vildi Haaland í handboltann „Ég er ekki að standa mig vel“ Sjá meira
Liverpool vann þægilegan 3-0 útisigur á nýliðum Norwich City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar sem fram fór síðustu helgi. Frammistaðan inn á vellinum var frábær og þó það sé frábært að áhorfendur séu mættir í stúkuna á nýjan leik tókst stuðningsfólki Liverpool að setja svartan blett á sigurinn. Hómófóbískum söngvum var beint að Billy Gilmour, miðjumanni Norwich. Klopp fordæmir slíka hegðun og hefur beðið stuðningsfólk Liverpool vinsamlegast að hætta að syngja slíka söngva. Liverpool manager Jurgen Klopp has condemned homophobic chanting by supporters aimed at Norwich's on-loan midfielder Billy Gilmour at Carrow Road on Saturday.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 19, 2021 Klopp ræddi við Kop Out, LGBT+ stuðningshóp Liverpool, um málið. „Af hverju að syngja lag sem er gegn einhverju á fótboltavellinum. Ég hef aldrei skilið það. Sérstaklega ekki í okkar tilfelli, við erum líklega með bestu söngbók í heimi. Það er mjög auðveld ákvörðun að ákveða að syngja ekki söngva sem þessa aftur.“ „Ég heyrði söngvana, þeir eru óþarfi. Það lætur fólki líða illa með stuðningshóp okkar. Fyrir mér þýðir það að slíkir söngvar ættu ekki að vera sungnir áfram. Ég virkilega trúi því að það sé auðveld ákvörðun (að hætta að syngja níðsöngva) og það ætti að vera það.“ „Ég er ekki viss um að fólk hlusti á mig en það væri ágætt í þessu tilfelli. Ég vil aldrei heyra þetta aftur. Frá sjónarhóli leikmanna og þjálfara get ég sagt að slíkir söngvar hjálpa okkur ekki neitt. Þeir eru sóun á tíma þar sem við hlustum ekki á þá.“ Jürgen Klopp met with @LFC_LGBT this week to discuss the incident of homophobic chanting at Norwich City. The pair discuss the impact of such chants on LGBT+ supporters, why they should not occur again, and the importance of inclusivity. #RedTogether pic.twitter.com/J5Axce1PqR— Liverpool FC (@LFC) August 19, 2021 „Jákvæðir söngvar um Bobby Firmino, Mo Salah eða You´ll Never Walk Alone, þeir gefa okkur byr í seglin. Þeir gefa okkur gæsahúð. Níðsöngvar eru hins vegar alger sóun á tíma,“ sagði Klopp að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Hinsegin Mest lesið Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Fótbolti „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Körfubolti Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fótbolti „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ Körfubolti Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Fótbolti Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fótbolti Dagskráin í dag: HM í pílukasti og Körfuboltakvöld í Minigarðinum Sport „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Körfubolti Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Ekkert lið fengið færri stig en City Nunes valinn maður leiksins hjá BBC Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“ Úlfarnir búnir að finna manninn sem á að bjarga þeim Sendi Walker pillu: „Óskarinn fer til ...“ Segja að Alexander-Arnold hafi hafnað þremur tilboðum frá Liverpool Þórir vildi Haaland í handboltann „Ég er ekki að standa mig vel“ Sjá meira