Sofia Vergara opnar sig um baráttu við krabbamein Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. ágúst 2021 21:10 Modern Family-leikkonan Sofia Vergara var kynnir á fjáröfluninni Stand Up to Cancer sem fór fram um helgina. Þar opnaði hún sig um baráttu við skjaldkirtilskrabbamein. Getty/Jon Kopaloff Leikkonan Sofia Vergara opnaði sig nýlega um að hafa greinst með skjaldkirtilskrabbamein þegar hún var 28 ára gömul. Vergara sagði frá þessu þegar hún var kynnir á Stand Up to Cancer fjáröfluninni sem haldin var um helgina. „Ég var 28 ára gömul í reglubundinni heimsókn hjá lækni þegar læknirinn fann knút í hálsinum á mér. Það voru gerðar margar rannsóknir á mér og var mér loksins tilkynnt að ég væri með skjaldkirtilskrabbamein,“ segir Modern Family-leikkonan. „Þegar þú ert ungur og heyrir þetta orð - krabbamein - fer hugurinn á svo marga staði.“ Þegar Vergara greindist var ferill hennar rétt að hefjast og bjó hún ein ásamt tíu ára gömlum syni sínum í Miami. Hún reyndi því að halda ró sinni og ákvað að fræða sig. „Ég las allar bækur og lærði allt sem ég gat um þetta.“ Vergara lét fjarlægja skjaldkirtilinn en það dugði þó ekki til að fjarlægja krabbameinið alveg. Hún þurfti því að undirgangast geislameðferð. „Ég lærði margt á þessum tíma, ekki bara um skjaldkirtilskrabbamein, heldur líka það að á erfiðum tímum er betra að standa saman. Við höfum öll séð mátt samstöðunnar á þessu síðasta ári.“ Í dag er 21 ár síðan Vergara greindist og er hún í dag á lyfjum sem hjálpa líkama hennar að viðhalda eðlilegum efnaskiptum eftir að skjaldkirtillinn var fjarlægður. Vergara er mikill talsmaður krabbameinssjúklinga og gerir leggur sitt af mörkum til þess að styrkja málefnið. Hún var kynnir á Stand Up to Cancer fjáröfluninni ásamt leikurunum Anthony Anderson, Ken Jeong og Tran Ho. Fjáröflunin gekk út á að safna fyrir rannsóknum og þróun meðferða við krabbameini. Hápunktur kvöldsins var flutningur söngkonunnar Taylor Simone Ledward Boseman á laginu I'll Be Seeing You sem hún tileinkaði eiginmanni sínum, Black Panther-leikaranum Chadwick Boseman. Hann lést á síðasta ári, aðeins 43 ára gamall, eftir baráttu við ristilkrabbamein. Hollywood Tengdar fréttir Black Panther-stjarnan látin Chadwick Boseman, leikarinn sem lék aðalhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther, er látinn. Boseman var aðeins 43 ára gamall. 29. ágúst 2020 07:33 Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira
„Ég var 28 ára gömul í reglubundinni heimsókn hjá lækni þegar læknirinn fann knút í hálsinum á mér. Það voru gerðar margar rannsóknir á mér og var mér loksins tilkynnt að ég væri með skjaldkirtilskrabbamein,“ segir Modern Family-leikkonan. „Þegar þú ert ungur og heyrir þetta orð - krabbamein - fer hugurinn á svo marga staði.“ Þegar Vergara greindist var ferill hennar rétt að hefjast og bjó hún ein ásamt tíu ára gömlum syni sínum í Miami. Hún reyndi því að halda ró sinni og ákvað að fræða sig. „Ég las allar bækur og lærði allt sem ég gat um þetta.“ Vergara lét fjarlægja skjaldkirtilinn en það dugði þó ekki til að fjarlægja krabbameinið alveg. Hún þurfti því að undirgangast geislameðferð. „Ég lærði margt á þessum tíma, ekki bara um skjaldkirtilskrabbamein, heldur líka það að á erfiðum tímum er betra að standa saman. Við höfum öll séð mátt samstöðunnar á þessu síðasta ári.“ Í dag er 21 ár síðan Vergara greindist og er hún í dag á lyfjum sem hjálpa líkama hennar að viðhalda eðlilegum efnaskiptum eftir að skjaldkirtillinn var fjarlægður. Vergara er mikill talsmaður krabbameinssjúklinga og gerir leggur sitt af mörkum til þess að styrkja málefnið. Hún var kynnir á Stand Up to Cancer fjáröfluninni ásamt leikurunum Anthony Anderson, Ken Jeong og Tran Ho. Fjáröflunin gekk út á að safna fyrir rannsóknum og þróun meðferða við krabbameini. Hápunktur kvöldsins var flutningur söngkonunnar Taylor Simone Ledward Boseman á laginu I'll Be Seeing You sem hún tileinkaði eiginmanni sínum, Black Panther-leikaranum Chadwick Boseman. Hann lést á síðasta ári, aðeins 43 ára gamall, eftir baráttu við ristilkrabbamein.
Hollywood Tengdar fréttir Black Panther-stjarnan látin Chadwick Boseman, leikarinn sem lék aðalhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther, er látinn. Boseman var aðeins 43 ára gamall. 29. ágúst 2020 07:33 Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira
Black Panther-stjarnan látin Chadwick Boseman, leikarinn sem lék aðalhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther, er látinn. Boseman var aðeins 43 ára gamall. 29. ágúst 2020 07:33