Miðjumaður Spánarmeistara Atlético orðaður við Man Utd og Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2021 16:31 „Hleypið mér út úr þessu partýi,“ er Saúl eflaust að hugsa hér. Denis Doyle/Getty Images Það virðist nær öruggt að Saúl Ñíguez, miðjumaður Spánarmeistara Atlético Madríd, yfirgefi félagið áður en félagaskiptiglugginn lokar í Evrópu þann 2. september. Saúl er sterklega orðaður við bæði Manchester United og Chelsea. Hinn 26 ára gamli Saúl hefur verið orðaður frá Atlético í sumar og England alltaf talið líklegasti áfangastaðurinn. Nú hefur miðjumaðurinn sagt forráðamönnum Spánarmeistaranna að hann vilji komast frá liðinu áður en glugginn loki. Talið er að Evrópumeistarar Chelsea og Man United séu mjög áhugasöm. Síðarnefnda liðið hefur fylgst með leikmanninum og gaf hann til kynna að hann gæti verið að skipta um félag fyrir rúmu ári síðan. Allt kom þó fyrir ekki. Ensku félögin vilja bæði fá leikmanninn á láni út tímabilið og hafa svo forkaupsrétt á honum næsta sumar. Talið er að hann myndi þá kosta milli 35 til 40 milljónir evra en einnig þyrftu félögin að punga út nokkrum milljónum til að fá hann á láni. Hjá Man Utd ætti Saúl að styrkja miðsvæði liðsins enn frekar og líklega að sjá til þess að Nemanja Matic byrji ekki fleiri leiki það sem eftir lifir tímabils. Hjá Chelsea er aðeins flóknara að lesa í aðstæður en mögulega ætti Saúl að veita N‘Golo Kante samkeppni við hlið Jorginho eða einfaldlega taka sæti annars þeirra í byrjunarliðinu. Saúl is set to leave Atléti.Chelsea opened talks for Saúl days ago. There s official bid now on the table - loan with buy option. #CFCAlso Manchester United have asked for Saúl again in the last 24 hours, he s in the list with Camavinga. #MUFCHe s ready for PL move. pic.twitter.com/dAAFHzdiYq— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 24, 2021 Saúl hefur verið í lykilhlutverki hjá Atlético undanfarin ár og varð Spánarmeistari með liðinu á síðustu leiktíð. Þá á hann að baki 19 A-landsleiki fyrir Spán sem og fjölda leikja fyrir yngri landsliðin. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira
Hinn 26 ára gamli Saúl hefur verið orðaður frá Atlético í sumar og England alltaf talið líklegasti áfangastaðurinn. Nú hefur miðjumaðurinn sagt forráðamönnum Spánarmeistaranna að hann vilji komast frá liðinu áður en glugginn loki. Talið er að Evrópumeistarar Chelsea og Man United séu mjög áhugasöm. Síðarnefnda liðið hefur fylgst með leikmanninum og gaf hann til kynna að hann gæti verið að skipta um félag fyrir rúmu ári síðan. Allt kom þó fyrir ekki. Ensku félögin vilja bæði fá leikmanninn á láni út tímabilið og hafa svo forkaupsrétt á honum næsta sumar. Talið er að hann myndi þá kosta milli 35 til 40 milljónir evra en einnig þyrftu félögin að punga út nokkrum milljónum til að fá hann á láni. Hjá Man Utd ætti Saúl að styrkja miðsvæði liðsins enn frekar og líklega að sjá til þess að Nemanja Matic byrji ekki fleiri leiki það sem eftir lifir tímabils. Hjá Chelsea er aðeins flóknara að lesa í aðstæður en mögulega ætti Saúl að veita N‘Golo Kante samkeppni við hlið Jorginho eða einfaldlega taka sæti annars þeirra í byrjunarliðinu. Saúl is set to leave Atléti.Chelsea opened talks for Saúl days ago. There s official bid now on the table - loan with buy option. #CFCAlso Manchester United have asked for Saúl again in the last 24 hours, he s in the list with Camavinga. #MUFCHe s ready for PL move. pic.twitter.com/dAAFHzdiYq— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 24, 2021 Saúl hefur verið í lykilhlutverki hjá Atlético undanfarin ár og varð Spánarmeistari með liðinu á síðustu leiktíð. Þá á hann að baki 19 A-landsleiki fyrir Spán sem og fjölda leikja fyrir yngri landsliðin.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira