Sáttur á Spáni en NBA draumurinn lifir góðu lífi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2021 09:00 Tryggvi Snær í leik með íslenska landsliðinu. FIBA Landsliðsmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við spænska úrvalsdeildarliðið Zaragoza. Tryggvi Snær er á leiðinni inn í sitt fimmta tímabil á Spáni og er nokkuð sáttur með lífið. Þá er hann mjög spenntur fyrir komandi verkefnum með íslenska landsliðinu. „Ég er að fara inn í mitt fimmta tímabil á Spáni svo já það má með sanni segja að mér líði bara vel hérna,“ sagði hinn 23 ára gamli Tryggvi Snær þegar Vísir heyrði í honum til að fara yfir nýja samninginn, íslenska landsliðið og framtíðina. Hann var nýkominn heim af æfingu en ætlaði að skella sér í ræktina áður en þyrfti að mæta í leikmannamyndatöku fyrir komandi tímabil. „Það er víst bara hluti af þessu.“ „Spænskan er eins og hvað annað tungumál fyrir mér. Maður búinn að vera hérna í fjögur ár svo það er eins gott maður hafi lært eitthvað á öllum þeim tíma,“ svaraði risinn úr Bárðardalnum aðspurður hvort spænskan væri ekki upp á tíu. Tryggvi Snær, sem er uppalinn á Svartárkoti í Bárðardal, hefur verið á Spáni frá árinu 2017 þegar hann samdi við Valencia. Hann gekk svo í raðir Zaragoza tveimur árum síðan og er mjög sáttur. Eftir að hafa lent í 3. sæti tímabilið 2019-2020 endaði liðið tíu sætum neðar eða í 13. sæti á síðustu leiktíð. Tryggvi Snær - sem skoraði 7,3 stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili ásamt því að taka 4,8 fráköst - segir metnaðinn töluvert meira en það. View this post on Instagram A post shared by Tryggvi Snær Hlinason (@tryggvi_hlinason) „Markmiðið er alltaf að komast hærra. Fyrir okkur er EuroLeague næsta skref, markmiðið er að komast þangað. Í þessari deild þarf maður samt alltaf að vinna fyrir sínu, það fæst ekkert gefins.“ „Zaragoza er með mjög flott lið, bæði fyrir mig til að vinna með sem og í kringum mig. Ég er með þjálfara sem hefur mikla trú á mér og það sést að félagið hefur einnig sömu trú á minni getu.“ NBA draumurinn lifir enn Tryggvi Snær spilaði með tvo leiki með Toronto Raptors í sumardeild NBA sumarið 2018. Sá draumur lifir enn þó miðherjinn sé lítið að velta því fyrir sér dag frá degi. „Maður tekur einn dag fyrir í einu. Eins og staðan er í dag er EuroLeague markmiðið þó maður vonist alltaf eftir hringingunni frá Bandaríkjunum. Það er samt ekki eitthvað sem ég er að sækjast eftir þannig séð. Ætla bara að sjá hvernig málin þróast.“ „Ég er að spila í ACB-deildinni á Spáni í dag, einni af bestu deildum Evrópu svo það er mikil athygli á deildinni og alltaf verið að fylgjast með. Ég er samt ekki mikið að spá í því, ég geri bara mitt og leyfi þessu að gerast þegar þar að kemur. Ég tel mig samt vera á mjög góðum stað til að bæta mig og leik minn þannig að ég komist á það stig sem þarf til að komast inn í NBA-deildina.“ Telur landsliðið á réttri braut Tryggvi Snær var í stóru hlutverki er Ísland tryggði þátttöku sína í undankeppni HM 2023. Liðið lék alls fjóra leiki, tvo gegn bæði Svartfjallalandi og Danmörku í forkeppni undankeppninnar. Eftir stórt tap gegn Svartfjallalandi komu tveir sigurleikir gegn Dönum sem og leiðinlega naumt tap gegn Svartfellingum þar sem Tryggvi Snær skoraði 21 stig. Alls skoraði hann 45 stig í leikjunum fjórum ásamt því að taka 26 fráköst. „Persónulega var ég nokkuð sáttur með leikina gegn Svartfjallalandi og Danmörku. Það er alltaf að breytast hvernig maður er staðsettur í landsliðinu en mér fannst liðið líta mjög vel út í þessum síðasta glugga. Erum búnir að vera byggja upp flott og fallegt lið sem vonandi getur gert góða hluti.“ Háloftabaráttan.FIBA Ísland var án Martins Hermannssonar og Jóns Axels Guðmundssonar. Liðið lék vel þó það hafi vantað tvo máttarstólpa í liðið, ef frá er talinn fyrsti leikurinn þar að segja. „Það er mjög jákvætt að ná að spila svona vel án þeirra tveggja. Ég var mjög hamingjusamur með þennan landsliðsglugga. Við spiluðum virkilega vel og svo er alltaf gaman að hitta strákana í landsliðinu. Þegar allir eru með þá getum við gert mjög flotta hluti svo það verður spennandi að sjá hvernig okkur mun ganga þegar allir komast á sama tíma.“ Að endingu var Tryggvi spurður út í kórónuveirufaraldurinn á Spáni og hver staðan væri þar í dag. „Það er allt hægt og rólega að jafna sig hérna. Spánverjinn er duglegur að nota grímu enda grímuskylda á öllum stöðum svo maður er bara alltaf með hana á sér. Hvað varðar upphaf tímabils held ég að það megi vera setið í helmingi sætanna í höllunum, fer samt eftir svæðum og fjölda smita.“ „Maður vonast svo til þess að þetta verði allt orðið eðlilegt hvað á hverju, að það sé hægt að spila með fullar hallir og hafa gaman,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason, miðherji Zaragoza og íslenska landsliðsins í körfubolta, að endingu. Körfubolti Spænski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tryggvi Snær framlengir við Zaragoza Tryggvi Snær Hlinason verður áfram í herbúðum Casademont Zaragoza í spænsku ACB deildinni út árið 2023, en hann skrifaði undir nýjan tveggja ára samning í dag. 19. ágúst 2021 20:16 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira
Þá er hann mjög spenntur fyrir komandi verkefnum með íslenska landsliðinu. „Ég er að fara inn í mitt fimmta tímabil á Spáni svo já það má með sanni segja að mér líði bara vel hérna,“ sagði hinn 23 ára gamli Tryggvi Snær þegar Vísir heyrði í honum til að fara yfir nýja samninginn, íslenska landsliðið og framtíðina. Hann var nýkominn heim af æfingu en ætlaði að skella sér í ræktina áður en þyrfti að mæta í leikmannamyndatöku fyrir komandi tímabil. „Það er víst bara hluti af þessu.“ „Spænskan er eins og hvað annað tungumál fyrir mér. Maður búinn að vera hérna í fjögur ár svo það er eins gott maður hafi lært eitthvað á öllum þeim tíma,“ svaraði risinn úr Bárðardalnum aðspurður hvort spænskan væri ekki upp á tíu. Tryggvi Snær, sem er uppalinn á Svartárkoti í Bárðardal, hefur verið á Spáni frá árinu 2017 þegar hann samdi við Valencia. Hann gekk svo í raðir Zaragoza tveimur árum síðan og er mjög sáttur. Eftir að hafa lent í 3. sæti tímabilið 2019-2020 endaði liðið tíu sætum neðar eða í 13. sæti á síðustu leiktíð. Tryggvi Snær - sem skoraði 7,3 stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili ásamt því að taka 4,8 fráköst - segir metnaðinn töluvert meira en það. View this post on Instagram A post shared by Tryggvi Snær Hlinason (@tryggvi_hlinason) „Markmiðið er alltaf að komast hærra. Fyrir okkur er EuroLeague næsta skref, markmiðið er að komast þangað. Í þessari deild þarf maður samt alltaf að vinna fyrir sínu, það fæst ekkert gefins.“ „Zaragoza er með mjög flott lið, bæði fyrir mig til að vinna með sem og í kringum mig. Ég er með þjálfara sem hefur mikla trú á mér og það sést að félagið hefur einnig sömu trú á minni getu.“ NBA draumurinn lifir enn Tryggvi Snær spilaði með tvo leiki með Toronto Raptors í sumardeild NBA sumarið 2018. Sá draumur lifir enn þó miðherjinn sé lítið að velta því fyrir sér dag frá degi. „Maður tekur einn dag fyrir í einu. Eins og staðan er í dag er EuroLeague markmiðið þó maður vonist alltaf eftir hringingunni frá Bandaríkjunum. Það er samt ekki eitthvað sem ég er að sækjast eftir þannig séð. Ætla bara að sjá hvernig málin þróast.“ „Ég er að spila í ACB-deildinni á Spáni í dag, einni af bestu deildum Evrópu svo það er mikil athygli á deildinni og alltaf verið að fylgjast með. Ég er samt ekki mikið að spá í því, ég geri bara mitt og leyfi þessu að gerast þegar þar að kemur. Ég tel mig samt vera á mjög góðum stað til að bæta mig og leik minn þannig að ég komist á það stig sem þarf til að komast inn í NBA-deildina.“ Telur landsliðið á réttri braut Tryggvi Snær var í stóru hlutverki er Ísland tryggði þátttöku sína í undankeppni HM 2023. Liðið lék alls fjóra leiki, tvo gegn bæði Svartfjallalandi og Danmörku í forkeppni undankeppninnar. Eftir stórt tap gegn Svartfjallalandi komu tveir sigurleikir gegn Dönum sem og leiðinlega naumt tap gegn Svartfellingum þar sem Tryggvi Snær skoraði 21 stig. Alls skoraði hann 45 stig í leikjunum fjórum ásamt því að taka 26 fráköst. „Persónulega var ég nokkuð sáttur með leikina gegn Svartfjallalandi og Danmörku. Það er alltaf að breytast hvernig maður er staðsettur í landsliðinu en mér fannst liðið líta mjög vel út í þessum síðasta glugga. Erum búnir að vera byggja upp flott og fallegt lið sem vonandi getur gert góða hluti.“ Háloftabaráttan.FIBA Ísland var án Martins Hermannssonar og Jóns Axels Guðmundssonar. Liðið lék vel þó það hafi vantað tvo máttarstólpa í liðið, ef frá er talinn fyrsti leikurinn þar að segja. „Það er mjög jákvætt að ná að spila svona vel án þeirra tveggja. Ég var mjög hamingjusamur með þennan landsliðsglugga. Við spiluðum virkilega vel og svo er alltaf gaman að hitta strákana í landsliðinu. Þegar allir eru með þá getum við gert mjög flotta hluti svo það verður spennandi að sjá hvernig okkur mun ganga þegar allir komast á sama tíma.“ Að endingu var Tryggvi spurður út í kórónuveirufaraldurinn á Spáni og hver staðan væri þar í dag. „Það er allt hægt og rólega að jafna sig hérna. Spánverjinn er duglegur að nota grímu enda grímuskylda á öllum stöðum svo maður er bara alltaf með hana á sér. Hvað varðar upphaf tímabils held ég að það megi vera setið í helmingi sætanna í höllunum, fer samt eftir svæðum og fjölda smita.“ „Maður vonast svo til þess að þetta verði allt orðið eðlilegt hvað á hverju, að það sé hægt að spila með fullar hallir og hafa gaman,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason, miðherji Zaragoza og íslenska landsliðsins í körfubolta, að endingu.
Körfubolti Spænski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tryggvi Snær framlengir við Zaragoza Tryggvi Snær Hlinason verður áfram í herbúðum Casademont Zaragoza í spænsku ACB deildinni út árið 2023, en hann skrifaði undir nýjan tveggja ára samning í dag. 19. ágúst 2021 20:16 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira
Tryggvi Snær framlengir við Zaragoza Tryggvi Snær Hlinason verður áfram í herbúðum Casademont Zaragoza í spænsku ACB deildinni út árið 2023, en hann skrifaði undir nýjan tveggja ára samning í dag. 19. ágúst 2021 20:16