Arnar Þór segir Andra Lucas einn af okkar efnilegustu leikmönnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2021 13:45 Andri Lucas Guðjohnsen er í A-landsliðshópi Íslands sem leikur þrjá heimaleiki í september. Mynd/KSÍ Andri Lucas Guðjohnsen er í A-landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli. Þetta er í fyrsta sinn sem Andri Lucas er valinn í íslenska A-landsliðið. „Andri Lucas er einn af okkar efnilegustu leikmönnum. Hann spilar með varaliði Real Madrid sem spilar í deildarkeppni á Spáni. Þar er spilaður alvöru fullorðins fótbolti,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, um valið á Andra Lucas. Varalið Real Madrid leikur í öðrum riðli Primera RFEF-deildarinnar. „Hann meiðist fyrir ári síðan en hefur tekið heilt undirbúningstímabil með varaliði Real. Þeir hafa spilað fullt af leikjum og hann er búinn að spila marga leiki á undirbúningstímabilinu.“ „Andri Lucas, alveg eins og Ísak Bergmann Jóhannesson, Andri Fannar Baldursson og þeir ungu leikmenn sem eru í hópnum sem eru að stíga sín skref og er á mjög góðum stað á sínum ferli. Þarna er unga orkan og ferskleikinn kemur inn og hjálpar reynslunni.“ Eiður Smári Guðjohnson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, tók næst til máls en hann er einnig faðir Andra. „Andri er í raun sterkur í öllu. Hann er mikill markaskorari ásamt því að vera góður að tengja spil. Hann er mjög „heilsteyptur“ sem framherji. Við þjálfararnir ræddum þetta val um daginn. Ég er bara aðstoðarþjálfari, ég stend með þeirri ákvörðun sem Arnar Þór tekur. Sama og með Svein Aron Guðjohnsen. Þegar hann er valinn í hópinn þá stíg ég hálfpartinn til hliðar.“ „Við ákváðum þetta þegar við tókum við. Þegar það kemur að drengjunum mínum verð ég að ýta því til hliðar. Við ákváðum það þegar við tókum við U-21 árs landsliðinu.“ „Við höfum séð þetta áður. Voru ekki allir Guðjónssynir í hópnum fyrir X árum síðan, þá á ég við syni Guðjóns Þórðarsonar. Ég get ímyndað mér að það hafi ekki verið auðvelt val fyrir hann. Erum að velja þá leikmenn sem við teljum besta og eiga erindi í verkefnið,“ sagði Eiður Smári að endingu. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Landsliðshópurinn klár: Andri Lucas og Patrik með en ekki Aron Einar Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í byrjun september í undankeppni HM í Katar. 25. ágúst 2021 13:09 Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28 Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira
„Andri Lucas er einn af okkar efnilegustu leikmönnum. Hann spilar með varaliði Real Madrid sem spilar í deildarkeppni á Spáni. Þar er spilaður alvöru fullorðins fótbolti,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, um valið á Andra Lucas. Varalið Real Madrid leikur í öðrum riðli Primera RFEF-deildarinnar. „Hann meiðist fyrir ári síðan en hefur tekið heilt undirbúningstímabil með varaliði Real. Þeir hafa spilað fullt af leikjum og hann er búinn að spila marga leiki á undirbúningstímabilinu.“ „Andri Lucas, alveg eins og Ísak Bergmann Jóhannesson, Andri Fannar Baldursson og þeir ungu leikmenn sem eru í hópnum sem eru að stíga sín skref og er á mjög góðum stað á sínum ferli. Þarna er unga orkan og ferskleikinn kemur inn og hjálpar reynslunni.“ Eiður Smári Guðjohnson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, tók næst til máls en hann er einnig faðir Andra. „Andri er í raun sterkur í öllu. Hann er mikill markaskorari ásamt því að vera góður að tengja spil. Hann er mjög „heilsteyptur“ sem framherji. Við þjálfararnir ræddum þetta val um daginn. Ég er bara aðstoðarþjálfari, ég stend með þeirri ákvörðun sem Arnar Þór tekur. Sama og með Svein Aron Guðjohnsen. Þegar hann er valinn í hópinn þá stíg ég hálfpartinn til hliðar.“ „Við ákváðum þetta þegar við tókum við. Þegar það kemur að drengjunum mínum verð ég að ýta því til hliðar. Við ákváðum það þegar við tókum við U-21 árs landsliðinu.“ „Við höfum séð þetta áður. Voru ekki allir Guðjónssynir í hópnum fyrir X árum síðan, þá á ég við syni Guðjóns Þórðarsonar. Ég get ímyndað mér að það hafi ekki verið auðvelt val fyrir hann. Erum að velja þá leikmenn sem við teljum besta og eiga erindi í verkefnið,“ sagði Eiður Smári að endingu.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Landsliðshópurinn klár: Andri Lucas og Patrik með en ekki Aron Einar Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í byrjun september í undankeppni HM í Katar. 25. ágúst 2021 13:09 Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28 Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira
Landsliðshópurinn klár: Andri Lucas og Patrik með en ekki Aron Einar Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í byrjun september í undankeppni HM í Katar. 25. ágúst 2021 13:09
Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28