Ísland án margra lykilmanna í komandi verkefni í undankeppni HM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2021 19:48 Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, kynnti leikmannahóp Íslands í dag. Mynd/skjáskot Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen kynntu í dag landsliðshóp sinn fyrir komandi verkefni í undankeppni heimsmeistaramótsins. Ísland varður án margra lykilmanna. Henry Birgir Gunnarsson var í Laugardalnum og ræddi við Arnar Þór eftir fundinn. Ísland spilar þrjá leiki á Laugardalsvelli í byrjun næsta mánaðar, en Arnar Þór segir að liðið hafi vonast til að hafa allavega Aron Einar með, en hann greindist með kórónaveiruna á dögunum. Ásamt Aroni vantar Gylfa Þór Sigurðsson, Alfreð Finnbogason og Ragnar Sigurðsson. „Það var svona það sem við vorum að vonast til, að hann gæti komið og við myndum í rauninni bara sjá til,“ sagði Arnar í samtali við Stöð 2. „Það var í rauninni bara í gær sem að það varð ljóst að það væri bara ekki hægt, hann var ennþá með jákvætt próf. Aron er bara veikur og er bara á undirbúningstímabili. Hann hefur ekkert verið að spila nánast bara síðan hann spilaði með okkur í júní.“ „Þetta var erfið ákvörðun, og þetta var líka rosalega erfið ákvörðun fyrir Aron að stíga út.“ Á blaðamannafundinum fyrr í dag þar sem að leikmannahópurinn var kynntur kom einnig fram að Lars Lagerbäck er ekki lengur í þjálfarateymi landsliðsins. Arnar Þór tók þá ákvörðun að halda áfram án Svíans. „Eins og staðan er núna þá er það bara þannig að ég má alltaf leita til Lars og ég er búinn að eiga mörg mjög góð samtöl við hann. Ég hef alltaf sagð það að það eru fáir í knattspyrnuheiminum sem ég ber meiri virðingu fyrir.“ „Þetta var bara ákvörðun sem ég þurfti að taka sjálfur sem þjálfari. Þó að það sé mjög góð tenging á persónulegum nótum þá eru aðrir hlutir sem að spila líka inn í í þjálfarateymi.“ „Þetta var ákvörðun sem að ég tók og þetta var ákvörðun sem að ég ræddi við Lars og hann var bara eins og hann er, algjör herramaður með það og tók því frábærlega.“ Viðtalið við Arnar Þór má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. HM 2022 í Katar Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sjá meira
Ísland spilar þrjá leiki á Laugardalsvelli í byrjun næsta mánaðar, en Arnar Þór segir að liðið hafi vonast til að hafa allavega Aron Einar með, en hann greindist með kórónaveiruna á dögunum. Ásamt Aroni vantar Gylfa Þór Sigurðsson, Alfreð Finnbogason og Ragnar Sigurðsson. „Það var svona það sem við vorum að vonast til, að hann gæti komið og við myndum í rauninni bara sjá til,“ sagði Arnar í samtali við Stöð 2. „Það var í rauninni bara í gær sem að það varð ljóst að það væri bara ekki hægt, hann var ennþá með jákvætt próf. Aron er bara veikur og er bara á undirbúningstímabili. Hann hefur ekkert verið að spila nánast bara síðan hann spilaði með okkur í júní.“ „Þetta var erfið ákvörðun, og þetta var líka rosalega erfið ákvörðun fyrir Aron að stíga út.“ Á blaðamannafundinum fyrr í dag þar sem að leikmannahópurinn var kynntur kom einnig fram að Lars Lagerbäck er ekki lengur í þjálfarateymi landsliðsins. Arnar Þór tók þá ákvörðun að halda áfram án Svíans. „Eins og staðan er núna þá er það bara þannig að ég má alltaf leita til Lars og ég er búinn að eiga mörg mjög góð samtöl við hann. Ég hef alltaf sagð það að það eru fáir í knattspyrnuheiminum sem ég ber meiri virðingu fyrir.“ „Þetta var bara ákvörðun sem ég þurfti að taka sjálfur sem þjálfari. Þó að það sé mjög góð tenging á persónulegum nótum þá eru aðrir hlutir sem að spila líka inn í í þjálfarateymi.“ „Þetta var ákvörðun sem að ég tók og þetta var ákvörðun sem að ég ræddi við Lars og hann var bara eins og hann er, algjör herramaður með það og tók því frábærlega.“ Viðtalið við Arnar Þór má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
HM 2022 í Katar Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sjá meira