Fótbolti

Mörkin sem tryggðu Val titilinn og meistarafögnuður

Sindri Sverrisson skrifar
Það var hlegið hátt á Hlíðarenda í gærkvöld.
Það var hlegið hátt á Hlíðarenda í gærkvöld. vísir/Hulda Margrét

Valskonur fögnuðu fram á nótt á Hlíðarenda í gærkvöld þegar þær urðu Íslandsmeistarar í fótbolta í annað sinn á þremur árum. Þær tryggðu sér titilinn með sannkallaðri sýningu þegar þær unnu 6-1 sigur á Tindastóli.

Mörkin úr leiknum, meistarafögnuðinn og viðtöl við nokkra af lykilþátttakendunum í ævintýri Vals í sumar má sjá hér að neðan. Rætt er við Dóru Maríu Lárusdóttur, Pétur Pétursson, Ásdísi Karen Halldórsdóttur og Elínu Mettu Jensen.

Klippa: Meistarafögnuður Vals á Hlíðarenda

Sigur Vals í gærkvöld var síst of stór. Elín Metta Jensen kom liðinu yfir snemma leiks og Cyera Hintzen bætti við marki eftir góða sendingu Ásdísar Karenar Halldórsdóttur.

Í seinni hálfleik skoraði Mist Edvardsdóttir með góðum skalla eftir hornspyrnu Dóru Maríu Lárusdóttur áður en Ásdís Karen bætti við fjórða markinu. Varamaðurinn Fanndís Friðriksdóttir skoraði svo tvö góð mörk en Jacqueline Altschuld gerði eina mark Tindastóls úr vítaspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×