Íbúi í húsi sem skotið var á: „Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta útverfi Egilsstaða“ Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2021 08:48 Frá vettvangi á Egilsstöðum í morgun. Guðmundur Hjalti Stefánsson „Húsið er allt sundurskotið. Það eru þrír gluggar hérna í húsinu sundurskotnir. Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta úthverfi Egilsstaða. Kannski í Reykjavík, en ekki hér.“ Þetta segir Þröstur Jónsson, íbúi í Dalseli á Egilsstöðum, í samtali við Vísi í morgun. Lögregla á Egilsstöðum skaut í gærkvöldi vopnaðan karlmann eftir að sá hafði áður skotið að húsum í Dalseli og lögreglu og neitað að leggja frá sér vopnið. Maðurinn var fluttur frá Egilsstöðum og til Reykjavíkur í sjúkraflugi. Þröstur segir lögreglu vera búna að girða af svæðið fyrir utan hús hans og að hann geti ekki farið út sem stendur. Lögregla hafi verið að störfum fyrir utan húsið í alla nótt, en eigi enn eftir að rannsaka vettvanginn inni í húsi Þrastar, þar sem allt er nú í glerbrotum. Frá vettvangi í Dalseli á Egilsstöðum. Vísir „Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með lögreglu að störfum og maður hefur séð hvað við erum með virkilega góða lögreglumenn að störfum hérna.“ Guðs mildi að ekki fór verr Þröstur segir það guðs mildi að ekki hafi farið verr. Hann hafi verið inni í bílskúrnum þegar hann tók fyrst að heyra hvellina fyrir utan húsið. „Ég fór svo út til að kanna málið. Þá sé ég einhvern mann vera að baksa við eitthvað á bakvið bíl. Það var eitthvað sem sagði mér að fara þá aftur inn. Ég var í raun bara heppinn að hann var einmitt að hlaða riffilinn þarna. Guð má vita hvað hefði gerst ef hann hefði ekki verið í því þegar ég fór út.“ Hann segir að skömmu áður hafi sömuleiðis krakkar verið á ferli í götunni en sem betur fer verið komin inn í húsin sín. Þröstur segist í talsverðu sjokki eftir stuttan nætursvefn. „Mér líður þó í raun ótrúlega vel miðað við aðstæður.“ Myndband frá Egilsstöðum þar sem heyra má skothvell var birt á TikTok í gærkvöldi. Það má sjá hér að neðan. Múlaþing Lögreglumál Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Tengdar fréttir Maður fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Maður var fluttur frá Egilsstöðum til Reyjavíkur í nótt eftir að hafa verið skotinn af lögreglu. Hann hafði áður skotið að lögreglu og neitað að leggja frá sér vopn sitt. 27. ágúst 2021 06:17 Lögreglan skaut mann vopnaðan byssu á Egilsstöðum í kvöld Lögreglan á Egilsstöðum skaut mann sem vopnaður var byssu á ellefta tímanum í kvöld. Lögreglan var kölluð út að Dalseli á Egilsstöðum um klukkan hálf ellefu eftir að skothvellir heyrðust í götunni. 26. ágúst 2021 23:21 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Þetta segir Þröstur Jónsson, íbúi í Dalseli á Egilsstöðum, í samtali við Vísi í morgun. Lögregla á Egilsstöðum skaut í gærkvöldi vopnaðan karlmann eftir að sá hafði áður skotið að húsum í Dalseli og lögreglu og neitað að leggja frá sér vopnið. Maðurinn var fluttur frá Egilsstöðum og til Reykjavíkur í sjúkraflugi. Þröstur segir lögreglu vera búna að girða af svæðið fyrir utan hús hans og að hann geti ekki farið út sem stendur. Lögregla hafi verið að störfum fyrir utan húsið í alla nótt, en eigi enn eftir að rannsaka vettvanginn inni í húsi Þrastar, þar sem allt er nú í glerbrotum. Frá vettvangi í Dalseli á Egilsstöðum. Vísir „Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með lögreglu að störfum og maður hefur séð hvað við erum með virkilega góða lögreglumenn að störfum hérna.“ Guðs mildi að ekki fór verr Þröstur segir það guðs mildi að ekki hafi farið verr. Hann hafi verið inni í bílskúrnum þegar hann tók fyrst að heyra hvellina fyrir utan húsið. „Ég fór svo út til að kanna málið. Þá sé ég einhvern mann vera að baksa við eitthvað á bakvið bíl. Það var eitthvað sem sagði mér að fara þá aftur inn. Ég var í raun bara heppinn að hann var einmitt að hlaða riffilinn þarna. Guð má vita hvað hefði gerst ef hann hefði ekki verið í því þegar ég fór út.“ Hann segir að skömmu áður hafi sömuleiðis krakkar verið á ferli í götunni en sem betur fer verið komin inn í húsin sín. Þröstur segist í talsverðu sjokki eftir stuttan nætursvefn. „Mér líður þó í raun ótrúlega vel miðað við aðstæður.“ Myndband frá Egilsstöðum þar sem heyra má skothvell var birt á TikTok í gærkvöldi. Það má sjá hér að neðan.
Múlaþing Lögreglumál Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Tengdar fréttir Maður fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Maður var fluttur frá Egilsstöðum til Reyjavíkur í nótt eftir að hafa verið skotinn af lögreglu. Hann hafði áður skotið að lögreglu og neitað að leggja frá sér vopn sitt. 27. ágúst 2021 06:17 Lögreglan skaut mann vopnaðan byssu á Egilsstöðum í kvöld Lögreglan á Egilsstöðum skaut mann sem vopnaður var byssu á ellefta tímanum í kvöld. Lögreglan var kölluð út að Dalseli á Egilsstöðum um klukkan hálf ellefu eftir að skothvellir heyrðust í götunni. 26. ágúst 2021 23:21 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Maður fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Maður var fluttur frá Egilsstöðum til Reyjavíkur í nótt eftir að hafa verið skotinn af lögreglu. Hann hafði áður skotið að lögreglu og neitað að leggja frá sér vopn sitt. 27. ágúst 2021 06:17
Lögreglan skaut mann vopnaðan byssu á Egilsstöðum í kvöld Lögreglan á Egilsstöðum skaut mann sem vopnaður var byssu á ellefta tímanum í kvöld. Lögreglan var kölluð út að Dalseli á Egilsstöðum um klukkan hálf ellefu eftir að skothvellir heyrðust í götunni. 26. ágúst 2021 23:21