Heimildarmaður Reuters-fréttastofunnar innan Áfram Ítalíu, flokks Berlusconi, segir að hann hafi verið lagður inn til ítarlegra rannsókna. Berlusconi er 84 ára gamall og hefur átt við heilsubrest að stríða undanfarin ár. Hann gekkst undir meiriháttar hjartaaðgerð árið 2016 og náði bati af krabbameini í blöðruhálskirtli.
Síðast var Berlusconi lagður inn á sjúkrahús í maí og lá hann þá í fimm daga inni.