Rafíþróttadeild stofnuð í Rangárvallasýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. ágúst 2021 16:31 Stjórn nýju Rafíþróttadeildar Dímons, frá vinstri, Ellert Geir Ingvason, gjaldkeri, Ágúst Leó Sigurðsson, varamaður, Magnús Þór Einarsson, ritari og Harpa Mjöll Kjartansdóttir, sem er formaður. Á myndina vantar Axel Edílon Guðmundsson en hann er varamaður í stjórn og jafnframt yfirþjálfari. Sigmar Valur Gylfason er svo nýkominn til liðs við deildina og ætlar að vera þjálfari í vetur. Aðsend Mikil tilhlökkun er hjá börnum og unglingum í Rangárvallasýslu, sem finna sig ekki í almennu íþróttastarfi því þar á að fara að opna rafíþróttadeild í fyrsta skipti þar sem boðið verður upp á glæsilega aðstöðu þar sem æfingar og keppnir í fjölbreyttum tölvuleikjum fara fram. Rafíþróttadeildir eru vinsælar víða um land og alltaf er verið að koma fleiri slíkum deildum á laggirnar. Á Suðurlandi eru deildir til dæmis í Vestmannaeyjum og á Selfossi en það hefur engin deild verið í Rangárvallasýslu, en það er að breytast núna. Harpa Mjöll Kjartansdóttir er ein af þeim foreldrum, sem stendur að stofnun deildarinnar, sem mun heita Rafíþróttadeild Dímons, kennt við íþróttafélagið í Rangárþingi eystra. „Rafíþróttir er það sem börn og ungmenni koma saman og spila tölvuleiki. Það sem við horfum fyrst og fremst með þessu er þetta forvarnargildi. Þetta er öðruvísi íþrótt, sem er ólík öllum öðrum. Þannig að þau börn, sem eru ekki að finna sig í hinum íþróttunum eru mögulega að finna sig í þessum íþróttum, þannig að við erum að vonast til að ná til þeirra barna, sem eru ekki í öðrum íþróttum. Þau eru þá að fara út, mæta á æfingar, hitta önnur börn og unglinga með sömu áhugamál undir handleiðslu þjálfara,“ segir Harpa Mjöll. Hér má sjá hluta af aðstöðu nýju deildarinnar í Rangárvallasýslu en hún er á Hvolsvelli.Aðsend Harpa Mjöll segir að lögð verði líka áhersla á fræðslu um hollt líferni, hvernig á að sitja við tölvuna og hver sé eðlilegur tími að sitja fyrir framan tölvu á hverjum degi. Þetta er greinilega mjög spennandi? „Já, við erum allavega mjög spennt, þannig að ég vona að aðrir séu spenntir með okkur.“ Á morgun, sunnudaginn 29. ágúst verður opið hús á Ormsvöllum 12 á Hvolsvelli þar sem nýja rafíþróttadeildin verður kynnt frá klukkan 13:00 til 17:00. Rangárþing ytra Rangárþing eystra Rafíþróttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Rafíþróttadeildir eru vinsælar víða um land og alltaf er verið að koma fleiri slíkum deildum á laggirnar. Á Suðurlandi eru deildir til dæmis í Vestmannaeyjum og á Selfossi en það hefur engin deild verið í Rangárvallasýslu, en það er að breytast núna. Harpa Mjöll Kjartansdóttir er ein af þeim foreldrum, sem stendur að stofnun deildarinnar, sem mun heita Rafíþróttadeild Dímons, kennt við íþróttafélagið í Rangárþingi eystra. „Rafíþróttir er það sem börn og ungmenni koma saman og spila tölvuleiki. Það sem við horfum fyrst og fremst með þessu er þetta forvarnargildi. Þetta er öðruvísi íþrótt, sem er ólík öllum öðrum. Þannig að þau börn, sem eru ekki að finna sig í hinum íþróttunum eru mögulega að finna sig í þessum íþróttum, þannig að við erum að vonast til að ná til þeirra barna, sem eru ekki í öðrum íþróttum. Þau eru þá að fara út, mæta á æfingar, hitta önnur börn og unglinga með sömu áhugamál undir handleiðslu þjálfara,“ segir Harpa Mjöll. Hér má sjá hluta af aðstöðu nýju deildarinnar í Rangárvallasýslu en hún er á Hvolsvelli.Aðsend Harpa Mjöll segir að lögð verði líka áhersla á fræðslu um hollt líferni, hvernig á að sitja við tölvuna og hver sé eðlilegur tími að sitja fyrir framan tölvu á hverjum degi. Þetta er greinilega mjög spennandi? „Já, við erum allavega mjög spennt, þannig að ég vona að aðrir séu spenntir með okkur.“ Á morgun, sunnudaginn 29. ágúst verður opið hús á Ormsvöllum 12 á Hvolsvelli þar sem nýja rafíþróttadeildin verður kynnt frá klukkan 13:00 til 17:00.
Rangárþing ytra Rangárþing eystra Rafíþróttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira