„Maður biður þá bara um að gefa allt sitt“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2021 15:01 Kári Árnason er einn af þeim sem koma til með að bera fyrirliðabandið í komandi landsleikjum. vísir/vilhelm Kári Árnason segir að íslenska landsliðið verði að leggja allt í sölurnar gegn Rúmeníu í kvöld ætli liðið sér að eiga möguleika á að komast á Heimsmeistaramótið í fótbolta í Katar. Ísland mætir Rúmeníu í kvöld í fyrsta heimaleik sínum í undankeppninni, Norður-Makedóníu á sunnudag og svo Þýskalandi næsta miðvikudag. Ísland er aðeins með þrjú stig eftir fyrstu þrjá leiki sína, sem allir voru á útivelli, en með góðum úrslitum úr leikjunum þremur sem framundan eru lifir vonin um að komast á HM. Á það stefnir Kári: „Ég geri það alltaf, sama á móti hverjum það er. Þetta verður erfitt. Þetta er gott lið og góð lið sem við erum að spila við, en við verðum að sækja úrslit ef við ætlum okkur eitthvað í þessum riðli. Það er það sem ég stefni að.“ Klippa: Kári Árnason stefnir á sigur Óhætt er að segja að gustað hafi um íslenska landsliðið undanfarna daga og leikmenn þess, sem standa utan hópsins nú, hafa verið sakaðir um ofbeldi í garð kvenna. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagðist á blaðamannafundi á þriðjudag ekki geta annað en skilið það að leikmenn væru þá ekki með 100% einbeitingu á leiknum við Rúmeníu. Þeir væru ekki 100% tilbúnir þá og að það eina sem hann færi fram á væri að þeir sýndu ástríðu sína fyrir knattspyrnu í leiknum. „Þetta er svolítið erfitt þegar þú ert með mjög unga stráka í hópnum. Maður biður þá bara um að gefa allt sitt og stundum detta úrslitin með, en það er svolítið fyndið að því meira sem þú leggur á þig því heppnari verður þú í þessu. Það er það sem við stefnum að. Að leggja allt í þetta og þá er líklegra að úrslitin detti okkur í vil,“ sagði Kári. Í hádeginu voru enn 200 miðar til sölu á leikinn í kvöld, af þeim 2.200 sem voru í boði. Stuðningsmannasveitin Tólfan ætlar að hafa þögn fram að tólftu mínútu til að sýna þolendum ofbeldis stuðning. Kári kvaðst að sjálfsögðu vonast til þess að þeir leikmenn sem nú væru í hópnum fengju stuðning á vellinum í kvöld: „Þetta er fyrir Ísland. Maður er að spila fyrir sína þjóð. Við höfum verið með frábæran stuðning á Íslandi og maður vonar svo sannarlega að það haldi áfram.“ HM 2022 í Katar Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira
Ísland mætir Rúmeníu í kvöld í fyrsta heimaleik sínum í undankeppninni, Norður-Makedóníu á sunnudag og svo Þýskalandi næsta miðvikudag. Ísland er aðeins með þrjú stig eftir fyrstu þrjá leiki sína, sem allir voru á útivelli, en með góðum úrslitum úr leikjunum þremur sem framundan eru lifir vonin um að komast á HM. Á það stefnir Kári: „Ég geri það alltaf, sama á móti hverjum það er. Þetta verður erfitt. Þetta er gott lið og góð lið sem við erum að spila við, en við verðum að sækja úrslit ef við ætlum okkur eitthvað í þessum riðli. Það er það sem ég stefni að.“ Klippa: Kári Árnason stefnir á sigur Óhætt er að segja að gustað hafi um íslenska landsliðið undanfarna daga og leikmenn þess, sem standa utan hópsins nú, hafa verið sakaðir um ofbeldi í garð kvenna. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagðist á blaðamannafundi á þriðjudag ekki geta annað en skilið það að leikmenn væru þá ekki með 100% einbeitingu á leiknum við Rúmeníu. Þeir væru ekki 100% tilbúnir þá og að það eina sem hann færi fram á væri að þeir sýndu ástríðu sína fyrir knattspyrnu í leiknum. „Þetta er svolítið erfitt þegar þú ert með mjög unga stráka í hópnum. Maður biður þá bara um að gefa allt sitt og stundum detta úrslitin með, en það er svolítið fyndið að því meira sem þú leggur á þig því heppnari verður þú í þessu. Það er það sem við stefnum að. Að leggja allt í þetta og þá er líklegra að úrslitin detti okkur í vil,“ sagði Kári. Í hádeginu voru enn 200 miðar til sölu á leikinn í kvöld, af þeim 2.200 sem voru í boði. Stuðningsmannasveitin Tólfan ætlar að hafa þögn fram að tólftu mínútu til að sýna þolendum ofbeldis stuðning. Kári kvaðst að sjálfsögðu vonast til þess að þeir leikmenn sem nú væru í hópnum fengju stuðning á vellinum í kvöld: „Þetta er fyrir Ísland. Maður er að spila fyrir sína þjóð. Við höfum verið með frábæran stuðning á Íslandi og maður vonar svo sannarlega að það haldi áfram.“
HM 2022 í Katar Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira