„Maður biður þá bara um að gefa allt sitt“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2021 15:01 Kári Árnason er einn af þeim sem koma til með að bera fyrirliðabandið í komandi landsleikjum. vísir/vilhelm Kári Árnason segir að íslenska landsliðið verði að leggja allt í sölurnar gegn Rúmeníu í kvöld ætli liðið sér að eiga möguleika á að komast á Heimsmeistaramótið í fótbolta í Katar. Ísland mætir Rúmeníu í kvöld í fyrsta heimaleik sínum í undankeppninni, Norður-Makedóníu á sunnudag og svo Þýskalandi næsta miðvikudag. Ísland er aðeins með þrjú stig eftir fyrstu þrjá leiki sína, sem allir voru á útivelli, en með góðum úrslitum úr leikjunum þremur sem framundan eru lifir vonin um að komast á HM. Á það stefnir Kári: „Ég geri það alltaf, sama á móti hverjum það er. Þetta verður erfitt. Þetta er gott lið og góð lið sem við erum að spila við, en við verðum að sækja úrslit ef við ætlum okkur eitthvað í þessum riðli. Það er það sem ég stefni að.“ Klippa: Kári Árnason stefnir á sigur Óhætt er að segja að gustað hafi um íslenska landsliðið undanfarna daga og leikmenn þess, sem standa utan hópsins nú, hafa verið sakaðir um ofbeldi í garð kvenna. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagðist á blaðamannafundi á þriðjudag ekki geta annað en skilið það að leikmenn væru þá ekki með 100% einbeitingu á leiknum við Rúmeníu. Þeir væru ekki 100% tilbúnir þá og að það eina sem hann færi fram á væri að þeir sýndu ástríðu sína fyrir knattspyrnu í leiknum. „Þetta er svolítið erfitt þegar þú ert með mjög unga stráka í hópnum. Maður biður þá bara um að gefa allt sitt og stundum detta úrslitin með, en það er svolítið fyndið að því meira sem þú leggur á þig því heppnari verður þú í þessu. Það er það sem við stefnum að. Að leggja allt í þetta og þá er líklegra að úrslitin detti okkur í vil,“ sagði Kári. Í hádeginu voru enn 200 miðar til sölu á leikinn í kvöld, af þeim 2.200 sem voru í boði. Stuðningsmannasveitin Tólfan ætlar að hafa þögn fram að tólftu mínútu til að sýna þolendum ofbeldis stuðning. Kári kvaðst að sjálfsögðu vonast til þess að þeir leikmenn sem nú væru í hópnum fengju stuðning á vellinum í kvöld: „Þetta er fyrir Ísland. Maður er að spila fyrir sína þjóð. Við höfum verið með frábæran stuðning á Íslandi og maður vonar svo sannarlega að það haldi áfram.“ HM 2022 í Katar Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Sjá meira
Ísland mætir Rúmeníu í kvöld í fyrsta heimaleik sínum í undankeppninni, Norður-Makedóníu á sunnudag og svo Þýskalandi næsta miðvikudag. Ísland er aðeins með þrjú stig eftir fyrstu þrjá leiki sína, sem allir voru á útivelli, en með góðum úrslitum úr leikjunum þremur sem framundan eru lifir vonin um að komast á HM. Á það stefnir Kári: „Ég geri það alltaf, sama á móti hverjum það er. Þetta verður erfitt. Þetta er gott lið og góð lið sem við erum að spila við, en við verðum að sækja úrslit ef við ætlum okkur eitthvað í þessum riðli. Það er það sem ég stefni að.“ Klippa: Kári Árnason stefnir á sigur Óhætt er að segja að gustað hafi um íslenska landsliðið undanfarna daga og leikmenn þess, sem standa utan hópsins nú, hafa verið sakaðir um ofbeldi í garð kvenna. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagðist á blaðamannafundi á þriðjudag ekki geta annað en skilið það að leikmenn væru þá ekki með 100% einbeitingu á leiknum við Rúmeníu. Þeir væru ekki 100% tilbúnir þá og að það eina sem hann færi fram á væri að þeir sýndu ástríðu sína fyrir knattspyrnu í leiknum. „Þetta er svolítið erfitt þegar þú ert með mjög unga stráka í hópnum. Maður biður þá bara um að gefa allt sitt og stundum detta úrslitin með, en það er svolítið fyndið að því meira sem þú leggur á þig því heppnari verður þú í þessu. Það er það sem við stefnum að. Að leggja allt í þetta og þá er líklegra að úrslitin detti okkur í vil,“ sagði Kári. Í hádeginu voru enn 200 miðar til sölu á leikinn í kvöld, af þeim 2.200 sem voru í boði. Stuðningsmannasveitin Tólfan ætlar að hafa þögn fram að tólftu mínútu til að sýna þolendum ofbeldis stuðning. Kári kvaðst að sjálfsögðu vonast til þess að þeir leikmenn sem nú væru í hópnum fengju stuðning á vellinum í kvöld: „Þetta er fyrir Ísland. Maður er að spila fyrir sína þjóð. Við höfum verið með frábæran stuðning á Íslandi og maður vonar svo sannarlega að það haldi áfram.“
HM 2022 í Katar Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Sjá meira