Græn orka er lausnin Teitur Björn Einarsson skrifar 4. september 2021 08:00 Í leiðtogaumræðum á RÚV þann 31. ágúst sl. sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, frambjóðandi Pírata, að ekki þyrfti að virkja meira á Íslandi til að ná árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Vísaði hún þar reyndar ranglega til forstjóra Landsvirkjunar máli sínu til stuðnings. Tiltók hún svo sérstaklega að það væri tímaspursmál hvenær eitt eða fleiri álver á Íslandi myndi loka og lét í það skína að þá myndu Íslendingar vera á grænni grein í orku- og loftslagsmálum. Þessi afstaða Pírata og fleiri flokka á vinstri vængnum lýsir annað hvort talsverðu skilningsleysi á eðli vandans sem við er að glíma á alþjóðavísu í loftslagsmálum eða, sem verra væri, vítaverðu áhugaleysi Pírata og fleiri á að takast raunverulega á við þetta hnattræna hættuástand með alvöru aðgerðum. Hvað þýðir lokun álvers á Íslandi? Reiknað hefur verið út að álver á Íslandi sem framleiðir 360 þúsund tonn af áli á ári sparar heiminum 3,7 milljón tonna losun af CO2 ár hvert miðað við heimsmeðaltalið en 4,8 milljón tonn af losun á ári færist starfsemin til Kína. Af hverju skiptir þetta máli? Jú, heildarlosun á ábyrgð íslenskra stjórnvalda sem loftslagsáætlun þess nær til er 2,9 milljón tonn á ári. Það væru því mjög vondar fréttir fyrir heiminn ef álver lokaði á Íslandi. Því starfsemin mun færast annað sama hvað úthrópunum vinstri manna á Íslandi líður og vera knúið mengandi orkugjöfum en ekki með grænni orku hér á Íslandi. Jákvæðar tilfærslur í loftslagsbókhaldi Íslands leysa ekki vandann. Það er eins og að ætla að læknast af hita með því einu að mæla einhvern annan heilbrigðan. Nær væri að líta svo á að heildarlosun á ábyrgð íslenskra stjórnvalda ætti að aukast um 3,7-4,8 milljón tonn á ári ef álver lokaði á Íslandi af því Íslendingar væru þar með ekki að leggja sitt af mörkun með heimsbyggðinni í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Það þarf að virkja græna orku Loftslagsmál og orkumál verða ekki skilin að. Til að draga umtalsvert úr losun CO2 á heimsvísu þarf að hverfa frá jarðefnaeldsneyti og taka upp umhverfisvænni orkugjafa. Stefna Sjálfstæðisflokksins er að Íslandi taki forystu í orkuskiptum með því að nýta græna innlenda orku. Orkuskipti ná ekki einungis til bifreiða hér innanlands heldur einnig samgangna í lofti og til sjós og kalla þar með á lausnir eins og framleiðslu á rafeldsneyti, til dæmis vetni ofl. Heimurinn kallar á lausnir í loftslagsmálum og þess vegna felast tækifæri í því að ná tökum á framleiðslu vetnis á Íslandi og flytja það út til annarra landa sem skipta þá út mengandi orkugjöfum. Framlag Íslands til að draga úr útblæstri og losun á heimsvísu getur þannig stóraukist og haft verulega þýðingu samhliða efnahagslegum ávinningi um land allt. Það er stórundarlegt að flokkur eins og Vinstri græn, sem kenna sig mikið við umhverfisvernd, hafi ekki skoðað eða rætt afstöðu sína til vetnisframleiðslu á Íslandi í ljósi þess hvað það getur skipt miklu máli í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Til að framleiða vetni og ráðast í orkuskipti hér innanlands þarf græna orku. Hún er til en hana þarf að virkja með eins umhverfisvænum og hagkvæmum hætti og kostur er. Réttast væri að við mat á umhverfisáhrifum virkjana í rammaáætlun verði horft til loftslagsáhrifa af nýtingu grænnar orku. Vinstriflokkar á villigötum Píratar, Vinstri græn og fleiri flokkar vinstrihreyfingarinnar tala hátt um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en fyrir þeim vakir eitthvað allt annað en árangur í loftslagsmálum. Stefna þeirra er sú að það megi ekki virkja heldur eigi að draga úr neyslu með boðum og bönnum, leggja á skatta og auka miðstýringu. Þeir vilja frekar algjörlega ósnerta náttúru á Íslandi í stað þess að bregðast við aðsteðjandi hættu fyrir mannkynið sem felst í loftslagsbreytingum af mannvöldum um allan heim. Þeirra stefna er röng því hún hefur enga raunverulega þýðingu í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Höfundur skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Björn Einarsson Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Umhverfismál Orkumál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Í leiðtogaumræðum á RÚV þann 31. ágúst sl. sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, frambjóðandi Pírata, að ekki þyrfti að virkja meira á Íslandi til að ná árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Vísaði hún þar reyndar ranglega til forstjóra Landsvirkjunar máli sínu til stuðnings. Tiltók hún svo sérstaklega að það væri tímaspursmál hvenær eitt eða fleiri álver á Íslandi myndi loka og lét í það skína að þá myndu Íslendingar vera á grænni grein í orku- og loftslagsmálum. Þessi afstaða Pírata og fleiri flokka á vinstri vængnum lýsir annað hvort talsverðu skilningsleysi á eðli vandans sem við er að glíma á alþjóðavísu í loftslagsmálum eða, sem verra væri, vítaverðu áhugaleysi Pírata og fleiri á að takast raunverulega á við þetta hnattræna hættuástand með alvöru aðgerðum. Hvað þýðir lokun álvers á Íslandi? Reiknað hefur verið út að álver á Íslandi sem framleiðir 360 þúsund tonn af áli á ári sparar heiminum 3,7 milljón tonna losun af CO2 ár hvert miðað við heimsmeðaltalið en 4,8 milljón tonn af losun á ári færist starfsemin til Kína. Af hverju skiptir þetta máli? Jú, heildarlosun á ábyrgð íslenskra stjórnvalda sem loftslagsáætlun þess nær til er 2,9 milljón tonn á ári. Það væru því mjög vondar fréttir fyrir heiminn ef álver lokaði á Íslandi. Því starfsemin mun færast annað sama hvað úthrópunum vinstri manna á Íslandi líður og vera knúið mengandi orkugjöfum en ekki með grænni orku hér á Íslandi. Jákvæðar tilfærslur í loftslagsbókhaldi Íslands leysa ekki vandann. Það er eins og að ætla að læknast af hita með því einu að mæla einhvern annan heilbrigðan. Nær væri að líta svo á að heildarlosun á ábyrgð íslenskra stjórnvalda ætti að aukast um 3,7-4,8 milljón tonn á ári ef álver lokaði á Íslandi af því Íslendingar væru þar með ekki að leggja sitt af mörkun með heimsbyggðinni í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Það þarf að virkja græna orku Loftslagsmál og orkumál verða ekki skilin að. Til að draga umtalsvert úr losun CO2 á heimsvísu þarf að hverfa frá jarðefnaeldsneyti og taka upp umhverfisvænni orkugjafa. Stefna Sjálfstæðisflokksins er að Íslandi taki forystu í orkuskiptum með því að nýta græna innlenda orku. Orkuskipti ná ekki einungis til bifreiða hér innanlands heldur einnig samgangna í lofti og til sjós og kalla þar með á lausnir eins og framleiðslu á rafeldsneyti, til dæmis vetni ofl. Heimurinn kallar á lausnir í loftslagsmálum og þess vegna felast tækifæri í því að ná tökum á framleiðslu vetnis á Íslandi og flytja það út til annarra landa sem skipta þá út mengandi orkugjöfum. Framlag Íslands til að draga úr útblæstri og losun á heimsvísu getur þannig stóraukist og haft verulega þýðingu samhliða efnahagslegum ávinningi um land allt. Það er stórundarlegt að flokkur eins og Vinstri græn, sem kenna sig mikið við umhverfisvernd, hafi ekki skoðað eða rætt afstöðu sína til vetnisframleiðslu á Íslandi í ljósi þess hvað það getur skipt miklu máli í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Til að framleiða vetni og ráðast í orkuskipti hér innanlands þarf græna orku. Hún er til en hana þarf að virkja með eins umhverfisvænum og hagkvæmum hætti og kostur er. Réttast væri að við mat á umhverfisáhrifum virkjana í rammaáætlun verði horft til loftslagsáhrifa af nýtingu grænnar orku. Vinstriflokkar á villigötum Píratar, Vinstri græn og fleiri flokkar vinstrihreyfingarinnar tala hátt um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en fyrir þeim vakir eitthvað allt annað en árangur í loftslagsmálum. Stefna þeirra er sú að það megi ekki virkja heldur eigi að draga úr neyslu með boðum og bönnum, leggja á skatta og auka miðstýringu. Þeir vilja frekar algjörlega ósnerta náttúru á Íslandi í stað þess að bregðast við aðsteðjandi hættu fyrir mannkynið sem felst í loftslagsbreytingum af mannvöldum um allan heim. Þeirra stefna er röng því hún hefur enga raunverulega þýðingu í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Höfundur skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun