Íslenskur iðnaður verði sá grænasti í heimi Hanna Katrín Friðriksson skrifar 13. september 2021 08:01 Iðnaður sem losar mikið magn gróðurhúsalofttegunda á ekkert erindi á 21. öldinni. Hann verður að hætta að losa eða hætta í rekstri. Raunveruleikinn er ekki flóknari en þetta. Útfærslan getur hins vegar verið ýmis konar, hröð eða hæg, almenn eða sértæk. Gleðitíðindin eru þau að íslenskur iðnaður stendur vel að vígi, bæði vegna tækifæra til orkuskipta og á grundvelli fyrri árangurs. Þar má nefna sjávarútveginn sem hefur dregið verulega úr losun með stórbættri orkunýtni og stóriðjuna sem er með eitt lægsta kolefnisspor á alþjóðavísu þökk sé endurnýjanlegri orkunni sem hún nýtir. Það er þó ekki nóg. Viðreisn vill að Ísland verði kolefnishlutlaust og laust við jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2040. Það tekst ekki nema íslenskur iðnaður taki stór skref og sé þáttakandi í breytingunum. Til þess að svo verði þarf skýr markmið stjórnvalda um losun í hverri atvinnugrein, græna hvata til að þau raungerist og samráð við atvinnulífið til að tryggja að hagkvæmasta leiðin sé farin. Þetta nær til allrar losunar á Íslandi, óháð því hvort hún er er á beinni ábyrgð Íslands (t.d. sjávarútvegur) eða falli undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (t.d. stóriðja). Íslenskur sjávarútvegur verði sá fyrsti til að ná kolefnishlutleysi Sjávarútvegurinn á Íslandi er í dauðafæri til að verða fyrirmynd á heimsvísu með því að verða sá fyrsti til að ná kolefnishlutleysi. Hann hefur sýnt að aukinni verðmætasköpun þarf ekki að fylgja aukin losun gróðurhúsalofttegunda. Það hefur tekist m.a. með rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja og tilkomu orkunýtnari skipa. Nú þarf að klára dæmið og hætta allri mengandi losun. Losun sjávarútvegsins hverfur ekki fyrr en skipin hætta að nota jarðefnaeldsneyti og nota í stað þess grænt eldsneyti sem telst endurnýjanlegt. Tæknin er nánast tilbúin og hefur danski flutningsrisinn Maersk t.d. tilkynnt að árið 2023 muni fyrsta kolefnishlutlausa stórskipið þeirra komast í gagnið. Slík skip verða knúin grænu eldsneyti á borð við metanól eða ammoníak sem vel má framleiða á Íslandi með okkar endurnýjanlegu raforku. Þannig hættum við umfram losun og aukum orkusjálfstæði Íslands. Viðreisn leggur til að sett verði markmið um 50% hlutdeild endurnýjanlegrar orku í skipum fyrir 2030 og spilar sjávarútvegurinn þar lykilhlutverk. Til að svo megi verða þarf átak. Sjávarútvegurinn þarf að setja gríðarlegan kraft í nýsköpun og hefja umbreytingu skipaflotans. Á sama tíma þurfa stjórnvöld að tryggja uppbyggingu nauðsynlegra innviða og nægt framboð grænnar raforku til að framleiða megi grænt eldsneyti fyrir orkuskiptin. Græn raforka er ekki lengur nóg fyrir alþjóðlega stóriðju Grænt forskot íslenskrar stóriðju hefur hingað til fyrst og fremst falist í nýtingu raforku sem nánast engin losun fylgir. Til að halda því forskoti ætti hún að hafa metnað fyrir því að vera sú fyrsta sem framleiðir sína vöru án nokkurrar losunar. Það mætti gera með því að breyta framleiðsluferlum (t.d. kolefnishlutlaus álframleiðsla með óvirkum rafskautum) eða fanga kolefnislosun til að nýta eða farga (t.d. Carbfix aðferðin). Kolefnishlutleysi er stóra tækifæri stóriðjunnar hér á landi enda mun kolefnishlutlaus iðnaður hafa gríðarlegt samkeppnisforskot í heiminum á komandi árum. Lausnirnar sem þarf til eru í stöðugri þróun og tækifærin bíða eftir því að verða sótt. Viðreisn mun beita sér fyrir því að stóriðja minnki losun. Þar á að beita grænum hvötum, stuðningi við nýsköpun og kröfu um að hvert fyrirtæki sem fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir birti markmið um kolefnishlutleysi og samfylgjandi aðgerðaáætlun. Viðreisn er tilbúin í slaginn við loftslagsvána. Það sem meira er – við þekkjum lausnirnar og þorum að taka stór skref strax. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Umhverfismál Sjávarútvegur Viðreisn Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Iðnaður sem losar mikið magn gróðurhúsalofttegunda á ekkert erindi á 21. öldinni. Hann verður að hætta að losa eða hætta í rekstri. Raunveruleikinn er ekki flóknari en þetta. Útfærslan getur hins vegar verið ýmis konar, hröð eða hæg, almenn eða sértæk. Gleðitíðindin eru þau að íslenskur iðnaður stendur vel að vígi, bæði vegna tækifæra til orkuskipta og á grundvelli fyrri árangurs. Þar má nefna sjávarútveginn sem hefur dregið verulega úr losun með stórbættri orkunýtni og stóriðjuna sem er með eitt lægsta kolefnisspor á alþjóðavísu þökk sé endurnýjanlegri orkunni sem hún nýtir. Það er þó ekki nóg. Viðreisn vill að Ísland verði kolefnishlutlaust og laust við jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2040. Það tekst ekki nema íslenskur iðnaður taki stór skref og sé þáttakandi í breytingunum. Til þess að svo verði þarf skýr markmið stjórnvalda um losun í hverri atvinnugrein, græna hvata til að þau raungerist og samráð við atvinnulífið til að tryggja að hagkvæmasta leiðin sé farin. Þetta nær til allrar losunar á Íslandi, óháð því hvort hún er er á beinni ábyrgð Íslands (t.d. sjávarútvegur) eða falli undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (t.d. stóriðja). Íslenskur sjávarútvegur verði sá fyrsti til að ná kolefnishlutleysi Sjávarútvegurinn á Íslandi er í dauðafæri til að verða fyrirmynd á heimsvísu með því að verða sá fyrsti til að ná kolefnishlutleysi. Hann hefur sýnt að aukinni verðmætasköpun þarf ekki að fylgja aukin losun gróðurhúsalofttegunda. Það hefur tekist m.a. með rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja og tilkomu orkunýtnari skipa. Nú þarf að klára dæmið og hætta allri mengandi losun. Losun sjávarútvegsins hverfur ekki fyrr en skipin hætta að nota jarðefnaeldsneyti og nota í stað þess grænt eldsneyti sem telst endurnýjanlegt. Tæknin er nánast tilbúin og hefur danski flutningsrisinn Maersk t.d. tilkynnt að árið 2023 muni fyrsta kolefnishlutlausa stórskipið þeirra komast í gagnið. Slík skip verða knúin grænu eldsneyti á borð við metanól eða ammoníak sem vel má framleiða á Íslandi með okkar endurnýjanlegu raforku. Þannig hættum við umfram losun og aukum orkusjálfstæði Íslands. Viðreisn leggur til að sett verði markmið um 50% hlutdeild endurnýjanlegrar orku í skipum fyrir 2030 og spilar sjávarútvegurinn þar lykilhlutverk. Til að svo megi verða þarf átak. Sjávarútvegurinn þarf að setja gríðarlegan kraft í nýsköpun og hefja umbreytingu skipaflotans. Á sama tíma þurfa stjórnvöld að tryggja uppbyggingu nauðsynlegra innviða og nægt framboð grænnar raforku til að framleiða megi grænt eldsneyti fyrir orkuskiptin. Græn raforka er ekki lengur nóg fyrir alþjóðlega stóriðju Grænt forskot íslenskrar stóriðju hefur hingað til fyrst og fremst falist í nýtingu raforku sem nánast engin losun fylgir. Til að halda því forskoti ætti hún að hafa metnað fyrir því að vera sú fyrsta sem framleiðir sína vöru án nokkurrar losunar. Það mætti gera með því að breyta framleiðsluferlum (t.d. kolefnishlutlaus álframleiðsla með óvirkum rafskautum) eða fanga kolefnislosun til að nýta eða farga (t.d. Carbfix aðferðin). Kolefnishlutleysi er stóra tækifæri stóriðjunnar hér á landi enda mun kolefnishlutlaus iðnaður hafa gríðarlegt samkeppnisforskot í heiminum á komandi árum. Lausnirnar sem þarf til eru í stöðugri þróun og tækifærin bíða eftir því að verða sótt. Viðreisn mun beita sér fyrir því að stóriðja minnki losun. Þar á að beita grænum hvötum, stuðningi við nýsköpun og kröfu um að hvert fyrirtæki sem fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir birti markmið um kolefnishlutleysi og samfylgjandi aðgerðaáætlun. Viðreisn er tilbúin í slaginn við loftslagsvána. Það sem meira er – við þekkjum lausnirnar og þorum að taka stór skref strax. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun