Varði á fimmtu milljón króna úr eigin vasa í baráttuna við Áslaugu Örnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2021 10:26 Guðlaugur Þór fékk 3.508 atkvæði á móti 3.326 atkvæðum Áslaugar Örnu í baráttunni um fyrsta sætið í Reykjavík. Vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra varði rúmum ellefu milljónum króna í baráttunni um efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í sumar. Þar hafði hann betur eftir harða baráttu við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Eins og fram kom á Vísi í vikunni varði Áslaug Arna tæpum níu milljónum króna í sitt prófkjör. Um fjórar milljónir fóru í starfsmannahald en 2,7 milljónir króna fóru í auglýsingar og kynningarkostnað. Rekstur kosningaskrifstofu Áslaugar nam 1,6 milljónum króna. Rekstur kosningaskrifstofu Guðlaugs Þórs nam 6,4 milljónum króna og þá fóru 4,7 milljónir króna í auglýsingar og kynningarkostnað. Guðlaugur birti uppgjör framboðs síns í gær. Framlög lögaðila til framboðs Guðlaugs Þórs námu 2,8 milljónum króna en framlög einstaklinga 4,1 milljón króna. Sjálfur lagði Guðlaugur Þór 4,5 milljónir króna í framboð sitt en Áslaug ekki krónu. Hraðfrystihús Hellissands var á meðal þeirra félaga sem töldu hag sinn fólginn í því að Guðlaugur yrði í fyrsta sæti í Reykjavík. Hæstu framlögin til framboðs Guðlaugs Þórs komu frá T22 ehf, félagi í eigu hjónanna Sigþórs Einarssonar og Sigrúnar Guðmundsdóttur, sem lögðu til 400 þúsund krónur. Það gerði Benedikt Gísli Guðmundsson líka í gegnum félag sitt Bíla og fólk ehf.. 400 þúsund krónur er hæsta fjárhæð sem má leggja til framboða. Viggó Einar Hilmarsson og Elín Jóhannesdóttir veittu 300 þúsund krónum í framboðið í gegnum félagið Viel ehf. Þá gáfu 24 einstaklingar samanlagt 4,1 milljón króna í framboðið. Barátta Áslaugar Örnu og Guðlaugs Þórs var virkilega hörð þar sem framboð Guðlaugs Þórs gerði athugasemdir við hegðun bróður Áslaugar sem starfaði við framboðið. Kjörstjórn komst að þeirri niðurstöðu að engar reglur hefðu verið brotnar. Sigurræða Guðlaugs Þórs þegar sigurinn var í höfn vakti mikla athygli. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi í vikunni varði Áslaug Arna tæpum níu milljónum króna í sitt prófkjör. Um fjórar milljónir fóru í starfsmannahald en 2,7 milljónir króna fóru í auglýsingar og kynningarkostnað. Rekstur kosningaskrifstofu Áslaugar nam 1,6 milljónum króna. Rekstur kosningaskrifstofu Guðlaugs Þórs nam 6,4 milljónum króna og þá fóru 4,7 milljónir króna í auglýsingar og kynningarkostnað. Guðlaugur birti uppgjör framboðs síns í gær. Framlög lögaðila til framboðs Guðlaugs Þórs námu 2,8 milljónum króna en framlög einstaklinga 4,1 milljón króna. Sjálfur lagði Guðlaugur Þór 4,5 milljónir króna í framboð sitt en Áslaug ekki krónu. Hraðfrystihús Hellissands var á meðal þeirra félaga sem töldu hag sinn fólginn í því að Guðlaugur yrði í fyrsta sæti í Reykjavík. Hæstu framlögin til framboðs Guðlaugs Þórs komu frá T22 ehf, félagi í eigu hjónanna Sigþórs Einarssonar og Sigrúnar Guðmundsdóttur, sem lögðu til 400 þúsund krónur. Það gerði Benedikt Gísli Guðmundsson líka í gegnum félag sitt Bíla og fólk ehf.. 400 þúsund krónur er hæsta fjárhæð sem má leggja til framboða. Viggó Einar Hilmarsson og Elín Jóhannesdóttir veittu 300 þúsund krónum í framboðið í gegnum félagið Viel ehf. Þá gáfu 24 einstaklingar samanlagt 4,1 milljón króna í framboðið. Barátta Áslaugar Örnu og Guðlaugs Þórs var virkilega hörð þar sem framboð Guðlaugs Þórs gerði athugasemdir við hegðun bróður Áslaugar sem starfaði við framboðið. Kjörstjórn komst að þeirri niðurstöðu að engar reglur hefðu verið brotnar. Sigurræða Guðlaugs Þórs þegar sigurinn var í höfn vakti mikla athygli.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira