Kvika flæðir undan gömlu hrauni í Geldingadölum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2021 17:30 Agnar Guðmundsson var staddur við eldstöðvarnar í Geldingadölum síðdegis þegar kvikan fór að láta aftur á sér kræla. Vísir Fólk fjölmennti að gosstöðvunum í dag þegar ljóst var að kvika væri farin að láta sjá sig. Mikil virkni virðist í Geldingadölum þessa stundina. „Hérna norðan megin við stóra gíginn er alveg greinilegt að það er búin að opnast hérna ný sprunga. Það sést hérna bak við hvernig nýr gígbarmur er að koma til. Þetta er að gerast víða hérna undir þessu gamla hrauni,“ segir Agnar Guðmundsson, sem er staddur við eldgosið. „Við töldum að þetta væri eiginlega bara búið hérna norðan megin við stóra gíginn.“ Hann segir um 150 til 200 manns á svæðinu, flestir útlendingar. Kvikustraumurinn sem velli undan hrauninu sé stöðugur. „Það virðist vera svona stöðugur vöxtur, það er að segja hvað strókurinn fer hátt upp úr sprungunni og hann fellur aldrei niður. Það er stanslaust eitthvað að gerast og maður sér þennan gígbarm myndast,“ segir Agnar. „Hann verður alltaf stærri og stærri þarna á bak við sprunguna sem gosið kemur upp úr.“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Agnar heldur að gosstöðvunum en hann hefur farið þangað sjö til átta sinnum frá því að gosið hófst. „Ég kom hérna þessa nótt sem að byrjaði að gjósa. Þá var miklu, miklu meiri ró og þá voru bara fjórir pínulitlir katlar, eins og stórir pottar, og þá vall bara ofboðslega rólega. Þetta er allt annar kraftur sem við sjáum núna. Allt, allt annað.“ Agnar segist ekki hafa orðið var við nýja kviku í stóra gígnum en hraun velli úr veggjum gígsins. „Það kemur hérna utan úr hlíðinni, það er eins og það sé einhver strókur þar og gos sem vellur hér í stríðum straumi fram og inn í dalinn.“ Hann segir gífurlegan hita stafa frá hrauninu. „Já, þetta er bara eins og þegar gosið byrjaði, það er svakalegur hiti hérna, mikil stybba og maður heyrir svo mikil læti í gígnum. Maður er bara orðinn rauður í framan hérna,“ segir Agnar. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
„Hérna norðan megin við stóra gíginn er alveg greinilegt að það er búin að opnast hérna ný sprunga. Það sést hérna bak við hvernig nýr gígbarmur er að koma til. Þetta er að gerast víða hérna undir þessu gamla hrauni,“ segir Agnar Guðmundsson, sem er staddur við eldgosið. „Við töldum að þetta væri eiginlega bara búið hérna norðan megin við stóra gíginn.“ Hann segir um 150 til 200 manns á svæðinu, flestir útlendingar. Kvikustraumurinn sem velli undan hrauninu sé stöðugur. „Það virðist vera svona stöðugur vöxtur, það er að segja hvað strókurinn fer hátt upp úr sprungunni og hann fellur aldrei niður. Það er stanslaust eitthvað að gerast og maður sér þennan gígbarm myndast,“ segir Agnar. „Hann verður alltaf stærri og stærri þarna á bak við sprunguna sem gosið kemur upp úr.“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Agnar heldur að gosstöðvunum en hann hefur farið þangað sjö til átta sinnum frá því að gosið hófst. „Ég kom hérna þessa nótt sem að byrjaði að gjósa. Þá var miklu, miklu meiri ró og þá voru bara fjórir pínulitlir katlar, eins og stórir pottar, og þá vall bara ofboðslega rólega. Þetta er allt annar kraftur sem við sjáum núna. Allt, allt annað.“ Agnar segist ekki hafa orðið var við nýja kviku í stóra gígnum en hraun velli úr veggjum gígsins. „Það kemur hérna utan úr hlíðinni, það er eins og það sé einhver strókur þar og gos sem vellur hér í stríðum straumi fram og inn í dalinn.“ Hann segir gífurlegan hita stafa frá hrauninu. „Já, þetta er bara eins og þegar gosið byrjaði, það er svakalegur hiti hérna, mikil stybba og maður heyrir svo mikil læti í gígnum. Maður er bara orðinn rauður í framan hérna,“ segir Agnar.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira